Strokið að heiman? einu sinni ætlaði ég nú aldeilis að strjúka, komst út á tröppur með fullan bakpoka af litum og eina litabók. Veit ekki hvort ég hafði í hyggju að lifa á listinni einni saman en svo var svo kalt úti að ég ákvað að fresta þessu um óákveðin tíma.
Valdið einhverjum ástarsorg? doubtful, very doubtful
Verið ástfangin? Ég virðist frekar falla fyrir dauðum hlutum en lifandi sbr. tölvan mín og ástkær yarisinn minn sem ég átti í viku. En jújú, ég hef átt mín móment með ástinni.
Grátið þegar einhver deyr? ég fer að grenja ef einhver talar um dauðann, jesús minn…
Brotið bein? á sjáfri mér nei, á öðrum já..
Logið? díses, annað hvert orð sem út úr mér kemur er helber lygi
Trúiru á:
Ást við fyrstu sýn? ó nei
Guð? reyndar já, þó ótrúlegt megi virðast
Skrímsli? ég er geðveik en ekki svona snargeðveik
Geimverur? nahhh…
Drauga? ohhh, já einum of mikið. Ég sé fólk í hverju horni þegar ég er ein heima
Hvort er betra:
Coke eða pepsi? diet kók fyrir mig takk
Sprite eða 7up? jakk
Sundlaugar eða heitir pottar? fer ég í sundbol eða? Hélt ekki!
Dökkhærðir eða ljóshærðir strákar? aðallega dökkhærðir sko, stundum ljóshærðir! En alls ekki aflitaðir
Hitt kynið.....
Stutt eða sítt hár? er frekar veik fyrir síðu hári sko
Hverju tekuru fyrst eftir? hárinu og höndunum
Göt einhverstaðar? bara þessi náttúrulegu fyrir mig takk!
Hver:
Fær þig til að hlæja mest? pifff, það geta allir fengið mig til að hlæja og ég hlæ alltaf mikið og oftast mest af öllum
Fær þig til að brosa? vinir mínir. Þið vitið hver þið eruð. Leiðinlegt að vera að nefna nöfn því maður gleymir alltaf einhverjum
Er skotinn í þér? hmm, gömlu karlarnir á sjúkrahúsinu aðallega
Hefuru einhvern tímann:
Setið og beðið eftir símtali alla nóttina? það hefur hent já
Óskað þess að þú værir önnur en þú ert? halló? Hver myndi ekki vilja vera Jennifer Aniston? Brad Pitt!! Halló!
Óskað þess að vera karlmaður? nahh…er allavega ekki með kynskiptaaðgerð á prjónunum eins og er
Óskað þess að líta öðruvísi út? hahahahahahaha ég er nú hrædd um það
Hér er svo ennþá meira:
Myndiru giftast vegna peninga? ég veit það ekki, ég væri vís til þess já
Hver er uppáhalds ávöxturinn þinn? banani held ég
Hver er uppáhalds staðurinn þinn? rúmið mitt og Seyðisfjörður að sjálfsögðu
Dreymir þig í lit eða svarthvítt? djöfullinn ég veit það ekki
Manstu fæðinguna þína? ó hvert einasta augnablik er ljóslifandi í minningunni
Sólsetur eða sólarupprás? er veik fyrir báðum
Slökkt eða kveikt á ljósum þegar þú horfir á sjónvarp? slökkt, hver hefur kveikt þegar hann horfir á sjónvarpið? Nema nottla þegar hann er einn heima
Trúiru á töfra? vafasamt vafasamt
Færðu martraðir? fæ aðallega martraðir þegar ég er vakandi. Var ég búin að minnast á yarisinn?
Hlustaru á tónlist daglega? jesús já
Hvað áttu mörg skópör sem þú notar? 7 held ég sem ég nota
Fínt veitingahús eða matsölustaður? Subway fyrir mig takk
Ertu hamingjusöm manneskja? misjafnt, ansi misjafnt
Hversu sítt er hárið á þér? aðeins niður á bak
Hvernig viltu að augun þín verði á litinn? ég kýs nú bara að hafa þau blá áfram
Tekuru einhver lyf? óverdósa á Ibúfen einu sinni í mánuði