30.10.04

Ég eyddi megninu af gærdeginum í að leita af debetkortinu mínu sem hafði horfið úr gallabuxunum mínum ásamt uppáhalds glossinu mínu. Ég sneri herberginu mínu gjörsamlega við, móður til mikillar gleði. Leitaði í öllu vösum allsstaðar. Var nánast komin með tárin í augun því ég hreinlega þorði ekki út í banka að tilkynna það glatað og láta panta nýtt. Það eru einmitt innan við 3 mánuðir síðan ég týndi síðasta korti. Og ekki nema c.a. 5 mánuðir síðan kortið þar á undan hvarf á afskaplega undarlegan hátt.
Ég dröslaðist að lokum út í banka og sagði að kortið mitt væri týnt. "Ertu aaaalveg viss Guðrún Veiga?" Ég lendi einmitt alltaf á sömu konunni þegar kortin mín hverfa. Eftir að hafa spurt mig nokkrum sinnum í viðbót hvort ég sé aaaalveg viss pantar hún nýtt kort og lokar þessu gamla.

Svo sit ég í mestu makindum í vinnunni í gærkvöldi og er að strúkja einhverjar skítrendur af skónum mínum. Svo er ég að dunda mér við það að laga uppábrotin á gallabuxunum þegar ég finn að ekki er allt með felldu í öðru uppábrotinu. Ég reyni að slétta úr því en það er greinilega eitthvað oní því. Og hvað dreg ég upp úr uppábrotinu? Jújú þarna leynist debetkortið mitt og glossið góða, ásamt 3 kílóum af sandi. Nokkuð magnað. Ég sem var búin að hlakka svo til þegar gamla kortið rennur út svo ég gæti látið setja nýja mynd. En nei, nú á ég von á glænýju korti með sömu vihihihiðbjóðs myndinni og þetta kort rennur örugglega ekkert út fyrr en 2007. Æj jæja, ég týni því sjást fljótlega. Verð bara að muna að fá nýja mynd á næsta.

Annars á faðir minn nokkur afmæli í dag. Aðspurður segist hann vera 32ja ára. En hann fær margar margar hamingjuóskir þó aldurinn sé eitthvað á reiki.

Góðar stundir

29.10.04

2 leiðir sem virka EKKI til þess að fá fullan karlmann heim með þér:

1. Ljúga í hann að hann hafi skilið bílinn sinn eftir fyrir utan hjá þér og segja að hann þurfi að koma með þér heim til þess að sækja hann.

2. Segja: "heyrðu komdu og talaðu aðeins við mig, ég á flögupoka".

Alveg á kristaltæru að þessar aðferðir virka ekki.

Var fokkin verkfallinu annars frestað? Já! Drepst ég á helvítis mánudaginn? Já! Nenni ég í þessa djööööfulsins vinnu? Hélt ekki! Andskotans helvítis helvíti!

bið að heilsa í bæinn

26.10.04

í dag er ég búin að blogga í 2 ár...

...ótrúlegt alveg hreint

23.10.04

Gleymdi einum titli:

Ástmaður og draumaprins kvöldsins: Sturla Már

þess má einnig geta að við erum saman.
Ég veit, ég veit, ég veit! Ég á eftir að blogga um æsíspæsíhelgina miklu. Það er bara af svo miklu af taka maður. Ég skal reyna að koma þessu frá mér í dag. Í síðasta lagi á morgun. Annars aldrei bara. Segja myndirnar ekki allt sem segja þarf? Í dag eða á morgun, ég lofa. Reyndar eru loforð mín ekki miklis virði.

Skellti mér nú samt út í gær. Ekkert voða merkilegt en gaman samt. Byrjuðum á pizzunni og enduðum á Kósý. Ég, Kristín, Þórdís og Ragga tókum okkur ákaflega vel út dansandi fjórar á gólfinu. Reyndar kom einstaka karlmaður og reyndi að slást í hópinn. Ég tók að sjálfsögðu stóladansinn fræga. Nokkrir titlar samt:

Gælunöfn kvöldsins: Studdi og Killi
Sannfæringarkraftur kvöldsins: Ragga. "Time is money strákar"
Súludansari kvöldsins: ó ég sjálf að sjálfsögðu
Undanstingur kvöldins: Þórdís, hef sterkan grun um að hún hafi endað í húsi nokkru hér í bæ sem er í eign Helga nokkurs Garðars.
Setning kvöldsins: "Hvar er ******" (ritskoðað)
Menn kvöldsins: Stulli (Studdi) og Kiddi Bjarki (Killi)
Hár kvöldsins: Kristín "er það nóg túberað?"


