28.1.04

á mánudaginn sagði gömul kona í föndrinu það fallegasta sem nokkurn tíma hefur verið sagt við mig...
"það verður nú eitthvað mikið úr þér þó þú sért svona horuð"
...ég endurtek HORUÐ! og nei..hún er ekki blind!

en svo skemmdi hún það allt í dag þegar hún tilkynnti mér að allir þeir sem væru í góðum holdum væru sko skemmtilegir...og ég væri svo sannarlega skemmtileg!!

svo kyssti hún mig á kinnina og bað að heilsa manninum mínum og börnunum...

23.1.04

merkilegt...
...ég á augljóslega enga vini! eina fólkinu sem virðist ekki standa á sama um mig getur ekki einu sinni skrifað nafnið sitt undir í kommentunum! en mér er alveg sama...alveg sama um allt...því það er ball með Jónsa mínum 7.febrúar... og geðheilsan er í lágmarki eins og sjá má..!

lítið hefur á daga mína drifið síðan 9.janúar eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á...
...byrjaði að vinna við föndur með ellismellunum á elló í síðustu viku sem er já...ansi áhugavert! Ein kerling spurði hvað ég væri gömul...og ég sagði að verða 19 og hún hrökk næstum upp af og sagðist hafa haldið að ég væri að minnsta kosti 32ja ára!! Og allar vilja þær vita hvað ég á mörg börn og hvað ég og maðurinn minn höfum verið gift lengi..!! Í þeirra augum lít ég út eins og 32ja ára piparjónka sem endar alein, gömul og grá sem enginn mun sakna þegar hún deyr og verður sjást að lokum étin af köttunum sínum....já framtíðin er björt! nema ég er hrædd við ketti og rotna sjálfsagt bara á stofugólfinu í firði...

ákvað að skella mér í ræktina í gær...sem ég hefði kannski ekki átt að gera! ég labbaði í gegnum íþróttasalinn þar sem var einhver kennsla hjá litlum krökkum í gangi og eitthvað virtist leiðin í ræktina nú hafa breyst síðan...jahhh...1997 eða svo...ég já labbaði sem sagt í gegnum salinn...voða kúl og sportí í rykföllnum íþróttabuxum og eina íþróttabolnum sem fataskápurinn minn hefur að geyma...bauð íþróttakennaranum góðan daginn og hélt svo að ég væri á leiðinni niður í kjallara en labbaði inn í einhverja geymslu og stóð þar eins og villtur fáviti...og þorði ekki fram til að spyrja hvert maður ætti að fara því að þá væri eins og ég færi aldrei í ræktina og væri hreinræktuð sófakartafla...sem ég auðvitað er! Ég stóð þarna í pínustund og velti því fyrir mér hvernig ég kæmist út aftur óséð en þá kom íþróttakennarinn og sagði ..."þú kemst ekki langt þarna"...djöfull var ég eins og drulla...stóð þarna rammvillt inni í einhverri geymslu en reyndi nú samt að halda andlitinu þegar hann vísaði mér veginn í ræktina...ég horfði á sokkana mína og muldraði "..uhh..vá...uhhh...shit hvað ég hef ekki komið hingað lengi"...og andlitið fauk út um veður og vind..!!

bið ykkur vel að lifa að sinni...

9.1.04

ohhh...það er kona í sjónvarpinu sem vill meina að súkkulaði sé hollt!
ég elska þessa konu...
úúúúúú...þau eru í vínsmökkun í Ísland í bítið...
...ég hef vart komið nálægt áfengi síðan að Ingólfur nam land!

reyndar hafði ég ýmislegt á prjónunum fyrir áramótaballið en fékk svo þetta ágæta "tak" í bakið en var samt ennþá að gæla við þá hugmynd að reyna að skriðlast á ball!...bar hugmyndina svo undir mömmu og nahhh..."maður fer sko ekkert að drekka bjór og haga sér eins og kjáni þegar maður er á svona sterkum verkjalyfjum"... kjáni...hahahaha! æj hún er best..;)

ætla að einbeita mér snöggvast að smökkuninni...

