27.11.03

góðvinkona mín og félagi Leoncie neitar að segja hvað hún er gömul...óóóó en ég er svo snjöll að kalla þjóðskrána til vitnis og hvað kemur í ljós? helvítis jussan er hvorki meira né minna en 51 árs! annars hef ég stórkostlega samúð með öllum sem urðu vitni að "laugardagskvöldi með grísla litla" um daginn!...hver mætir..? ó engin önnur en asíska skítapestin Æsí Spæsí í öllu sínu veldi...með júllurnar niður á nafla og með bollulærin góðu ber..!! ég átti í alvörunni bágt með að falla ekki í öngviti á staðnum og mátti hafa mig alla við að kafna ekki í eigin ælu! Jussan bliknaði ekki einu sinni...datt greinilega ekki til hugar að henni var einungis boðið þangað sem aðhlátursefni! Hallgrímur Helgason átti mjög greinilega við sama vandamál að stríða og ég! Jesús...svo þegar hún skellti sér upp á svið með sinn óbilandi liðleika að vopni sem og júllurnar góðu sem hún hristi ótt og títt framan í alþjóð! og lagið...hólíguakamólí..."VHIHIHIIÐ KOMU BÆÐI FRÁ KÓBAVOJJJI"...ég hélt auðvitað mínum vana við og öskraði og gargaði fúkyrði á sjónvarpið heyrist þá ekki í pabba "ahh...hún er nú ágæt greyið, hún getur alveg sungið...þetta er svo sem alveg virðingarvert" eitt sekúndubrot íhugaði ég að hjóla í hann...en í stað þess hreytti ég út úr mér allra ljótustu orðum sem til eru í minni orðabók...það nægði til að koma föður í töluvert uppnám sem auðvitað var ætlunin!! en andskotans jússíbollan eyðilagði alveg fyrir mér kvöldið!
jæja...ég er komin aftur spræk(ur) sem lækur! er búin að láta óvenju lítið fyrir mér fara síðustu daga þar sem bloggið mitt virðist vera á milli tannanna á ansi mörgum og jafnvel verið umræðuefni hjá nokkrum kennurum í tímum, jesús hvað ég hefði viljað vera viðstödd en ég á mína bandamenn í flestum áföngum þannig að ég fæ tíðindin beint í æð eftir umræðurnar....

Vitiði af hverju það er ekki búið að gefa út frímerki með mynd af Davíð Oddssyni?
-Af því að sjálfsstæðismenn vita ekki hvora hliðina þeir eiga að sleikja...

hhahahahahhahahahahahahhahahahahahahahaha...
...já og nei ég vill ekki fá einhver komment frá bitrum sjöllum...þetta er brandari!

jæja...verð að fara að læra...
...eða kannski að ég halli mér örlítið á annað augað..! ahh...reyndar hallaði ég mér í korter í morgun...sem varð svo klukkutími!...hallaði mér líka í klukkutíma í gær sem varð að 3 tímum! einnig svaf ég hrottalega yfir mig í sálfræði í morgun...
já ég halla mér í fimm...26.11.03

ég á við andleysi að stríða sökum anna!
blogga á morgun...

later

25.11.03

ég er nú þegar búin að fá tvennt af jólagjafalistanum mínum...yndislega yndið mitt og ástkona Bylgja gaf mér nýja diskinn með í svörtum fötum og grease diskinn...

hvílík hamingja...
...bætir alveg upp ógleði dagsins!!
Nokkrar staðreyndir um árásina á USA, 11 sept, 2001

-Dagurinn þegar árásin var: 11/9 ..... 1+1+9= 11
-11 September er 254 dagurinn á árinu.... 2+5+4= 11
-11 September eru 111 dagar eftir af árinu...
-Landnúmerið fyrir Írak er 119..... 1+1+9= 11
-Tvíburaturnarnir standandi hlið við hlið líta út eins og talan 11
-Fyrri vélin sem lenti á turnunum var Flug nr. 11
-New York City ... 11 stafir
-Afghanistan... 11 stafir
-The Pentagon... 11 stafir
-Ramzi Yousef... 11 stafir (kærður fyrir sprenginuna á World Trade center árið 1993)
-Fyrri vélin var flug nr. 11, með 92 manns um borð.... 9+2= 11
-Seinni vélin var flug nr.77 með 65 manns um borð... 6+5=11

tilviljun...or what??
heyrðu...helvítis kjaftæði!
ég er hætt við að hætta...virðið hótun mína hér að neðan að vettugi! að mínu mati var þetta ekkert ljótt sem ég skrifaði um "viðkomandi" heldur einungis endurtekning á hans eigin orðum... en ég læt ekki eitthvað svona buga mig! ekki til í dæminu! maður verður að standa undir blaðrinu í sér...

óóóóóó æm só bakk in the building!!
þetta er búið spil!
...ég er hætt að blogga!
hvert fór tjáningarfrelsið...
...maður spyr sig!

Guðrún Veiga has left the building!
það er altalað að ég sé alltaf að blogga "ljótt" um kennaranna...jahh..það fór framhjá mér!! eina sem ég hef skrifað um kennara eru sögurnar af Richard...og þær voru ekkert áttu ekkert að vera meintar illa í hans garð!

helvítis kjaftæði!!
mér sko svíður í augun úr biturleika...
vegna nýliðinna atburða er kannski rétt að benda á fokkin copyrightið sem er nú nokkuð áberandi þarna uppi...
ég veit einfaldlega ekki hvort ég á að hlæja eða fara að hágrenja...!!

