Jæja, þá er einni bestu helgi sumarsins lokið! Alveg var þetta frábært. Minni fyrst og fremst á
MBLOGGIÐ, mikið magn af gleðimómentum helgarinnar! Nú verður stiklað á stóru...
Föstudagur:
Lagt var af stað á
grænu hettunni stuttu eftir hádegi. Fyrsta stopp var á Egilsstöðum þar sem fjárfest var í
SINGSTAR. Hildur
hin sjoppulega sá um að skemmta samferðarmönnum sínum með ódauðlegum slögurum á borð við
“Lög unga fólksins” með
Nylon og
“I will always love you” með
Withney Houston. En á miðri leið fer helvítið hann Haukur að vera með geðveika stæla og allt fer í uppnám. Afleiðingarnar urðu þær að hann eyddi helginni í hanskahólfinu. Eníveis, skvísurnar renndu í bæinn að verða fimm og var
ÁTVR að sjálfsögðu fyrsta stoppistöð. Gengið var umtalsvert á
LITE og ginbirgðir verslunarinnar. Um áttaleytið var helgin svo hafin fyrir alvöru. Búið var að tengja SINGSTAR og allir komnir með bjór í hönd. Þess má geta að það var Maja sem bauð í teiti. Klukkan að verða tíu var Inga orðin
raddlaus, ég
full og Sjússi búinn að
stela súkkulaði úr ísskápnum. Eitthvað varð ég leið á fólkinu í kring um mig og lét mig
hverfa í teiti í næstu íbúð. Þar sem teitisgestir voru einungis karlmenn og það sko
ekki af verri endanum. Ég var að sjálfsögðu grand á því og bauð þessum nýju félögum mínum yfir í SINGSTAR. Svo hvarf ég víst eitthvað í þrjár mínútur...en hvert veit enginn! Við kláruðum svo að rústa íbúðinni hennar Maju,
brutum m.a. blómapotta og
stálum súkkulaði, eftir það var haldið í gríðalegt geim á tjaldsvæðinu. Minnið er svo eitthvað gloppótt en veit ég til þess að hafa endað á
Papaballi. Svo var
SUBWAY að sjálfsögðu heimsótt og eftir það haldið heim á leið. Inga kom svo með eina fleyga þegar við lögðumst upp í rúm,
“Guðrún, við megum sko ekki sofna þá verðum við svo ógeðslega þunnar á morgun”. Við drápumst báðar áður en hún náði að klára setninguna. Ekki er vitað um afdrif Hellyar/Fittýar á föstudagskvöldinu!
Laugardagur:
Þegar við vöknuðum var haldið beinustu leið niður á torg til þess að bera goðin í
NYLON augum. Vonbrigðin voru gífurleg þar sem þær hljómuðu eins og lélegir karokesöngvarar.
Greifinn var næsti áfangastaður þar sem við snæddum pizzur og hálfmána ásamt
Jóhanni Gísla og nýja vini okkar honum
Sunda. Hvar er Sundi? Kvöldið hófst svo enn á ný heima hjá Maju þrátt fyrir blómapottavesen gærkvöldsins.
Hvar er Sundi? Stoppið var reyndar ekki langt út af leiðinlegustu nágrönnum heims! Einhver karl kom upp og sagði að gólfin væru svo
þunn að hann heyrði þegar væri
prumpað. Ég skildi ekki upp né niður í hvað maðurinn var að segja og tuggaðist á því fram og aftur að það hefði sko
ekki verið ég sem prumpaði. Þetta voru líka bara Inga og Kalli Bjarni sem voru með læti. Eftir þá uppákomu lá leiðin á
NÝDÖNSK. Þegar á
Oddvitann var komið lét ég Jóhann Gísla og Sjússa sannfæra mig um að selja miðann og koma á
Jónsa í Sjallanum...þetta krafðist ekki mikillar sannfæringar. En einhverra hluta vegna er ég sú eina af okkur þremur sem kemst inn á ballið, ekki man ég alveg af hverju. Mér var svosem skítsama þar sem ég ætlaði bara að fara og sjá
Jónsa minn. En
NEI! Um leið og ég stíg inn í salinn eru þeir að fara af sviði og
Skítamórall að taka við. Hvílík djöfulsins vonbrigði. Þannig að ég skellti mér út til Sjússa og við þræddum bara matsölubásana í staðinn. Byrjuðum á vöffluvagninum og enduðum í einum
12” á SUBWAY. Þar hittum við einmitt
“nýju bestu vini” ferðarinnar, þau Jón Kolbein og Örnu. Héldu við svo með þeim niður á torg þar sem ég reyndi ítrekað að kaupa
hass en án árangurs. Svo kemur einhver ógeðsmaður og sest hjá okkur og er alltaf eitthvað að koma við mig. Ég var að sjálfsögðu ekki lengi að kalla í einhverja Stígamótakerlingu sem stóð álengdar í
gulu vesti og segja henni að þessi maður væri að gera tilraun til þess að nauðga mér. Henni fannst ég ekkert fyndin. Eftir langa leit fann ég loks Ingu (eða Eirík réttara sagt) og Hildi. Að sjálfsögðu var keypt pizza og svo haldið heim. Kemur þá ekki í ljós að
Inga var drukknari en Eiríkur.
