23.12.04

Ég nenni engu. Dásamlegt alveg hreint. Klukkan er 17:31 á Þorláksmessu og ennþá eru jólagjafakaupin eftir. Er ekkert að stressa mig á þessu. Fór reyndar þessa fínu jólagjafaferð til Akureyrar í byrjun desember. Kom heim með fullt af dóti. Dóti handa mér. Og eina jólagjöf sem ég ákvað svo að eiga sjálf. Hún fór mér svo helvíti vel. C.a. 15 jólagjafaferðir hafa verið farnar í Egilsstaði og hef ég komið heim gjörsamlega klyfjuð af dóti. Keypti mér þessa fínu skó. Ógeðslega flotta boli og ægilega sæta blúnduhlýraboli. Ekki má gleyma eyrnalokkunum og snyrtidótinu. Að sjálfsögðu allt saman handa mér.

Ég er ógeðsleg.

Það er ekki snefill af jólagleði í mínu hjarta þetta árið. Ég sendi ekki einu sinni jólakort. Ég skrifaði þau en nennti aldrei með þau út á pósthús. Og eins og staðan er núna verða það ekki margir sem fá jólagjöf frá mér.

Ég nenni þessu ekki. Ég vorkenni fjölskyldunni að sitja uppi með mig um jólin. Ég er eins og Grinch.

Þessi bloggmál eru í endurskoðun. Hætt eða ekki hætt, erfitt að segja.

Ég ætla ekki að bjóða gleðileg jól, dettur það ekki til hugar.

Bless