21.10.04

ÞAÐ ERU KOMNAR MYNDIR FRÁ ÆSÍ SPÆSÍ KVÖLDINU. ÞÆR MÁ FINNA HÉR

...Þessi er að sjálfsögðu best!18.10.04

Ég blogga á morgun. Ég er nú bara hreinlega örmagna eftir helgina!

16.10.04

Ekki nema 11 og 1/2 tími þar til ég stend með víkingahatt á Egilsstaðaflugvelli og tek á móti goðinu.

14.10.04

Djöfullinn maður. Ég missti úr nokkur slög í dag. Klukkan var orðin eitt og Leoncie ekki ennþá búin að hringja sitt venjulega hádegissímtal. Um þrjúleytið leist mér nú ekki á blikuna. Mér stóð nú ekki á sama lengur þegar klukkan sló fimm. Var hún dauð? Veik? Hætt við að koma? Kæmi mér ekkert á óvart þó hún hrykki upp af áður en hún kæmist hingað. Það væri alveg eftir minni heppni. Loksins finn ég kunnulegan titring í vasanum og sé númerið hjá drottingunni á skjánum. Hún er ekki dauð, veik né hætt við að koma. Hún hafði bara sofið svona helvíti vel fram eftir kerlingin. "Leoncie verður að vera well rested þegar hún kemur". Hún fór svo að spyrja hvernig þetta kæmi út í Austurglugganum. Ég sagði henni að við tækjum okkur svona líka ljómandi vel út á baksíðunni. "Ahhh, Gudrówn líka í blaðið?" Jújú, við erum þarna saman skvísurnar. Svo bað hún mig að geyma fyrir sig eintak og bauð mér góða nótt. Að sjálfsögðu.

Jæja, má ekki vera að þessu. Þarf að vakna alveg hrottalega snemma í fyrrmálið.

38 og 1/2 tími þangað til ég sæki Icy Spicy á flugvöllinn.
Jæja, c.a. 2 dagar í Æsí Spæsí og ég ekki enn farin yfir um. Geðheilsan hefur samt sem áður verið í algjöru lágmarki. Eina sem heldur mér gangandi eru hádegissamtölin okkar. Í dag hringdi hún því hún þurfti að fá að vita vegalengdina frá gistiheimilinu og að Valhöll. Ég botnaði nú ekkert í henni og spurði af hverju í ósköpunum hún þyrfti að vita það. "Well, Gudrrówn Leoncie getur ekki labbað langt langt í burtu í háhælað skó". Ég er svo kammó alltaf við hana og sagði bara "elsku Leoncie mín, heldur þú að þú verðir látin labba?" Þá tísti í henni, "nei Gudrówn, þú alltaf reddar öllu". Bestu vinkonur, ó já!

Mig hryllir við tilhugsuninni að þurfa að fara að vinna í hádeginu á morgun. Ef þetta kennaraverkfall leysist einhverntíma neyðist ég til að segja upp vinnunni því fyrr frýs í helvíti heldur en að mér takist að vakna fyrir átta á morgnana. Ekki sjéns. Ég sem er búin að sofa til níu mínútur í eitt alveg síðan verkfallið hófst. Þarf svo að hafa rassgatið á mér fram úr klukkan ellefu í fyrramálið. Hólí fokk.

Bið að heilsa í bæinn.

10.10.04Já. Ómæfokkinggad sko! Hún er að koma! Pizza 67, 16.október næstkomandi! OG HVER SÆKIR HANA Á FLUGVÖLLINN? ÉG! Þetta verður stærsta stund lífs míns að taka á móti henni. Og að ógleymdum Viktori mannninum hennar sem mætir með henni! Við erum orðnar hinar bestu vinkonur. Hún hringir í mig í hverju einasta hádegi til að spyrja hvernig veðurspáin er fyrir 16. október. "Því hún vil ekki hrapa". Svo alltaf þegar hún kveður mig segir hún ekki bless heldur "hafðu það gott Gudróvn og góða nótt". Já í hádeginu. Djöfull verður þetta magnað.

Þegar ég var í því að bóka hana seinustu helgi spurði hún hvort mér væri sama þó hún klæddi sig svoldið dúndrandi! Ég kom alveg af fjöllum, "dúndrandi?". "Já, Leoncie alltaf svaka sexý". Ég jánkaði bara og sagði henni endilega að vera eins fáklædd og hún gæti. Henni leist nú ekki illa á þá hugmynd. Hún er æðisleg. Goðið mitt.

