29.4.04

hvað get ég sagt? ég hef verið eitthvað stífluð síðustu vikuna! ekki veit ég hvur djöfullinn amar að mér því venjulega kjaftar á mér hver tuska!

andskotans ökuskírteinið mitt rennur út á föstudaginn og ég þori ekki í þetta fjárans ökumat því ég er svo hrædd um að kennarinn spyrji hvort maður hafi valdið einhverju tjóni á þessum 2 árum! og hvað á ég þá að segja..."uhh já, ég velti út í skurð c.a. 3 dögum eftir bílprófið og 9 mánuðum seinna keyrði ég á shellsjoppuna og eyðilagði ljósin, stuðarann sem og húddið" ennþá furða ég mig á því að mamma og pabbi skuli tala við mig ennþá...og hvað þá lána mér bílinn í tíma og ótíma! shit og hvað ef hann spyr hversu oft ég hef næstum klesst á? "hmm... í hvert skipti sem ég setst undir stýri klessi ég "næstum" á eitthvað" mér yrði aldrei hleypt í neitt ökumat eftir þessa yfirheyrslu...ég yrði bara svipt á staðnum og stimpluð stórhættuleg bæði mönnum og dýrum...

20.4.04

afmælishátíð hefst eftir minna en klukkutíma, enn er enginn pakki kominn í hús! ég gef ykkur sólahring...annars hafið þið fyrirgert tilverurétti ykkar...

19.4.04

minna en mánuður í júróvisjón, minna en mánuður í seyðisfjörð, minna en mánuður í gleði og...

3 DAGAR Í AFMÆLI!

ég bendi ykkur á að senda mér gjafir á þessu afmæli, þar sem að ég verð ekki viðræðuhæf á því næsta! Þá verð ég mætt fyrir utan ÁTVR um leið og það opnar og mun liggja dauð þar fyrir utan það sem eftir lifir dagsins! Þannig að það er ráðlegast fyrir ykkur að gefa mér bara stóra gjöf núna sem dekkar bæði afmælin....ég verð örugglega ekki viðræðuhæf í margar vikur eftir næsta afmæli og þegar ég loks verð viðræðuhæf verð ég sett á Vog...og ég nenni ekkert að taka við afmælisgjöfum þar...þá verða hinir alkarnir bara öfundsjúkir..!

mig langar í ógeðslega mikið...

hjól...(munið, þið eruð að gefa fyrir 2 afmæli og eitt er STÓRafmæli)
ferð til Istanbul til þess að geta séð Jónsa minn læf...(enn á ný...2 afmæli!)
skó...(einhverja dýra, því þetta eru sko 2 afmæli)
stafræna myndavél...(ég meina annað afmælið er tvítugsafmæli!)
svo má auðvitað alltaf gleðja mig með geisladiskum...t.d. nýja hans George Michael, bara smá tip! Eða jafnvel Eivör...
kannski mætti líka splæsa miða á Pink...

...ég geri fastlega ráð fyrir því að eiga alla þessa hluti eftir næsta miðvikudag!


15.4.04

...Páskarnir fóru já...betur en ég átti von á! Reyndar voru þeir bara andskoti góðir! Ég dröslaðist til Reykavíkur á föstudaginn...eiginlega gegn vilja mínum og í skítafýlu við tjahh...ansi marga! En um leið og ég kom inn fyrir borgarmörkin sá ég ljósið...og varð ógurlega sátt við að hafa drullað mér með! Þá hafði ég eytt síðustu 8 tímunum í að plana hvernig ég ætlaði að vera í fýlu alla páskana..! Og láta alla vorkenna aumingja mér fyrir að hafa misst af partýi og böllum...oooog Jónsa mínum! En þessi plön mín fuku út um veður og vind...sem betur fer!

Ég fór í fyrsta skipti á ævinni í brúðkaup á laugardaginn...og djöfullinn maður...ég er ekki sátt við hvað ég er að verða eitthvað soft! Ég var eiginlega grenjandi allan tímann í kirkjunni...aðallega af sjálfselsku þó, því það rann skyndilega upp fyrir mér að ég á að öllum líkindum aldrei eftir að gifta mig! Svo var þetta bara allt eitthvað svo fallegt....sérstaklega þegar brúðhjónin tóku upp á því að krjúpa í gríð og erg...þar á meðal þegar ekki var til þess ætlast! En það er önnur saga! En ég er orðin svo mikið softí að réttast væri að berja mig! Og það fast! Bara um leið og afi leiddi Guðrúnu inn kirkjugólfið mátti maskarinn fara að passa sig.....djöfull...þarf að fara inn í herbergi og blóta duglega í klukkutíma eða svo...bara til að vera viss um að ég sé ekki búin að týna mér...my true colors sko...

