Ég er svo ógeðsleg að ég gæti ælt yfir sjálfa mig. Ég er ein heima og ég galdraði þennan svakalega morgunmat fram úr erminni. Snakk, súkkulaðirúsínur og möffins. Þessu var svo skolað niður með óhóflegu magni af diet kóki. Ég er svona að íhuga hvað ég eigi að fá mér í kaffinu. Það er reyndar kökubasar úti í bæ. Nei jesús. Þá færi ég nú alveg yfir strikið. Ég þyrfti svo sem ekkert að éta alla kökuna. Bara rétt að gæða mér á henni. Æ ég myndi pottþétt éta hana alla og færi létt með það. Í kvöldmat hef ég svo hugsað mér að fá mér pizzu. Og seinna í kvöld bjór. Ég get verið nokkuð viss um að leggja ekki mikið af í dag. Ég gæti aldrei farið í megrun þar sem mætti hafa nammidag. Ég er bara eins og alki, ef ég tek nammidag á laugardegi þá er ég ennþá að éta nammi á miðvikudegi.
Jæja, kannski ég kíki á þennan kökubasar...
...bara kíkja ekki kaupa
Jæja, kannski ég kíki á þennan kökubasar...
...bara kíkja ekki kaupa