9.11.05

4.11.05

ég hef náð botninum í ógeðslegheitum. ég vaknaði of seint í morgun, stökk fram úr rúminu og klæddi mig í það sem var við hendina. og var útkoman miður glæsileg. ég sit hérna í pilsi, berlöppuð og þess má geta að ég rakaði lappirnar á mér fyrir 2 vikum. sexý. ég er einnig í úlpu sem er rennd upp í háls vegna þess að ég fann ekki bol og er því á brjóstahaldaranum innan undir. maskarinn er síðan í gær og hárið á mér eins og ég hafi verið að fikta með rafmagn.
þrátt fyrir þetta gef ég mér leyfi til að vafra um skólann og dæma aðra. ég sit í tímum og horfi á sumt fólk með viðbjóði. sem er frekar kaldhæðnislegt því svo lít ég á sjálfa mig og er t.d. í eldrauðum náttbuxum, risastórum fótboltabol, ullarsokkum og bleikum strigaskóm. nei maður á sko ekki að kasta steinum þegar maður býr í glerhúsi.

ætlaði að hafa þetta lengra en friðþjófur fávísi er að reka á eftir mér heim. ætla einmitt að næla mér í einn helvíti góðan lúr í bílnum hjá honum á leiðinni heim.

later