Ég dröslaðist að lokum út í banka og sagði að kortið mitt væri týnt. "Ertu aaaalveg viss Guðrún Veiga?" Ég lendi einmitt alltaf á sömu konunni þegar kortin mín hverfa. Eftir að hafa spurt mig nokkrum sinnum í viðbót hvort ég sé aaaalveg viss pantar hún nýtt kort og lokar þessu gamla.
Svo sit ég í mestu makindum í vinnunni í gærkvöldi og er að strúkja einhverjar skítrendur af skónum mínum. Svo er ég að dunda mér við það að laga uppábrotin á gallabuxunum þegar ég finn að ekki er allt með felldu í öðru uppábrotinu. Ég reyni að slétta úr því en það er greinilega eitthvað oní því. Og hvað dreg ég upp úr uppábrotinu? Jújú þarna leynist debetkortið mitt og glossið góða, ásamt 3 kílóum af sandi. Nokkuð magnað. Ég sem var búin að hlakka svo til þegar gamla kortið rennur út svo ég gæti látið setja nýja mynd. En nei, nú á ég von á glænýju korti með sömu vihihihiðbjóðs myndinni og þetta kort rennur örugglega ekkert út fyrr en 2007. Æj jæja, ég týni því sjást fljótlega. Verð bara að muna að fá nýja mynd á næsta.
Annars á faðir minn nokkur afmæli í dag. Aðspurður segist hann vera 32ja ára. En hann fær margar margar hamingjuóskir þó aldurinn sé eitthvað á reiki.
Góðar stundir