7.1.04

svo klár...er að læra að setja myndirnar úr símanum hingað...
...og já þetta er augað á mér!

Mun örugglega setja áhugaverðari myndir inn í framtíðinni...
...klukkan var 08:58, ég hafði hreiðrað um mig með teppi og upphitaðan pizzuafgang fyrir framan sjónvarpið og skalf úr spennu því glæstar vonir voru að byrja...ég meina, Taylor í dauðateygjunum og ýmislegt hrikalega spennó! Ennnnnn óóó nei....guð minn góður ætlaði ekki að láta eftir mér þá ánægju að troða í mig pizzu og væla yfir glæstum...STÖÐ 2 RUGLAÐIST! Þetta fékk svo á mig að pizzan stóð næstum í mér og hafði ég hug á að hringja beint í Jón Ásgeir...en lét mér nægja að hringja í þjónustufulltrúa sem tilkynnti mér það að ekkert tryggingargjald hefði verið borgað fyrir þennan mánuð?!?! Tryggingagjald gargaði ég á hana..."er ekki nóg að borga bara helvítis áskriftina...?" þá verður fröken þjónustufulltrúi voða pirruð og biður mig að lækka róminn og nota ekki þennan tón við sig...ég varð nú bara ennþá æstari og hvessti á hana "veistu ekki að Taylor er að deyja?"...! díses!! hún skildi ekki upp né niður..."hver er að deyja?" jæja ég róaði mig og spurði hvað þetta tryggingargjald væri hátt...670 fokking kall!! enn á ný datt mér í hug að bjalla í Jón Ásgeir en hélt ró minni og þar sem hvorki ma né pa var neyddist ég til að punga 670 kalli úr eigin vasa í eitthvað sem kallast tryggingargjald myndlykils...!! Eftir útpungunina spurði ég hvort hún gæti ekki opnað dagskrána fyrir mig í hvelli....ég meina Oprah er klukkan 10...! En nei því miður væna...dagskráin hjá þér opnast ekki fyrr en um 5 leytið!!

Óóóó...eins gott að nágrannar verði ekki búnir...
...annars eiga Baugsmenn mig á fæti!!

6.1.04

jesús...ég er svo södd að ég stend alveg á blístri..! ef ég væri í skyrtu þá myndu hnapparnir poppa af einn af öðrum..! var að enda við að borða alveg delissíus pizzu sem ég og faðir bjuggum til í sameiningu! jahh...reyndar var botninn hálf undarlegur kannski sökum þess að ég hrærði í hann...en ég verð seint kölluð "júsfúl in the kitsjen"...föður leist svo ekkert á blikuna að hann tók við stjórninni þegar ég var búin að klístra deiginu á mig alla!...en eníveis..á pizzunni var hakk, sveppir, tómatar, laukur, paprika og örugglega eitthvað fleira...æj voða var hún góð! og ekki veitti mér af að éta mig svona sadda þar sem ég á ennþá í stríði við hinn illvíga anorexíusjúkdóm....uhu...já!

ég stoppaði fyrir heilbrigðisráðherra þegar hann var að fara yfir gangbraut á Egilsstöðum í dag...
...ég hefði átt að strauja heivítið!

ég ætla fara að leggja mig einhversstaðar...afvelta af ofáti...

