17.12.03

jæja...
sjaldséðir eru hvítir hrafnar eins og einhver vitur kona sagði einu sinni! ég þori ekki annað en að blogga sökum sjálfsmorðshótanna í kommentunum hérna fyrir neðan..! einnig sýndist mér Sara vera að hóta að berja mig og eitthvað þar fram eftir götunum..!!

ég er alls ekkert búin að yfirgefa pleisið eða neitt slíkt...tók mér bara þessa fínu netpásu þar sem hausinn á mér var gjörsamlega að springa eftir brjálæðislega netnotkun vetrarins! Og geta ansi margir kvittað fyrir það að ég og Greig eyddum álíka miklum tíma í tölvuveri skólans þennan veturinn og ef ég var ekki í tölvuverinu var ég í fartölvunni...

en annars verður þetta stutt...faðir heimtar afnot af tölvunni!
ég looooooooooofa að blogga í kvöld...

12.12.03

hey...ég er ekki týnd og tröllum gefin...ekki dauð eða farin...
ég blogga á morgun!

5.12.03

ég er að gera í buxurnar úr spenningi yfir Ædolinu...! shit það detta 2 út...! ég giska á samfestingsgelluna í rauðu skónum og hana þarna Sessý...assskot! ég get samt ekki verið viss sko! ég held eiginlega meira með 500 kallinum heldur en honum Helga! eftir að hann sagði í ædol-extra að hann hefði bara brotnað niður eftir úrslitin þá langaði mig lítið í hann lengur! reyndar er 500 kallinn fullur af einhver æðum í andlitnu sem maður er skíthræddur um að springi þergar hann fer hátt upp...! hann er samt svona kjút...kjútí kjúterson...;)

ég er alveg að tapa mér í vitleysu...ætti að vera að gera í buxurnar úr kvíða fyrir stærðfræðiprófinu en ekki yfir spenningi út af þessu helvítis Ædoli..!!

4.12.03

biðst forláts á þessari agnarsmáu framlengingu sem bættist við pásuna!

en já...jesús ég lenti í voða ævintýri á leið minni til Egilsstaða í morgun! Í gærkvöldi gat ég varla sofnað því ég mundi allt í einu eftir einhverri sögu sem Frissi kennari sagði okkur í svona fimmta bekk...hann sagði okkur að ef maður væri að keyra í myrkri á Fagradalnum gæti maður allt í einu séð mann sem væri að húkka sér far...en þetta væri í rauninni draugur...og ef að maður myndi bara keyra framhjá honum og ekki virða hann viðlits þá gæti það skeð að næst þegar maður liti í baksýnisspegilinn sæti hann bara aftur í hjá manni...!!

ég ætlaði sko aldrei að sofna því eftir að ég heyrði þessa sögu hét ég því að ég myndi sko alllllldreeeiii í lífinu keyra Fagradalinn ein í myrkri!! en jesús..ég varð víst að láta verða að því í morgun! ég byrjaði á því að skutla mömmu og krökkunum í skólann og svo lagði ég í hann...!! ég var ekki komin út úr bænum þá var ég alveg viss um að ég hefði séð eitthvað hreyfast í aftursætinu! ég var alveg að fara yfir um og nota bene...ekki enn komin út fyrir bæjarmörk!! mér var orðið skítkalt á puttunum og náföl í framan...! svo brá ég á það ráð að snúa baksýnisspeglinum bara alveg við þannig að ég gæti ekki séð í hann...! þegar ég var komin hálfa leið inn á Reyðarfjörð og á barmi taugaáfalls þá læsti ég öllum hurðunum á bílnum og setti í svörtum fötum alveg í botn...sem að truflaði mig og dreifði huga mínum aðeins! jæja...svo er ég komin framhjá Reyðarfirði og hinn skuggalegi Fagridalur beið mín...ég var orðin svo heltekin af ímyndunarveikinni í sjálfri mér að ég hugsaði með mér "jæja...ef hann er þarna að húkka far þá tek ég hann bara upp í.."...já þarna var ég alveg búin að tapa þeim fáu grömmum af glóru sem ég átti eftir..!

En svo sá ég ljós í myrkrinu...ég sá bíl í fjarlægð og gaf í til þess að geta verið fyrir aftan hann alla leiðina því ég var viss um að "maðurinn" myndi bara húkka sér far hjá fyrsta bílnum sem hann kæmi auga á...í bílnum fyrir framan mig var eldgömul kerling á c.a 50 km hraða og hún gaf mér u.þ.b. 15 sinnum merki um að fara fram úr og á tímabili var hún næstum stoppuð út í kanti svo ég myndi drulla mér fram úr...en óóóó nei...ég gaf mig ekki...hún skyldi sko fá drauginn aftur í til sín!!

biluð?...ha? ég??

2.12.03

jesús...það fór bara að birtast mynd af einhverjum köttum í ansi heitum ástarleik út um allt hérna...! ég neyddist til þess að bregðast snarlega við og skipta um útlit...mér ekki til svo mikillar ánægju og yndisauka! en þetta verður víst að duga fram yfir próf...ef engan tíma í svona lagað..!!

annars er ég ennþá í pásu til morguns...

1.12.03

ég hef í hyggju að taka mér pásu fram á miðvikudaginn 3.desember sökum anna!

later,