25.5.04

skjár1 er búinn að spila sama myndbandið með Nylon þrisvar núna síðan klukkan 2...ég get ekki horft á þetta, ég er bara hrædd við stelpuna með stóru augun. þau eru eins og undirskálar sem ætla mann allan að gleypa, svo er hún alltaf að glenna þau eitthvað eins og þau séu ekki alltof helvítis stór fyrir. ég verð bara svoldið óttaslegin þegar hún glennir þau svona á mann, skíthrædd um að þau poppi úr totunum á henni og komi í gegnum skjáinn!

er að fara að helvítis vinna eftir klukkutímna, var alveg búin að steingleyma hvað er ógeðslega leiðinlegt að vinna vaktarvinnu. vildi helst vera að vinna frá 8-5, reyndar vildi ég helst ekki þurfa að vinna neitt ef út í það er farið.

en já, veit einhver um einhvern sem er að fara til Egilsstaða eftir fjögur á fimmtudaginn? þá sko frá seyðisfirði! skil ekki af hverju amma og afi skildu krúserinn ekki bara eftir heima og fengu mér lyklana í hönd..?!

24.5.04

ó er á næturvakt, mannskemmandi að þurfa að mæta þunnur í vinnuna. maður ætti að fá frí í allavega 3 daga eftir fyllerí. svona til þess að finna sjálfan sig!

hékk á múlaveginum í nánast allan dag og beið eftir að mér yrði boðið í mat, sem tókst að sjálfsögðu. veit ekki hvort ég legg samt í það að fara þangað aftur...dýrið hanna þórey?!? segi ekki meir.

er að pæla í að fara heim næstu helgi, þarf að fara í ökumat og svona! en svona án gríns spyr ökukennarinn nokkuð um slys eða árekstra? þá get ég alveg klippt ökuskírteinið mitt og sleppt því að eyða pening í þetta ökumat!

23.5.04

var ég búin að segja ykkur að villi kyssti mig á kinnina?

...það er nú bara næsti bær við hjásofelsi!
ómægat...alltof mikið að rifjast upp fyrir mér! ég henti mér upp á svið og greip um fótinn á Villa! svo fór ég bara upp á svið eins og ekkert væri eðlilegra. það var í fyrra skiptið sem mér var hent út, man ekki alveg af hverju mér var hent út í seinna skiptið.

úff ég nenni ekki í sturtu, nenni ekki neinu. ligg bara hérna eins og eitthvað ógeð, drekk 2ja lítra topp með röri og er að horfa á love actually. er ekki einu sinni búin að þrífa framan úr mér málninguna en það er seinni tíma vandamál!

djöfull var samt gaman í gær
djöfull langar mig í hamborgara
Jesús minn! Ég vaknaði alveg í sjokki, viss um að ég hefði týnt visa-kortinu mínu í gær! Ég leitaði og leitaði, var komin með tárin í augun og símann í hönd til að hringja í mömmu. Ohhh....rek ég svo ekki augun í það á gólfinu inni á klósetti, þvílíkt fífl! Held samt að það hafi lítið verið straujað, minnir að ég hafi enn á ný smyglað mér ókeypis inn með einhverju rugli! Ég held ég hafi logið því að ég hafi verið að útskrifast en hefði týnt húfunni minni og þóttist að sjálfsögðu vera í algjöru rusli!

Djöfull var hrikalega gaman! Mér var samt hent út tvisvar fyrir að áreita Villa...en svo kyssti hann mig á kinnina til þess að losna við mig og ég sveif alveg eftir það sko. Úff ég alveg elska hann. Og ég gerði honum það ljóst í gær hversu mikil ást mín væri...æjæjæj! Stundum held ég að ég sé bara best geymd lokuð einhversstaðar inni!

úff það er alveg skuggaleg þynnka að hellast yfir mig, ætla að liggja í rúminu í allan dag!
sko...

...ég elska villa!
bara elska hann og elska!
sko er komin heim af ballinu! ég elska villa og reyndi mikið að nálgast hann en var alltaf hent niður af sviðinu! svo kyssti hann mig á kinnina, var ég búib að segja frá því? elska villa, elska hann og elsja hann meira en allt! svo þegar ég var alltaf að koma upp á svið var m´æer bara hent út en ég kom að sjálfsögðu aftur...;)

en var hent út aftur!