En díses...ég var búin að ákveða að beila bara á ræðumennskunni í brúðkaupsveislunni svo segir móðir við mig þegar við erum að labba inn í kirkjuna....."þú verður að halda smá ræðu Guðrún mín...annars verða allir svo svekktir!" Ég harðneitaði auðvitað...enda ekki tilbúin í nein ræðuhöld! Og reyndi að stinga hana af inn í kirkjuna! Ég slapp nú víst ekki svo auðveldlega úr klóm móður minnar og þegar í veisluna var komið tilkynnti hún mér að hún myndi láta veislustjórann vita að ég ætlaði að segja nokkur orð...! Sko...undir venjulegum kringumstæðum hefði verið ekkert mál að halda einhverja ræðu...en þegar maður fær c.a. hálftíma til þess að finna eitthvað til þess að láta 40 manns hlæja að tjahh...þá er eins gott að það var hvítvín og rauðvín á borðum! En ekki eins gott að sitja við borðið hjá mömmu sinni og pabba og þykjast ætla að þamba eitthvað..! Ég byrjaði á því að sturta í mig hvítvínsglasi á ógnarhraða...sem átti að vera með forréttinum...mitt glas var löngu tómt áður en hann kom á borðið! Svo skrapp mútta á klósettið...það er skemmst frá því að segja að hún kom aftur að tómu glasi! Svo kom að þessari fjárans ræðu minni...og ég man bara ekkert hvað ég sagði...ég ausaði bara einhverju út úr mér og sagði svo allt í einu "skál fyrir brúðhjónunum"....og sýndist mér á lýðnum að ræða hefði endað helst til snöggt! Minnir að útlit brúðgumans á hans yngri árum hafi verið minn helsti brandari...meira veit ég ekki!

Annars sat ég eiginlega alla veisluna og át borðskreytingar...sem voru svona Jellybeans...ógeðslega gott! Og labbaði ég á milli borða og hakkaði í mig í eins og mér einni er lagið...

en meiriháttar helgi...og þessi væmni í mér verður að endast ykkur ævina á enda...því ALDREI AFTUR...nei aldrei aftur...

7.4.04

ohhh...lífið er svooo erfitt núna! Ég get ekki gert upp við mig hvort ég á að leggja land undir fót og bruna suður með familíunni til að fara í brúðkaup...þar sem er b.t.w ætlast til þess að ég haldi ræðu...já blááááedrú! Ekkert mál ef ég gæti sturtað í mig einhverju og stokkið svo á svið, þá léki ég án efa á alls oddi! En hjartað í móður minni myndi sjást ekki mega við þeim ósköpum öllum!

Eða hvort ég á að beila sem ræðumaður, vera eftir heima og fara í brjálað starfsmannapartý á sunnudag! starfsmannapartý=haugafyllerí ooooog Papaball

það er stórt vandamál að ákveða þetta...hvorki alnæmi né hungursneyð komast í hálfkvisti við þessi vandræði mín...

2.4.04

Ætla að reyna að halda andstyggðinni sem og hrokanum í lágmarki í dag...
...hef ekki mikið að segja nema að Grétar stakk sig sjálfur! Koooommmon sko...3 SKURÐIR OG BARA 8 SPOR! Hann hringdi ekki einu sinni í lögguna til þess að gefa lýsingu á manninum heldur lét hann vin sinn sækja sig "á meðan hann hann faldi sig sárkvalinn inni í einhverju skoti" eins og stendur einhversstaðar...á morgun segir hann svo að hann hafi ekki þorað að gefa lýsingu því að þetta var meðlimur í Litháensku mafíunni! Sem b.t.w. er uppspuni frá rótum...efast stórlega um að einhver mafíósi myndi ráðast á þennan aumingja fyrir utan 10-11 að degi til og rispa hann með smjörhníf...!

Já...hann "stakk" sig sjálfur með teskeið örugglega...svona miðað við áverkana!

I rest my case...

1.4.04

Gleði mín var geysileg fyrir ekki svo löngu þegar ég uppgötvaði að á meðan ég föndra með ellismellunum er alveg deeeeeadsexy sjúkraþjálfari í næsta herbergi..!! Eftir það opnaði ég allar hurðir á föndurherberginu svo að ég gæti séð honum bregða fyrir sem oftast...svo var ég að vinna ein á síðasta fimmtudag þegar laxi droppar bara inn eins og fínn maður og biður um teiknibólur! Reyndar er hann hollenskur og átti mjög erfitt með að koma því út úr sér hvað hann vildi! Fyrst byrjaði hann að pata höndunum eitthvað út og suður og biðja um "bólupinna"...ég vissi nú ekki hvern andskotann maðurinn var að meina og var þar að auki alveg í hnút vegna kynþokka hans...! Svo segir hann "uuu...nál..nálípinna" Áfram hélt ég að vera heimsk og sótti handa honum nálar...honum var ekki skemmt! Svo tók hann upp á því að láta eins og hann væri að pota einhverju í rassgatið á sér...og rak svo upp eitthvað ægilegt öskur svona til leiktilbrigða!! Og þetta átti ég að skilja sem TEIKNIBÓLUR...! Sem ég gerði auðvitað ekki...heldur stóð ég bara eins og fífl og horfði þennan leikþátt hans! Og gat ekki ímyndað mér hvað hann vildi mér á meðan hann potaði svona ákaft í rassinn á sér..! Ég frétti það skömmu síðar að honum hefði vantað teiknibólur...ekki endaþarmsmök..;) Ég lét þetta auðvitað ekki á mig fá og hélt áfram að hafa dyrnar opnar í von um að sjá hann...þó ekki nema sekúndubrot!

En Guð er ekki alltaf góður maður og var ég að heyra að sjúkraþjálfarinn væri hvorki meira né minna en 36 ára!!! Á dauða mínum átti ég nú von en ekki þessu! Ég hafði verið að gæla við þá hugmynd að hann væri kannski 23-25 ára!! 36 ÁRA!! Hann hefur augljóslega farið í lýtaaðgerð helvítið af honum! En það er skemmst frá því að segja að öllum dyrum á föndurherberginu hefur hér með verið lokað og ég er hætt að horfa á manninn sem gæti jafnvel sloppið með að vera pabbi minn!!