30.6.04

Hefuru?
Strokið að heiman? einu sinni ætlaði ég nú aldeilis að strjúka, komst út á tröppur með fullan bakpoka af litum og eina litabók. Veit ekki hvort ég hafði í hyggju að lifa á listinni einni saman en svo var svo kalt úti að ég ákvað að fresta þessu um óákveðin tíma.
Valdið einhverjum ástarsorg? doubtful, very doubtful
Verið ástfangin? Ég virðist frekar falla fyrir dauðum hlutum en lifandi sbr. tölvan mín og ástkær yarisinn minn sem ég átti í viku. En jújú, ég hef átt mín móment með ástinni.
Grátið þegar einhver deyr? ég fer að grenja ef einhver talar um dauðann, jesús minn…
Brotið bein? á sjáfri mér nei, á öðrum já..
Logið? díses, annað hvert orð sem út úr mér kemur er helber lygi

Trúiru á:
Ást við fyrstu sýn? ó nei
Guð? reyndar já, þó ótrúlegt megi virðast
Skrímsli? ég er geðveik en ekki svona snargeðveik
Geimverur? nahhh…
Drauga? ohhh, já einum of mikið. Ég sé fólk í hverju horni þegar ég er ein heima

Hvort er betra:
Coke eða pepsi? diet kók fyrir mig takk
Sprite eða 7up? jakk
Sundlaugar eða heitir pottar? fer ég í sundbol eða? Hélt ekki!
Dökkhærðir eða ljóshærðir strákar? aðallega dökkhærðir sko, stundum ljóshærðir! En alls ekki aflitaðir

Hitt kynið.....
Stutt eða sítt hár? er frekar veik fyrir síðu hári sko
Hverju tekuru fyrst eftir? hárinu og höndunum
Göt einhverstaðar? bara þessi náttúrulegu fyrir mig takk!

Hver:
Fær þig til að hlæja mest? pifff, það geta allir fengið mig til að hlæja og ég hlæ alltaf mikið og oftast mest af öllum
Fær þig til að brosa? vinir mínir. Þið vitið hver þið eruð. Leiðinlegt að vera að nefna nöfn því maður gleymir alltaf einhverjum
Er skotinn í þér? hmm, gömlu karlarnir á sjúkrahúsinu aðallega

Hefuru einhvern tímann:
Setið og beðið eftir símtali alla nóttina? það hefur hent já
Óskað þess að þú værir önnur en þú ert? halló? Hver myndi ekki vilja vera Jennifer Aniston? Brad Pitt!! Halló!
Óskað þess að vera karlmaður? nahh…er allavega ekki með kynskiptaaðgerð á prjónunum eins og er
Óskað þess að líta öðruvísi út? hahahahahahaha ég er nú hrædd um það

Hér er svo ennþá meira:
Myndiru giftast vegna peninga? ég veit það ekki, ég væri vís til þess já
Hver er uppáhalds ávöxturinn þinn? banani held ég
Hver er uppáhalds staðurinn þinn? rúmið mitt og Seyðisfjörður að sjálfsögðu
Dreymir þig í lit eða svarthvítt? djöfullinn ég veit það ekki
Manstu fæðinguna þína? ó hvert einasta augnablik er ljóslifandi í minningunni
Sólsetur eða sólarupprás? er veik fyrir báðum
Slökkt eða kveikt á ljósum þegar þú horfir á sjónvarp? slökkt, hver hefur kveikt þegar hann horfir á sjónvarpið? Nema nottla þegar hann er einn heima
Trúiru á töfra? vafasamt vafasamt
Færðu martraðir? fæ aðallega martraðir þegar ég er vakandi. Var ég búin að minnast á yarisinn?
Hlustaru á tónlist daglega? jesús já
Hvað áttu mörg skópör sem þú notar? 7 held ég sem ég nota
Fínt veitingahús eða matsölustaður? Subway fyrir mig takk
Ertu hamingjusöm manneskja? misjafnt, ansi misjafnt
Hversu sítt er hárið á þér? aðeins niður á bak
Hvernig viltu að augun þín verði á litinn? ég kýs nú bara að hafa þau blá áfram
Tekuru einhver lyf? óverdósa á Ibúfen einu sinni í mánuði

28.6.04

Stundum hef ég pælt í því að ég gæti ekki verið neitt óheppnari. BOY, was I wrong!?!