En maður yrði nú orðin langt leiddur í geðveilu ef hún væri stanslaust á sviði frá ellefu til þrjú þannig að hinn stórkostlegi DJ ÁSGEIR PÁLL verður henni til halds og trausts.

ICY SPICY LEONCIE & DJ ÁSGEIR PÁLL!

Hann er alveg svakalegur. Ótrúlega magnaður DJ maður!

Ég bara held vart vatni sko. Ef þið ætlið að vera eitthvað inni í hlutunum næstu dagana á eftir þá mætið þið að sjálfsögðu. Þetta verður án efa stærsta stund lífs míns. Fæ að sækja Leoncie og Viktor á flugvöllinn, jesús um hvað ætli við spjöllum á leiðinni niður eftir? Í hverju ætli hún verði. Ómægat ég held hún sé aldrei í nærbuxum. Það hefur allavega sést oftar en einu sinni í skvísuna á henni þegar hún er á sviði. Hún ætlar meira að segja að skipta um dress á milli atriða. Ætli hún geti lánað mér eitt? Ég tæki mig nú ekki illa út í gullbíkini og með víkingahatt. Við værum svo sætar saman.

En ég fæ bol með mynd af henni framan á á morgun að öllum líkindum Honum ætla ég að ganga í alla vikuna. Nú vantar mig bara víkingahatt.

Ég þarf held ég aðeins að leggjast út af og jafna mig. Ég er alveg high on life. Læt samt einn magnaðan texta frá goðinu fylgja...

Ást á pöbbnum :
Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagðihvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus
Ást á pöbbnum,
þau féllust í ást ápöbbnum
Nú grætur hann -
Hann átti að kynnasthenni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé.
Hann spararekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi

Góða nótt


Sko Papar Smapar. Tek ekki þátt í svona rugli. Fór á tvö böll með þeim um verslunarmannahelgina og það nægir mér næstu 2-3 árin, ef ekki lengur. Fíla ekki þessa írsku pöbbastemmingu í kringum þá. Fíla þá ekki. Þeir eru allir ljótir. Þeir eru alltaf hérna. Ég er búin að fara á þá á Egilsstöðum allavega einu sinni á þessu ári. Svo voru þeir hérna á sjómannadaginn. Það er nóg komið. Þetta er komið gott af Pöpum á þessu ári.

Okkar viðburður er hvort sem er miklu magnaðari. Hefur aldrei verið hérna áður og verður aldrei hérna aftur. Veit ekki hvort ég einfaldlega höndla að bíða í viku í viðbót. Ég er alveg að spila út yfir þessu. Verður yndislegt að fá að koma þessu frá sér á þriðjudaginn. Hef aldrei þagað yfir leyndarmáli svona lengi. Jæja ókei, er búin að missa þetta út úr mér við nokkra. Ekki marga.

Klukkan er 04:05 og af hverju er ég vakandi? Ég er að verða geðveik. Þessi netnotkun getur ekki talist eðlileg. Ég er búin að vera á netinu síðustu 6 tímana. I rest my case.

Góða nótt

9.10.04

VIKA!


7.10.04

9 DAGAR! Niðurtalningin heldur áfram! Mér verður næstum brátt í brók af spenningi!

Er ekki komin tími á að rífa sig frá tölvunni þegar maður er byrjaður að downloda lögum með Björvini Halldórs? Jú, maður spyr sig!

Annars er ekkert nýtt. Lifi afskaplega fábrotnu lífi hér in the middle of nowhere.

9 dagar, var ég búin að minnast á það?

Ég er alveg hrikalega bókuð á morgun. Augnlæknir, neglur, ljós og svo geysilegt matarboð. Ekki má gleyma því að ég gegni starfi yfirföndrara í heila viku. Var einmitt að skrifa disk til þess að fara með í vinnunna á morgun. Ætla að kynna ellismellina mína fyrir góðu fólki eins og Usher, 50 Cent, Joss Stone, Lil´Kim og að sjálfsögðu Í Svörtum Fötum. Skrifa ekki disk án þess að Jónsi minn sé á honum. Kannski að ég skelli einum slagara með BÓ líka fyrst að ég var á annað borð að downloda því.

9 dagar.

bless og takk
ekkert snakk

5.10.04

Forvitnin í ykkur er hrikaleg. Síminn hjá mér stoppaði ekki í gær. Ég segi ekki orð fyrr en á næsta þriðjudag, í fyrsta lagi! Þetta verður mahahahagnað. Ekki nema 11 dagar.

