9.2.04

án alls efa var fyndnustu helgi lífs míns að ljúka...
...mín brá undir sig betri fætinum og skellti sér í fjörðinn fagra og bara jesús, ég tel sko niður dagana í sumarið! á föstudaginn skelltum við okkur á Láruna ég, Sjússi, Vladda og tíkin hún Hildur þar sem að ég lenti í klónum á ansi keikum norskum sjóara sem hafði ekki látið okkur í friði allt kvöldið. hann hékk fyrir aftan okkur og sagði..."úúú don´t be afraid, i´m only a dancing man from Norway" svo náði hann að handsama mig og á meðan ég var að dansa við hann þá var hann alltaf að reyna að hvísla mér eitthvað...fyrst var það "my name is Bjorn Thorn...in english it´s Bear Thunder"...ég hélt í alvöru að ég myndi deyja ég hló svo mikið svo hvíslaði hann "im 22 years old and i´m a virgin...would you like to join me down to my ship?"....uuuu djíííí let me think..! uuuu nei!!! þá laug ég í hann að Hildur væri ansi heit fyrir honum og losnaði við hann samstundis! og ekki leið á löngu þar til að hann var komin fyrir aftan Hildi..."don´t be afraid...i´m only a Norwegian dancer"...! ææææ ég hef sjaldan hlegið eins mikið!

við óðum snjó upp á mitti á leiðinni heim en löggan kom okkur svo til bjargar og gerði heiðarlega tilraun til þess að bakka með okkur upp Múlaveginn sem gekk ekki upp og urðum við að gjöra svo vel að labba..! minnstu munaði að ég hefði þurft að eyða nóttinni í fangageymslum lögreglunnar eftir að hafa haft ýmislegt í hótun við aumingja mennina ef þeir myndu ekki skutla mér upp að dyrum...!

laugardagskvöldið hófst svo ansi sorglega...biturleikinn yfir Jónsa var þó lítill sem enginn enda getur jafnvel verið að ég sé að þroskast...þó er ég efins! Ég, Sjússi og Hildur hófum kvöldið sötrandi yfir popppunkti og restin lofaði ekki góðu...! Svo héldum við á Láruna enn á ný og nú voru norsku sjóaranir farnir og komnir rússar í staðinn...eldgamlir rússar! nokkrir höfðu sig í það að bjóða manni niður í skip...jesús...ég ætti ekki annað eftir en að koma þrammandi niður landganginn á rússnesku gámaflutningaskipi "morguninn eftir"! svo var einn sem gafst ekki upp og elti mig bókstaflega út um allt...þess má geta að hann var örugglega eldri en afi minn...að lokum var ég orðin svo reið að ég sló hann utan undir af öllu afli og var næstum hent út af barnum fyrir vikið enda ekki fyrsti maðurinn sem ég danglaði í það kvöldið...

svo ætlaði Urður beibí að skutla okkur í eftirpartý en festi sig svo skemmtilega að það varð að hringja í björgunarsveitina...sem var já ansi sérstakt! í eftirpartýinu var svo maður sem ég hélt á einhvern undarlegan hátt væri norskur...ég sat við borðið hjá honum og var að segja við einhvern hvað hann væri eitthvað skuggalegur og ég væri bara skelfingin uppmáluð þegar hann liti á mig! seinna í gleðinni kom hann til mín og spurði af hverju ég væri hrædd við sig....jahh...þá reyndist manni vera íslenskur eftir allt saman..! en já...ansi skrautlegt eftirpartý...og fyndnasta helgi heims á hátt sem ekki er hægt að útskýra því þetta er svona had tú bí ther helgi ;)