æðislega gaman, á ekki eftir að muna neitt....sem er gott helf eéga!
sko ókei!

var að koma heim, elska villa! reyndi aðp nálgast hann er mér var hent öfugri af sviðinu! reyndi aftuir og var þá hent út en kom aftur og þá kyssti hann mig á kinnina og ég mun lifa hamingjusöm að eilæifu!

22.5.04

sko já...er með passóa í einni og lite bjór í hinni...voða er ltyklaborðið skrýtið svona undir áhrifum! vantar ingu! en fittý og magga elísa fóru að fá sér í köku og svo eruara egilsstaðir þar sem villi minn fallegi fallefi etr að spila...ohhh..sætasrtur heims sko! en annars er með passóa í einni og bjór í hiunni...varég b´æuin að segja það! lyklaborðið er eitthvað skrýtið eða odd eins og það legast á ensku...já voða gaman! guð hvað éwg elska seyðisfjörð og fittý og sjússa og ingu (sem ert ei meðakd vor) pg vlöddu...

luyklaborðið er ekki í algi...ætlað að drekka smá meira þá lagast allt..

en er sko ekki að drekkkkasa mamma!
soko lofa að blogga alltaf þegar ég er fukll...er samt ekki full í alvöru sko mamma...neinei..

en já er a'ð drekka passóa og borða poppkex..
ohh...hitt bloggið var komið alveg í klessu! veit að þetta er alltof líkt þínu bylgja mín en þetta var það eina sem ég fann sem var einfalt og leit allt í lagi út! ég breyti þessu örugglega fljótlega!

eeennn var að koma heim af næturvakt og er búin að eyða klukkutíma af dýrmætum svefni í að laga þetta helvítis drasl...og það ekki í fyrsta skipti! alltaf eitthvað af þessi djöfulsins helvíti! á ekki langan svefn fyrir höndum þar sem bíða mín veislur í öðru hverju húsi í dag, nánar tiltekið tvær! og geri ég ráð fyrir því að þurfa að fara á fætur eftir minna en fjóra tíma til þess að sjæna mig til áður en þessar veislur verða heiðraðar með minni nærveru! svo er það að sjálfsögðu fyllerí í kvöld, ætla þó að reyna að hafa einhvern hemil á drykkju minni eftir hamfarir síðustu helgar...en við sjáum hvernig það fer!

20.5.04ég bara skil ekki! svona fagur! 19 sæti? ég mun aldrei jafna mig á þessu.

kominn miðvikudagur og skemmst frá því að segja að ég held að ég sé ennþá þunn...ætti kannski ekki að koma neinum á óvart!

þegar ég er svona ein þá tryllist ég gjörsamlega af ímyndunarveiki ef það er ekki hávaði allt í kringum mig! það er kveikt á bylgjunni inni í eldhúsi sem og uppþvottavélinni þó að ekki séu nema 3 hlutir í henni, í mínu herbergi er það rás 2, þvottavélin og þurrkarinn eru í gangi, friends eru í vídjóinu og svo er ég með heyrnatól á hausnum...þess má einnig geta að kveikt er ljós í öllum herbergjum! ég þarf að sofa með svona grímu því ég get ekki farið að sofa með slökkt ljósið svona ein! stundum held ég að ég hafi ekkert þroskast síðan að ég var 5 ára! amma og afi henda mér örugglega út þegar þau sjá rafmagnsreikninginn...

guli jakkinn (mæ treidmark) eyðilagðist ekki á laugardaginn! það held ég að þið ættuð að telja góð tíðindi...þá er bæði hægt að halda áfram að fylgjast með öllum mínum ferðum á fylliríum og ekki sjéns að týna mér!

17.5.04

mikil og góð gleði í gær...þó sumir hafi farið ansi hratt inn um gleðinnar dyr og bömmerinn eftir því! veit ekki hversu mikið ég get sagt um kvöldið...þar sem minnið nær yfir ansi takmarkaðan hluta þess!

nenni eiginlega ekkert að skrifa um þetta...mikil ofurölvun eins og sést á færslunum hér að neðan og ógurleg gleði, er ennþá að melta úrslitin..

er að látast úr þynnku og ömurlegheitum...
...ætla að skella mér í baðkarið

16.5.04

ég á ekki til orð yfir sjálfa mig! man ekkert! nema það var voða bömmer á tímabili yfir jónsa! dó valla? hvert fór fittý? hvað varð um sjússa? vladda er augljóslega eini vinur minn og udda að sjálfsögðu!

