27.3.05

ég átti móment með jónsa í gær. ég sver. vá ég var búin að gleyma hvað ég elska hann mikið. elska hann elska og elska. vá hvað ég tapaði líka kúlinu dansandi upp við sviðið allan tímann. ég lýg þegar ég segi dansa því ég stóð bara við sviðið og glápti á jónsa með slefið í munnvikunum. máttlaus í hnjánum. ég lét nú samt vera að henda mér upp á svið til hans í þetta skiptið. en ég elska hann.

kom heim um fimmleytið og var svo svöng að ég bjó mér til kokteilsósu og át örugglega hálfan kjúkling og svona fjóra lítra af kokteilsósu með. en það dugði mér nú ekki. þá fann ég tertu inni í ísskáp og stútaði henni. nei ég var ekki södd. þannig að ég náði í páskaeggið mitt og skreið með það upp í rúm en sem betur fer drapst ég áður en ég náði að gæða mér á því. er reyndar með ansi vænan bita af því uppi í mér í þessum töluðu orðum. en það er önnur saga.

24.3.05

ég hef náð nýjum hæðum í ofáti. ég bið bara guð að hjálpa mér.

almáttugur.

23.3.05

ég ætla að byrja á því að biðja karl föður minn vel að lifa. í gær bað ég hann að giska á hvað héldi að myndi kosta að gera við bílinn minn. hann var ekki lengi að hugsa sig um. "120 þúsund, minnst". ég fór næstum því að grenja. þetta var sem sagt eftir að hann var búin að segja mér að ég væri búin að skemma stýrið og úrskurða allar legur ónýtar. á barmi taugaáfalls fer ég með bílinn á verkstæði í dag. og hvað kemur í ljós? eitt dekkið er bara að hrynja undan, ekkert alvarlega. hefði ég reyndar keyrt nokkra metra á því í viðbót hefði ég endað á þremur dekkjum einhversstaðar. en kiddi var ekki lengi að kippa þessu í liðinn og það ÓKEYPIS.

ónýtt stýri? ónýtar legur? held nú ekki. 120 þúsund? ó nei.

í dag er gott að lifa. og á morgun verður ennþá betra að lifa. þá ætla ég að éta þangað til að fötin rifna utan af mér og meira til. í þessum töluðu orðum er ég einmitt að snæða útrunnið jógúrt sem ég keypti í kaupfélagsómyndinni hérna fyrr í dag. og ég nenni ekki að skila því vegna þess að ég efast ekki um að öll hin jógúrtin í hillunni séu á svipuðum aldri. svo er það ekkert agalega vont. smá skítakeimur af því en það sakar ekki.

22.3.05

jæja. hvað get ég sagt. 2 blogg í sömu vikunni. batnadi fólki er víst best að lifa. ég sit hérna í góðu yfirlæti að hakka í mig eitthvað karmellunammi sem amma bakaði fyrir ferminguna. og ég á skilið að éta það því nú er bílinn minn svo bilaður að pabbi bannar mér að fara á honum. samkvæmt föður mínum er ég búin að skemma vökvastýrið í bílnum. það byrjaði einhver pakkning að leka fyrir c.a. mánuði og ég tímdi ekkert að splæsa í viðgerð, ég meina HALLÓ nýbúin að kaupa 2 ný helvítis dekk á einum degi og svo ætlar skatturinn sér að gera mig alveg svoleiðis blásnauða. þannig að ég keyrði bara um eins og fín kona með eitthvað lekandi drasl. fékk það svo þrefalt í hausinn í dag þegar pabbi fer á bílnum og kemur heim alveg í áfalli. "guðrún veiga, það er sko eitthvað mikið að þessum bíl", ég reyndi að sjálfsögðu að sannfæra hann um að þetta væri í stakasta lagi. en nei. karlinn haggast ekki. reynir að hræða mig með að segja að bílinn gæti bara allt í einu sprungið. blablabla. tilkynnir mér svo að ég sé búin að skemma stýrið í bílnum og svo séu örugglega einhverjar legudruslur eða eitthvað farnar. á ég pening pabbi eða? nei ég hélt ekki.

díses. það næsta sem átti að splæsa í þennan fjárans bílskrjóð var nýr geislaspilari. en það er reyndar ekkert hægt því ég sprengdi hátalarana um daginn. svo skemmdi ég líka læsinguna á einni afturhurðinni. ég nenni ekki að eiga hann lengur.

vill einhver kaupa hann?

21.3.05

alveg hreint dásamleg helgi að baki...

 • mér tókst að fitna um svona 5 kíló og áttaði mig á því að ég myndi örugglega éta eigin táneglur bara ef þær væru súkkulaðihúðaðar
 • ég komst að því eftir gerð skattaskýrslu að ég verð 168 þúsund krónum fátækari þann 1.ágúst næstkomandi
 • ég sem varla á 168 krónur
 • hef íhugað það vandlega að hella mér út í vændi inni á álverssvæði
 • en þar sem ég virðist vera óaðlaðandi með eindæmum myndi það sjálfsagt gefa lítið af sér
 • hárið á mér byrjaði að haga sér eitthvað undarlega
 • eins og statusinn er á geðheilsunni þessa dagana meika ég ekki að missa megnið af hárinu í þriðja skiptið á ævinni
 • ísak bróðir fremist á fimmtudaginn
 • sem merkir að það verða til kökuafgangar í húsinu langt langt fram yfir helgi
 • svo var mér gefið stærsta páskaegg sem ég hef séð
 • þetta merkir ekkert annað en að það sé komin tími á að kyssa diesel gallabuxurnar mínar bless
 • eins og var nú gaman að passa í þær svona once in a lifetime
 • ef ég hefði nú bara snefil af sjálfsaga

já lífið er með eindæmum gott eins og venjulega. ég ætla samt að biðja bæjarbúa að láta það ógert að hringja í félagsmálastjóra því ég er ekkert að fara að stúta mér á næstunni. ég lofa. ég skal láta vita þegar staðan verður svo slæm, þá megið þið senda alla bæjarskrifstofuna heim til mín. hversu rosalegt er það að vera tekin á teppið af félagsmálaliðinu fyrir bloggið sitt. já maður spyr sig á svona stundum.

harður heimur.