Það er bara Guðs mildi að ég fer orðið yfir höfuð í vinnunna. Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á tölvunni og það seinasta sem ég geri á kvöldin er að slökkva á henni. Ég þarf að beita mig valdi til þess að slíta mig frá henni klukkan eitt og svo hleyp ég eins og fætur toga heim úr vinnunni klukkan fimm til þess að til komast til hennar. Það sagði mér enginn að þessum þráðlausa netpakka frá Símanum fylgdi einnig örlítl geðveila. Ég er alltaf á MSN, ég skoða öll blogg á 5 mín fresti, ég er búin að downloda svo miklu að löggan tekur mig bráðum og stundum hef ég ekkert að gera þá sit ég samt með tölvuna í fanginu. Við erum svo góðar saman að ég get ekki látið hana frá mér. Hún kemur í staðinn fyrir kærasta. Ég gæti reyndar ekkert átt kærasta því ég get ekki slitið mig frá tölvunni.

Jæja ég þarf að halda áfram að skoða netið, er alveg að verða komin út á enda.

11 FOKKIN DAGAR!

4.10.04

Jesús, María, Jósep og lærisveinarnir líka! Ef ein af stærstu stundum lífs míns var ekki í kvöld þá veit ég ekki hvað! Get ekki sagt meir nema að þið verðið að taka laugardagskvöldið 16. október frá. Jesús minn á jólunum. Það verður stærri stund en fæðing ófæddra barna minna! Ég veit hvað þið haldið en nei, þetta er ekki Jónsi! LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 16.OKTÓBER! Segi ekki meir þó mig langi alveg hrikalega. Ómægat! Bendi ykkur strax á að þessi viðburður er mér að þakka!

Annars rættist heldur betur úr helginni þrátt fyrir að hafa eytt henni á bak við barborðið. Ásgeir Páll var DJ á föstudagskvöldið og hólímóli. Mikið djöfull var maðurinn magnaður! Mig langaði svo að vera úti á gólfi að ég átti hreinlega erfitt. Ég lét það þó ekki aftra mér og dansaði mikið bara á bak við barinn. Og vakti í leiðinni mikla athygli viðstaddra. Alveg meiriháttar DJ þessi maður. Ég verð pottþétt á gólfinu með bjór í annarri næst þegar hann mætir.

Almáttugur ég er svo upptjúnuð yfir þessu öllu að ég á ekki eftir að geta sofið í tvær vikur. Ahhh hvað lífið getur stundum verið magnaður andskoti.

Munið þið! 16. OKTÓBER!

gúdd næt


1.10.04

Mikið hrikalega fer það í taugarnar á mér að versla í Bónus. Ég var alveg að tapa geðheilsunni þar áðan. Alltaf eitthvað helvítis fólk með körfurnar í bakinu á manni. Það getur ekki bara drullast til þess að biðja mann að færa sig heldur hamast með körfuna á manni þar til maður hrynur niður úr mænuskaða. Og ógeðslega leiðinleg krakkagerpi "má ég fá svona?" "en svona?". Ég hélt ég myndi deyja úr pirringi þegar einhver feitur krakki kom með pínulítinn sundbol og spyr mömmu sína hvort hún mætti fá svoleiðis. Hún hefði ekki einu sinni komist með annað lærið í hann. Djöfull langaði mig að snúa mér við, berja krakkann í hausinn og öskra "þú passar ekkert í þetta þarna!" Svo ég minnist nú ekki á fjárans sveitaliðið sem verslar þarna! Hefur það ekkert lyktarskyn? Kemur askvaðandi inn í matvörubúð lyktandi eins og það hafi velt sér upp úr hrossaskít og rotþró seinustu vikurnar.

Mér tekst nú að líta framhjá þessu oftast þegar ég fer í Bónus. Þessi pirringur minn á rætur sínar að rekja til þess að batteríið í tölvunni virkar ekki. Helvítis drasl. Veit ekki hvað í fjáranum hefur komið fyrir en ég skemmdi það ekki. Alveg á hreinu! Stuttu eftir þau vonbrigði rotaðist ég næstum þegar ég skellti bílhurðinni á hausinn á mér. Munaði litlu að ég hefði hent mér fyrir næsta bíl úr pirringi. Svo þarf ég að fara að fjárans vinna klukkan fimm og ég nenni ekki að setja upp andlitið. Langar bara að vera ógeðslega ljót, leiðinleg og pirruð í dag.

Andskotinn hafi það!