5.1.04

jæja meine kinder...
ég er sokkin niður á sama plan og ríkisstjórnin...! lofandi einhverju upp í ermina á mér en stend svo ekki við rassgat í bala! en jæja...

eftir að hafa velt því fyrir mér í næstum mánuð að hætta að blogga hef ég komist að niðurstöðu! þann 27. desember síðastliðin var ég alveg harðákveðin að þetta væri bara búið spil! en svo var ég að vinna í fatahenginu á árshátíðinni hjá frystihúsinu og u.þ.b. annar hver maður fór að spyrja hvort ég væri "bara hætt"...já ólíklegasta fólk! sumir komu upp að mér með háskalegan glampa í augunum og otuðu að mér fingrinum og görguðu "17 desember...:ég loooooooofa..."...já á tímabili var ég skelkuð! í mörgum tilfellum var áfengismagn ei innan velsæmismarka þannig að ég fékk bæði faðmlög og svo næstum barsmíðar! svo fylltist móðir áhyggjum og hefur spurt mig í gríð og erg "hvvvaa...ertu hætt að blogga?"...og ég spurði hvort að henni væri ekki alveg sama..."uuu..jújú" en ó nó móðir góð þér er sko ekki sama! Enda hef ég ítrekað fengið þess spurningu í hausinn hérna innan veggja heimilisins síðan 17.des..! eftir allar þessar uppákomur finnst mér ég eiginlega ekki geta hætt..

jæja...
jólin...
...hjá mér voru þau stórfín! í jólafríinu var ég að vinna á pizza 67 sem pizzusendill! lærði margt hagnýtt, t.d. að brjóta saman pizzukassa og að það er pilsner í pizzudeigi! held að þetta starf sé ekki sniðið fyrir stressbolta eins og mig..."næstum því" bílslys voru nokkur þegar bílinn tók upp á því að snúast í hringi í hálkunni og festi ég mig ekki ósjaldan...einnig munaði ansi oft litlu að ég hefði næstum því bakkað á...! fyrstu 2 dagana las ég alltaf vitlaus á pantaninar og allir sem vildu fá 2 lítra kók með pizzunni sinni fengu hvítlauksolíu en ekkert kók! ég nokkuð mörgum tilfellum datt ég á rassgatið með pizzurnar í höndunum og var alltaf að biðja fólkið að tjékka hvort pizzunar væru nokkuð klesstar...í örfáum tilfellum heimtaði fólkið nýja! auðvitað ekki mér að kenna heldur hálkunni! oft átti ég erfitt með að halda andlitinu því fólk kom til dyra á brókinni, í vafasömum náttsloppum, eða jafnvel á prjónabrók og ýmislegt þar fram eftir götunum!

en þetta var samt alls ekkert leiðinlegt þó að mömmu hafi örugglega dottið það oftar en einu sinni í hug að leggja mig inn einhversstaðar því að alltaf þegar ég fann ekki heimilisfangið sem pizzan átti að fara á brunaði ég heim í einhverju stresskasti og gargaði á mömmu að finna hvaða fólk ætti heima á þessu heimilisfangi til þess að ég myndi átta mig á hvert ég ætti í ósköpunum að fara..!! já stundum er erfitt að rata á Eskifirði!

fékk ægilega flottan síma frá ma og pa í jólagjöf, svona með myndavél og ef einhver vildi vera svo vænn að kenna mér hvernig ég kem myndunum hingað inn þá væri það vel þegið..! djöfull svo fékk ég svo mikið af einhverjum sturtusápum og ég sem var ekki ennþá búin að klára þessar síðan í fyrra...ég lykta ekki illa í bráð!

áramótin...
...díses! svona 2 dögum fyrir áramót fékk ég eitthvað tak í bakið og gat allt í einu ekki staðið upp úr rúminu...ég þurfti að rúlla mér hálfpartin niður á gólf og taka svo utan um hálsinn á mömmu sem þurfti svo að reyna að koma heljarrassgatinu á mér á lappir! í heilan dag gat ég ekki setið! og á gamlársdag hafði þetta ekkert lagast og til þess að gleðija mig ennþá meira fékk ég í magann af einhverjum helvítis töflum sem læknirinn hafði látið mig hafa við bakinu! Þannig að áramótunum eyddi ég í sófanum með teppi, bryðjandi verkjatöflur og drekkandi kók!

jæja...ég ætla nú ekki að kæfa ykkur með bloggi svona fyrsta daginn í kombakkinu...