19.sæti?
ruslana druslana sko!

15.5.04

nííííííína þú ert ekki lengur hér! sko...sjússi er aað drekka lite ekki ég! hahahaha
voða gaman þó að jónsi minbn hafu ní ekkki unnið en samt elska hann óg´p miuhjgið ægkó gaman..allir í stuði partý valla ekki dauð ennþá..óitrúlegt en sartt

elska seyðó...
er ruslana búin að vinna? rusl? ruslana? ég er svo aldeilis hlessa!

þarf að drekka aðeins meira til að melta þessi úrslit!
trúi þessu ekki!
fokking halló...nóhóhó..ætla að segja mig úr evrópu strax á morgun og flytja til grænlands í mótmælaskyni!

djöfulsins sko

sáuðui jónsa? jeminn jesús maría og allir lærisveinarnir líka! og cecil..sko!

sáuði hann úff hóli mólhóhóli..


valla fulla næstum dauða
óóóóómægat sko jónsi jesús maría jesús jósep og lopó ...hólí gvaka mólí! shit hvað hann var sætur og svlaur og hvað var þetta vel sungið? jesús jesús...ég elska hann elska hann opg elska hann hóli krapp ég grét bara! óóómægat var ég búin að segja hvað þetta væri flott...4 bjórar búnir og allt í góðu..held ég nema valla sem er búin með heila rauðvínsflösku og tjahh er orðin jahh...ansi keik!

ómælgt sáðu jónsa?

oooohhh jónsi sko!

ég elska hann baraþ...bara elska hann út af lífuinu...alveg í klessu..!
gæti smurt honum á kexköku úff..

rósa hver sko?
c.a 3 tímar í júrógleði! landfræðin er komin á hreint...

ég - belgía með stellubjór að sjálfsögðu og reyndar smá partur af danaveldi því sjússi klúðraði kaupunum
vladda - smirnoff ice og þar af leiðandi rússland
sjússi - tjahh..það er eitthvað á reiki síðan danmörk datt úr keppni
fittý - ísland..piff ætla ekki einu sinni að tjá mig um það mál en höfum það á hreinu að það tengist jónsa mínum, mínum, mínum, mínum ekkert!
valla - spánn en samt sem áður með brízer í hönd...helvítis svindl alltaf hreint!

fámennt en góðmennt

mikil gleði framundan og djöfull ætla ég að henda mér í gólfið og sleikja sjónvarpið þegar jónsi minn, minn, minn stígur á stokk! ef ég verð þar að segja ekki fjarri góðu gamni því ég á það til að fara ansi hratt inn um gleðinnar dyr þegar jón jósep er annars vegar!

áfram jónsi!

(minn, minn, minn, minn, minn, minn)

12.5.04

voða eru allir falskir í þessari júróforkeppni! vitiði hvað vantar? MIG, í bláu pilsi, fjólubláum ógeðsbol, með fjólublátt hár og öll löðrandi í glimmeri, syngjandi hit me baby one more time! ó good times sko! ég hlýt að hafa verið á sterkum lyfjum þegar ég lét fá mig út í þann fjanda og gjörsamlega ómeðvituð um eigin sönghæfileika (sem eru takmarkaðir) sem og nýjustu tískustrauma! jæja fjandinn hafi það á maður ekki rétt á einum mistökum?9.5.04

Úff ég leggst alltaf lægra og lægra...var að vinna á stuðmannaballi! Í allt kvöld þvældist ég um á háhæluðum skóm og týndi glös og annan ófönguð af borðum! Og fólk alltaf að tuggast á sama brandaranum..."ehhheehh ertu glasabarn"...var að reyna að vera ógurlega almennileg og hlæja af þessum lélegasta brandara heims eeeeennnn það varð alltaf erfiðara og erfiðara að kreista fram sparibrosið eftir því sem leið á kvöldið! Fyrir vikið var ég sökuð um að vera truntuleg og ein kerling sagðist sjá það á mér að ég væri hreinræktuð tík! Hreinræktuð, ég sem er góðmennskan og tillitsemin uppmáluð!