Það átti að fara að koma yndislega yndislega yarisnum mínum austur í morgun. Maðurinn sem sá um söluna á honum fór inn á verkstæðið til þess að ná í hann og þá er hann HORFINN! Ég endurtek HORFINN! HORFINN segi ég! Manninum þótti þetta nú eitthvað undarlegt og við nánari athugun hvað kemur þá í ljós? Einhver algjör bjöllusauður sem vinnur þarna hafði tekið sig til og selt bílinn minn á föstudaginn! SELT BÍLINN MINN! Hann var merktur seldur í tölvukerfinu og allt saman! Eeeen einhver ólæs fáráður SELDI HANN! YARISINN SEM ÉG VAR BÚIN AÐ EIGA Í VIKU! EIGA! EIGA!

Móðir mín hringdi í mig eftir vinnu og það var engu líkara en að einhver hefði hreinlega dáið! Það er skemmst frá því að segja að ég grenjaði úr mér augun í c.a. 2 tíma! En þá hafði ég gengið svo á vökvabirgðir líkamans að ég gat ekki grenjað meira. En nú er ég hætt að gráta og má segja að geðheilsa mín hafi horfið með bílnum. MÍNUM MÍNUM MÍNUM! Ó herra sölumaður þú veist ekki hverju þú átt von á í fyrramálið!

Skrýtið að komast í svona mikið uppnám yfir að missa eitthvað sem maður hefur í raun og veru aldrei átt. En ég var bara orðin ástfangin. Og þess vegna búin að liggja grenjandi uppi í rúmi í mest allan dag. Ég býð ekki í ástandið ef ég væri í ástarsorg!

27.6.04

Einu sinni fannst mér dauðadrukkið fólk alveg ógeðslegt. Fannst best að vera bara létt og skemmtileg. Nú eru breyttir tímar. Ég virðist eiga afskaplega erfitt með að hætta að sturta í mig þegar ég fer á fyllerí. Í gær þurfti einfaldlega að taka áfengið af mér um tíma svo ég myndi ekki enda heima í rúmi fyrir miðnætti. Ohh...ég virðist hafa fengið það í hendurnar fljótt aftur því ekki man ég betur en að löggi hafi skutlað mér heim um 6 leytið í morgun. Alveg ofurölvi að sjálfsögðu.

Það litla sem ég man er, tjahh man reyndar eiginlega ekki neitt bara. Nema ég var alveg sauðdrukkin og féll fyrir verkamanni frá Kárahnjúkum. Bara af því að hann var Portúgali. Hann varð reyndar frekar pirraður þegar ég var búin að kalla hann Nuno Gomes í 2 tíma. Kom mér í skilning um að hann væri ekki Nuno Gomes, Nuno væri trúlofaður einhverri ofurfyrirsætu - tussu eins og ég kýs að kalla hana...ég var alveg heartbroken það sem eftir lifði kvöldsins.

Ég er alveg ógeðslega þunn. Var að troða í mig heilli kjúklingabringu þannig að amma yrði einskis vör. Ég held hún viti ekki að ég drekki. Vona ekki, jesús minn! Hún veit það samt örugglega núna, því ég kom heim í nótt og ætlaði að fá mér appelsínusafa. Það tókst ekki og hellti ég heilum lítra af Brazza á gólfið. Minnir að ég hafi ekki haft rænu á að þurrka það upp. Þannig að ömmu grunar nú örugglega eitthvað.

æææ finn mikla þörf fyrir að æla kjúklingnum sem snöggvast...
...minni samt á mbloggið, glás af myndum sem ég man ekkert eftir að hafa tekið.

25.6.04

Ég hef verið andlaus núna í marga mánuði held ég, hef verið voða róleg í blogginu síðan fyrir jól. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka þetta með trompi, blogga 12 sinnum á dag og verða ábyrg fyrir því að bæði amma og afi verða lögð inn á sjúkrahús þegar símareikningurinn kemur. Eða vera part-timer eins og í ensku forðum daga og blogga 2-3 í viku. Eeeeða bara hætta alltúgethör. Þetta er spurning? Nei samt ekki, hef mikla þörf fyrir það að hætta á toppnum. Og þetta er svo sannarlega ekki toppurinn. Vona ég!

