30.7.04

AKUREYRI IT IS
 
Eftir marga daga fulla af efasemdum og volæði hefur það loks verið ákveðið að ein með öllu á Akureyri sé staðreynd um helgina!  Græna hettan mun að sjálfsögðu sjá um að flytja okkar fögru botna á staðinn!  Planið er auðvitað að toppa síðustu verslunarmannahelgi, það verður þó erfitt verk.  Hápunktur hennar var án efa þegar ég og Inga fundum Hildi dauða í rúminu og ákváðum að mála hana eins og Lilla Klifurmús.  Á meðan ég hamaðist með eye-liner á nefinu á henni lá Inga í gólfinu og grét úr hlátri!  En neinei vaknar Lili litli þá ekki til lífsins, alveg stjörnuvitlaus og reynir að sparka í hausinn á Ingu með ákaflega fyndnum afleiðingum!  Klifurmúsin var reyndar ekki lengi að drepast aftur og í biturleika mínum tók ég mig til og hellti passóa yfir öll fötin hennar!  Æææ, gúdd tæms!  Hún fann það svo seinna í hjarta sínu að fyrirgefa mér að hafa þurft að vera rauðflekkótt það sem eftir lifði helgar!
 
Góðar stundir!

24.7.04

Jæja, þetta er nú allt að komast í horf! Kann vel við þetta svona, svart og simpúl!  Ég er ekki hætt, tími ekki að gefa þetta alveg upp á bátinn! 

Annars hefur fátt á daga mína drifið! Já nei það er lygi.  Fór á ball með honum Jónsa mínum síðustu helgi!  Hagaði mér alveg eins og fífl og mun aldrei fara á ball með þeim aftur.  Kæmi heldur ekki á óvart ef þeir neituðu að spila hérna út af krullhærðum geðsjúklingi sem ætlaði upp á svið og þegar var reynt að draga hana niður greip hún bara um fótinn á Jónsa og hljóðaði eins og stunginn grís.  Þess má geta að geðsjúklingurinn er með marbletti sem líkjast handaförum út um alla handleggi og er ekki ólíklegt að dyraverðirnir hafi átt einhvern þátt í þeim.  Það voru einn, ef ekki tveir dyraverðir í fullu starfi við að halda mér í siðsamlegri fjarlægð frá Jónsa.  Sem gekk ekkert alltof vel þar sem ég er óstýrlát og geðsjúk með eindæmum þegar vissir karlmenn eiga í hlut!  Annars er ég komin yfir Jónsa.  Ég elska hann en er komin yfir hann.  Komin yfir hann segi ég.  Djöfull finnst mér hann æðislegur samt.  En er komin yfir hann.  Læk tótallí.

 

6.7.04

óóóó...1 og 1/2 tími eftir af næturvaktinni! á ákaflega erfitt þar sem ég hef ekki enn náð upp svefni eftir helgina, var einmitt læst úti til klukkan að ganga 9 á sunnudagsmorgun. skemmtilegt nokk! stuðmannaball var samt mikil gleði en þó ekki meiri gleði en leigubílinn yfir heiðina! svo ekki sé minnst á samlokuteitið á múlaveginum.

fæ bílinn minn væntanlega í hendurnar á morgun, ef að karlinn sem kemur á honum austur drepst þar að segja ekki í nótt eða klessir hann á leiðinni heim. konan gæti líka hætt við að selja hann, fengið betra tilboð eða kannski verður honum einfaldlega stolið. ég er við öllu búin og ekkert mun koma mér á óvart.

ég ætla að fara að leita að einhverju ætilegu, hef ekki fundið homeblest hérna í háa herrans tíð!

3.7.04

Ég er svo pirruð að ég gæti bara ohhh...já djöfullinn ég veit það ekki

- ég hata þessa djöfulsins tussutölvu
- ég er að verða snargeðveik á þessu bílaveseni
- ef ég heyri orðið bíll einu sinni en þá æli ég yfir mig alla
- af hverju í andskotanum er enginn inni á msn?
- mig langar á Stuðmannaball en samt ekki
- ég þarf að fara að vinna á morgun
- djöfulinn sjálfur
- ég finn enga hreina sokka til þess að fara í í vinnuna
- ég nenni ekki í vinnuna
- ég ætlaði að vera voða artí og breyta peysunni minni með því að klippa af henni ermarnar
- þess má geta að hún er farin í ruslið

er að spá í að reyna að kæfa sjálfa mig með koddanum mínum, ég er reyndar ekki nógu heppin til þess að það takist

2.7.04

Sæl nú,

Er búin að finna mér annan bíl að öllum líkindum. Reyndar ekki Yaris. En þessi er bara keyrður 24.000 km og var sýningarbíll. Svo hefur einhver gömul kona hefur notað hann til þess að keyra út í búð og til baka síðustu 6 árin. En Polo er ekki Yaris. Ég hef svo sem ekki stórar áhyggjur af því að ég fái hann einhverntíma í hendurnar, ætli hann springi ekki í loft upp um helgina, honum stolið eða gamla konan verði bráðkvödd? Tjahh maður spyr sig.

Annars fór ég á Douglas Wilson & Týr í gær og hólíguakamólí! Ég er ástfangin. Leðurbuxurnar virðast alveg gera það fyrir mig! En ekki allir hafa gerst jafn frægir og við Hildur. Mennirnir í Týr voru reiðir og görguðu á okkur þegar við fórum fyrir sjónvarpið í Shell í gær. "SIT DOWN"! Var ansi smeyk við þessa síðhærðu antikristi.

En tónleikarnir voru frábærir og voru rifjaðir upp nokkrir gullmolar frá síðustu verslunarmannahelgi t.d.
"Stebbi mig langar að sofa hjá þér"
og ekki má gleyma
"Einar ég elska þig"
síðast en ekki síst
"Hildur komum fremst, komum fremst"

Huginn - Höttur á morgun.

ÁFRAM HUGINN!
&
ÁFRAM PORTÚGAL!