Minna en vika í búferlaflutning til Seyðisfjarðar, sem undir venjulegum kringumstæðum væri gott, jafnvel frábært! En ég þarf að vera ein heima svo lengi og ég nenni aldrei að þvo fötin mín, fyrr en í fyrsta lagi þegar ég er farin að þurfa að vera í sundbol í stað nærfata.

Hæstvirtur þingmaður Dagný Jóns var á balli. Skuggalega fer hún í taugarnar á mér! Ekki þekki ég hana neitt en ég leyfi mér samt að láta hana fara í taugarnar á mér. Hún horfir alltaf á mann með svona einhverju lúkki, þú veist brosir og nikkar ef maður lítur á hana. Eitthvað svona vót-mí nikk. En ég kýs ekki Framsókn þó þú sleikir skítinn undan skónum mínum Dagný mín kæra! Alltaf þegar ég leit á hana brosti hún smeðjulega, augljóslega búin að gleyma því sem ég sagði við hana á sjómannadagsballinu!

sjitturinn, titturinn, mellan og hóran sko...
...klukkan er sex!

7.5.04

Í dag var ég næstum því að drukkna úr eigin hamingju yfir nýja hárinu! Sátt við Guð og menn hélt ég í vinnuna, ellismellirnir mínir voru nú ekki alveg á sama máli og djöfull voru þeir helvíti hreinskilnir! Sumir þekktu mig ekki einu sinni...ég fékk allavega að heyra ýýýýýmislegt!

..."af hverju léstu gera þetta?"

..."ég kann ekki við þig svona?"

..."er Guðrún Veiga hætt?"

..."hvaða unga kona er þetta þarna með skrýtna hárið?"

..."þú varst miklu sætari í gær!"

..."þú er eins og PókaHontas"

..."ætlar þú ekki að láta að laga þetta?"

..."hver komst í hausinn á þér?"

..."hún er bara eins og norn"


ég er án alls efa drulluniðurbrotin og augljóslega með ljótara hár en mig gat nokkurn tíma grunað!

5.5.04

suma daga hef ég afskaplega mildan áhuga á pólitík aðra daga veit ég ekki neitt meira spennandi! eins og þessa dagana...þar sem davíð sjaron vill ekkert frekar en að knésetja baugsmenn áður en hann fer úr embætti og fíflið hann halldór með lafandi tunguna á eftir honum því nú er stólinn góði loksins í augsýn og því borgar sig að vera stilltur...að missa sig svona í eigin hagsmunasemi og einræðistilburði fjúff...og svo allur þessi heilaþvottur...

...stundum er ég ekki frá því að ég sé hægri sinnuð, það er sem betur fer ekki nema fáa daga á ári, ég held ég sé staðsett vinstra megin við miðjuna hvað sem það nú þýðir! en hvað sem verður skal ég aldrei kjósa neitt það sem slefandi og heiladauði hálvitinn hann halldór ásgrímsson kemur nálægt! nei aldrei segi ég!

fyrir utan áhyggjur mínar af jóhannesi í bónus er hamingjan alveg blússandi...
...9 dagar í seyðisfjörð
...9 dagar í þunglyndiskvöld með fittý
...9 dagar þangað til að ég hætti í vinnunni og mun aldrei föndra stakan helvítis hlut á ævinni aftur
...10 dagar í upphitunarfyllerí
...11 dagar í júróvisjón

þetta verður að teljast nokkuð mikil hamingja þegar ég á í hlut

3.5.04

ég er á góðri leið með að verða mígandi helvítis geðveik! snjóar úti? já! djöfulsins shittífokking helvíti! er ég með kvef? já og er að drukkna í eigin hori og vesæld! ég er búin að eyða alltof miklum tíma með sjálfri mér um helgina...ég gæti bara ælt yfir mig, mikið svakalega er ég leiðinleg svona til lengdar! ég hef ekki farið úr náttfötunum síðan ég vaknaði á laugardaginn! ég er algjör royalskítaflebbi! ég stend mig stöðugt að því að hrópa fúkyrði á sjálfa mig í speglinum...enda hef ég þjáðst af óvenju miklum ljótleika þessa helgina, kannski vegna þess að ég hef ekki greitt mér síðan á föstudaginn...hver veit?

ég ætla að taka móment og reyna að hugsa fallegar hugsanir...
nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, Jónsi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi, nammi...

...ég hef ekki borðað nammi síðan Ingólfur nam land

fyrir utan eina karmellu um síðustu helgi, en hvað er það á milli vina?