Djöfulsins bíllinn er ekki ennþá kominn og ég á blússandi ferð í stórgóðan hælismat! Þolinmæði er ekki einn af mínum kostum. Ég hringi í mömmu 15 sinnum á dag til að athuga hvort bílasalinn hafi hringt. Eina sem hún gerir er að kvarta stöðugt yfir því að ég sé að gera hana brjálaða. Hún segist vera á góðri leið með að verða hælismatur en neitar að vera með mér í herbergi ef við lendum á hæli saman. Ég hef lofað henni því að hringja ekki í hana fyrr en í ágúst, ef hún bara hringi í bílasalann og spurji hvar helvítis bílinn sé niðurkominn. Ég meina ég þarf að vita hvort bílinn kemur eftir 3 daga eða 3 ár! Hún féllst að lokum á að hringja, með ýmsum skilyrðum reyndar...ég þarf að fara að taka lýsi, vítamín og eitthvað fleira sem ég heyrði ekki þar sem ég var ekki að hlusta. En hún er á Eskifirði og ég á Seyðisfirði þannig að ég lofaði að sjálfsögðu öllu fögru. Það er skemmst frá því að segja að bílasalinn vissi ekki hvar í fjandanum bílinn væri. Ég get varla sofið og er búin með neglurnar á mér. Augljóst að ég þarf að ganga sjálf í málið á morgun.

en móðir góð, þú ert að sjálfsögðu best og við heyrumst í ágúst ;)

23.6.04

ó ljúfa líf! er í fríi lungahelgina og verslunarmannahelgina! er reyndar ekki svo heppin að þetta hafi bara lent svona, ég fór nánast að grenja til þess að fá frí um versló! annars sé ég fram á að vera í c.a. 700% vinnu fram í miðjan ágúst eeeeeennnn fyrir eina kvöldstund með jónsa mínum skal ég með glöðu geði vinna allan helvítis sólahringinn á sjúkrahúsinu!

annars kemst fátt annað að en yarisinn þessa dagana! líður eins og litlum, feitum og ljótum krakka sem er aaaaalveg að fara að fá nammipoka í hendurnar! vona að hann verði kominn fyrir helgi, er nú bara alveg að fara á límingunum ef svo má að orði komast...er farin að sjá mig í hyllingum með bílabón í einni og tjöruhreinsi í hinni! en ef ég þekki mig rétt verður hann þrifinn í bak og fyrir oft á dag fyrsta mánuðinn...en endar svo sem einhver ógeðsleg sóðakerra áður en langt um líður...

góðar stundir

21.6.04

all kinds of everything

- ég nenni ekki í vinnuna á morgun

- ég nenni aftur á móti alveg aftur á seyðisfjörð

- en samt ekki í vinnuna

- ég er búin að horfa á hvern einasta leik á EM, suma jafnvel tvisar

- portúgal er mitt lið

- nuno gomes er minn maður

- og reyndar beckham líka

- kannski figo einnig

- ég keypti mér bíl í dag

- silfurlitaðan yaris

- kæmi mér ekki á óvart þó ég þyrfti að lýsa mig gjaldþrota fljótlega

- en það er í góðu því ég á YARIS

- YARIS YARIS YARIS

fleira var það ekki í bili

17.6.04

missti ég af miklu djammi í gær?

16.6.04

gamall karl: (pikkar í mig) fyrirgefðu en varst þú ekki einu sinni að bera út vikuna?
ég: ha? hérna á seyðisfirði?
gamall karl: já, svona eitthvað í kringum 1975-1980...
ég: nehehei, það verður að teljast nokkuð ólíklegt þar sem ég fæddist ekki fyrr en 1985
gamall karl: jújú, ég man svo augljóslega eftir þér! þú ert yngsta dóttir hans trausta
ég: jesús minn nei! yngsta dóttir hans trausta er komin yfir þrítugt!!!
gamall karl: þetta vissi ég, ég þekkti þig um leið og þú komst inn í búðina! áttu ekki orðið eitt barn? og mann?
ég: hjálpi mér allir heilagir sko! ég er 19 ára, barnlaus, mannslaus og allslaus! ég er DÓTTURdóttir hans trausta og ég held það hafi verið mamma mín sem bar út vikuna á sínum tíma
gamall karl: já svo þú ert sigrún, ég var ekki viss hvor ykkar þetta væri
ég: neeeeei, ég er guðrún, dóttir sigrúnar
gamall karl: á sigrún svona gamla dóttur?

eftir þessa uppákomu mun ég ekki eiga frekari viðskipti við sparkaup á seyðisfirði