Hvar er Sundi?
Sunnudagur:
Við vöknuðum
eiturhressar um 11 leytið og gerðum ekki annað en að hlæja í svona 2 tíma. Ég og Hildur höfðum reyndar vaknað nokkrum sinnum um nóttina við samfarahljóðin í Ingu og
Jóni Ólafs. Svo var lagt sig og svo að sjálfsögðu haldið á
SUBWAY. En starfsfólkið þar var farið að þekkja okkur með nafni. Hvar er Sundi? Rúntuðum og fengum okkur ís, svo var sest að drykkju í fyrra fallinu. Reyndar fór meira niður á mig heldur en upp í mig. Svo var haldið á tjaldstæðið í gífurlegt teiti þar sem Inga tók að sér að kveikja í tjöldum fyrir þá sem vildu.
Sjallinn var næsti áfangastaður en þar var einungis gert stutt stopp þar sem Hildur reif mig með sér út og enduðum við á ráfi um bæinn. Hittum Heiðar og fleiri góða. Fórum á SUBWAY (en ekki hvað?). Og hittum svo
Stebba Jak. Já og við erum ekki vinir nei. Stálum líka peysunni hans. Hvar er Sundi? Hittum Ingu og
Allan Má Newman á SUBWAY (þá var ég þar í annað skipti það kvöldið) og héldum við þrjár svo í bæinn aftur. Fittý kvaddi fljótlega og reyndi ég eins og ég gat að fá Ingu til að endast með mér til átta um morguninn. Það gekk ekki eftir.
Titlaviðurkenningar helgarinnar:
Vonbrigði helgarinnar: Var það án efa Maja sem varð fyrir vonbrigðum helgarinnar. Undirrituð braut forlátan blómapott þegar hún hrundi í gólfið. Var reyndar búin að henda honum þrisvar um koll og alltaf mætti Sjússi minn með handryksuguna. Svo hurfu 3 súkkulaðistykki úr ísskápnum without a trace. Einn liggur undir grun.
Þjófur helgarinnar: SúkkulaðiSjússi.
Votta Jehóvar helgarinnar: Inga Hrefna og Lísa Leifs. Gerðu ekki annað en að boða kristna trú alla helgina.
Súkkulaði helgarinnar: Jóhann Gísli.
Bjargvættur helgarinnar: Hildur Karen sem lenti næstum í slagsmálum eftir að hún kom Guðrúnu Veigu til bjargar. Ekki í fyrsta né annað skiptið þá helgina.
Setning helgarinnar: “Hvar er Sundi?”
Grúppía helgarinnar: Gunna Jörundar
Stebbi Jak helgarinnar: Stebbi Jak
Eiríkur helgarinnar: Inga Hrefna
Kaup helgarinnar: Gleðitjald Djúpavogsbúa.
Týnda manneskja helgarinnar: Margrét Elísa.
Stælar helgarinnar: Haukur
Fíkill helgarinnar: Jón Kolbeinn – sem reyndar skuldar dílernum 45 þúsund kall fyrir allt kókaínið sem hann reykti og verður hann því handrukkaður innan skamms.
Klósettferð helgarinnar: Guðrún Veiga og Guli.
Vonbrigði helgarinnar: Að komast að því að Guli ætti kærustu.
Dramaqueen helgarinnar: Inga Hrefna - sem var yfir alla hafin.
Hetja helgarinnar: Jóhann Gísli. Án hans hefði SINGSTAR verið dautt dæmi.
Tjald helgarinnar: Gleðitjald Njalla og Gunnars.
Hin heilaga þrennig helgarinnar: Guðrún Veiga, Jón Kolbeinn og Arna. Sem eyddu ALLRI helginni saman. Fyrir utan þegar Jón lá í eiturlyfjamóki fyrir utan Landsbankann.
Rödd helgarinnar: Inga Hrefna. “En hún verður sko orðin góð á morgun”.
Nýi vinur helgarinnar: Sundi.
Sundmaður helgarinnar: Hildur Karen sem synti út í Hrísey. Hvar var Sundi þá?
Stalker helgarinnar: Hörður læknir.
Peysa helgarinnar: Peysan hans Stebba Jak.
Lúserar helgarinnar: Allir sem fóru í Eyjar.
EKKI driver helgarinnar: Guðrún Veiga.
Matsölustaður helgarinnar: SUBWAY. En ársveltan jókst umtalsvert eftir viðskipti okkar vinkvennanna.
Afmælisbarn helgarinnar: Sveinbjörn Orri, a.k.a Zorro.
Áfengi helgarinnar: Gin og LITE. Var eftirfarandi innbyrgt í skuggalegu magni alla 3 dagana.
Þjófar helgarinnar: Hildur Karen og Lísa Leifs sem gerðu sér lítið fyrir og stálu eitt stk síma.
Pikköpplína helgarinnar: “Hæææ, hvað heitir þú?” “Þú ert svo sætur”.
Vonbrigði helgarinnar: Kári vinur Jóhanns. En hann reyndist ekki jafn skemmtilegur og Sundi.
Handryksugari helgarinnar: Sjússi sæti.
Pabbar helgarinnar: Einar Bárða og Stephen Naulty.
Kokkar helgarinnar: Fittý og Heiðar Fernández