14.6.04

hef lítið afrekað síðustu daga. heimsótti fólkið sem ég kalla foreldra mína í gær, eftir stutt stopp þar sótti ég pizzur á 67 á egilsstöðum og brunaði með þær á múlaveginn. ég er að ljúga þegar ég segi bruna því amma var undir stýri. sunnudeginum eyddi ég sofandi af því ég hef tekið upp þann sið að vaka til sex á morgnana og vakna klukkan fjögur á daginn. eftir að ég reis úr rekkju horfði ég á england-frakkland ásamt góðvini mínum honum afa og lagðist aftur undir sæng eftir það. svaf til ellefu, fór í vinnuna hálf tólf og as we speak eru einungis 2 og hálfur tíma þangað til að ég kemst aftur undir sæng.

ó ljúfa líf

12.6.04

er búin að vera geysilega aktív á mblogginu síðustu daga, legg til að þið kíkið á það...

var annars að koma úr eggjaköku og konfektáti á múlaveginum, margar myndir af því sem og næturgöngunni hér...

klara var rekin úr nylon í gær

þetta er maður að heyra

var ég búin að minnast á mbloggið? myndir úr gettúgethör hjá nylon sem og næturgöngu og eggjakökuáti

góðar stundir

9.6.04

jæja...mikið gaman um helgina! ég að sjálfsögðu ofurölvuð og þá er alltaf fjör. mikið og gott en nokkuð óvenjulegt teiti á múlaveginum, meðalaldurinn aðeins hærri en venjulega en jesús allt sem ég man var alveg frábært. og ballið held ég að hafi verið stórskemmtilegt. eftir ballið voru grillaðar samlokur á múlaveginum þar sem áttu sér stað ákaflega djúpar samræður..

inga: vá hvað ég er full
ég: já shit maður en ég?
inga: ég er sko alveg skuggalega full
ég: djöfull er ég full
inga: við erum alveg rosalega fullar
ég: alveg mökkölvaðar

annars er ég á næturvakt og er augljóslega ekki búin að ná upp svefni eftir hamfarir helgarinnar...leit á klukkuna áðan og hjartað í mér missti úr slag af gleði því mér sýndist hún vera 10 mínútur yfir fjögur, við nánari athugun reyndist hún vera tuttugu mínútur yfir tvö...

6.6.04

Sæl nú við erum í hrikalegu sjómannadagspartý á Múlaveginum, Inga Hrefna og hennar fjölskylda eru FJÖLSKYLDAN hvað varðar djamm´! Það sem innbyrgt nú þegar hefur verið er gin, romm. vi´skí, passóa og bjór og hvítvín með matnum og breezer og eplasnafs við erum í fjöriiiinuuuu og erum á leið á ballllll einar lögga kom og skutlaði orra og systrum en við Inga erum með regnhlíf og munum vonandi koma óliðaðar á ball! ví dónt lof sísel and rúnar bött ví lif við it ! góða skemmtun í útslriftarferð HK og SS lifi rokkið...... uhhhh veit ekki meira ich liebe Inga Hrefna hún er b eeeeeeeeest í bláum sokkabuxum aka grímuballsbúning að ömmu ingu sögn ! ÁFRAM ÍSLAND OG HUGINN

GUÐRÚN VEIGA . . . . . . OUT !

1.6.04

lenti ægilega í því um helgina! hætti mér inn á olís á reyðarfirði og þar leyndist gamall maður sem varð alveg headverheelsinlovewithme um leið og ég gekk inn um dyrnar ásamt litla bróður mínum...

gamli maður: ert þú nýr borgari hérna?
ég: hérna? á reyðarfirði?
gamli maður:
ég: óhóhóhó nei, fyrr mun ég dauð liggja
gamli maður: (bendir á litla bróður minn) átt þú þennan?
ég: NEI! jesús neeeeiii, á ekkert í honum!
gamli maður: hehehehe, núhh hvað áttu þá mörg börn?
ég: ég á bara ekki eitt eða neitt
gamli maður: ég á nú erfitt með að trúa því að myndarleg kona eins og þú eigir erfitt með að geta börn
ég:
KONA?
gamli maður: já, þú ert það sem kallast "pretty woman" á engilsaxnesku

já hann skaut mér skelk í bringu þessi! af hverju geta ekki menn öööörlítið nær mér í aldri farið að forvitnast um virkni eggjastokkanna og kallað mig eitthvað fallegt á útlensku?