ég var hjá Sigrúnu Harðar námsráðgjafa og talið barst eitthvað að vinskap okkar Richards...og jesús..tekur konan þá ekki fram eitthvað blað...óóó...þá hafði einhver kennari tekið sig til og prentað út fyrri skrif mín um hatur Richards í garð okkar og dreift á milli allra kennaranna...! ég sat bara þarna eins og mesti auli í heimi á meðan Sigrún næstum meig á sig úr hlátri...ég er á barmi taugaáfalls og annað hvort segi ég mig úr áfanganum eða skrópa það sem eftir lifir annar...

21.11.03

ég er ekki fyrr komin inn úr dyrunum en að bróðir minn byrjar að elta mig eins og hundur út um allt hús til þess að segja mér allt það markverða sem skeði í sex and the city í gær...það þýddi lítið að garga á hann að grjóthalda kjafti því ég væri ekki búin að horfa á þáttinn heldur kjaftaði á manninum hver tuska og hann þagði ekki fyrr en ég launaði honum upplýsingarnar með vænum löðrungi...! þoli ekki þegar fólk segir mér svona óumbeðið...svo hoppaði litli bróðir minn í fangið á mér en tók svo snögglega fyrir nefið og sagði "varstu að prumpa?" ég harðneitaði því alfarið...þá sagði hann að ég væri þá annað hvort svona andfúl eða að það væri bara svona vond prumpulykt af mér...ég vildi nú meina að það væri hvorugt að þefaði af mér í bak og fyrir...þá verður hann alveg eldrauður í framan og tilkynnir að hann haldi að þetta hafi bara kannski verið hann sem var að prumpa...

sérstakt!
biðst afsökunar á bloggleysi sem hefur einkennt undanfarna daga...bæti þetta upp þó síðar verði;) er búið að vera örlítið mikið að gera þessa síðustu og verstu daga, vill oft fylgja því að vera í skóla sko..!
en nei ég er ekkert á leiðinni að hætta að blogga...
...svo við höfum það alveg á hreinu!
later kids...

20.11.03

hver verður númer 30.000?...

19.11.03

jesús...maður er ekki fyrr búin að snúa sér við þá er maður valin einhver liðsstjóri fyrir Fjarðabyggð á einhverju íþróttamóti hérna í næstu viku...! já ég skil undrun ykkar...Guðrún Veiga og orðið íþróttir fara ekki vel saman í setningu! ég var bara í sakleysi mínu að skoða auglýsingatöflunna og rek svo augun í "Fjarðabyggð - liðsstjórar Friðjón Magg og Guðrún Veiga"....já maður spyr sig...!

Ohh....fór heim áðan með Jóu og Röggu! Ohh....hvað maður kann að meta mat þegar maður borðar núðlur í hvert mál...mér hefur t.d. aldrei fundist góð einhver hakkbuff...eða hakkbollur...hvað sem þið viljið kalla þetta en ég hakkaði í mig eins og útigangsmaður á kafi í ruslatunnu...!! Svo eldar mamma auðvitað besta mat heims! ohhh...hvað maður lærir að meta smáa hluti eins og hakkbuff/hakkbollur þegar maður býr ekki heima...
189 skráningar...and counting!! Hver verður númer 190 og sér til þess að ég haldi áfram að blogga?...;)
ég neita að blogga fyrr en það verða komnar allavegana 190 skráningar í gestabók...þær eru 183 as we speak...
...þetta er í ykkar höndum!

18.11.03

eitt sem mér þætti vænt um að vita...og mér þykir sko ekki vænt um margt...! það væri kannski örlítið kvitt í gestabók eða smá komment eða svo...;) málið er að svona c.a 200 eða fleiri skoða síðuna á dag...1200-1400 á viku...og ég veit ekki nema hverjir svona 20 eru af þeim sem skoða hana!!?! it bögs mí...jes it dos...
jæja...þá hafa í það minnsta 10% af Egilsstaðarbúum séð glitta í mínar ástkæru nærbuxur...! var í ræktinni áðan...eins og ekkert svo oft áður og hún var líka svona yfirfull af fólki! aðallega gömlum mönnum með bumbu í einhverju kjólinn fyrir jólin átaki! ég skelli mér keik í eitthvað tæki þarna þar sem þú svona glennir lappirnar alveg í sundur, setur þær upp á eitthvað og ýtir svo lærunum sundur og saman...þegar ég var búin að gera þetta í svolítinn tíma þá finnst mér nú eitthvað vera skrýtið...og ég lít í spegilinn, sem er beint á móti mér en samt svona alveg hinum megin við...og jesús minn á jólunum!!! blasir ekki við mér þetta líka flennistóra gat...í miðju klofi takk fyrir pent..! ohhh...það þarf svoooo sterk bein til að vera ég..!!

En guð hvað það er alveg endalaust gaman að fylgjast með fólkinu þarna...!! Appelsínusvalamaðurinn mætir enn sprækur sem lækur...með 3 appelsínusvala undir hendinni, í þykkri russell peysu sem hann girðir á mjög smekklegan hátt ofan í buxurnar sínar þannig að það myndast þessi myndarlegi björgunarhringur um hann miðjan! Einn karl með hjúmangós bumbu stóð og lyfti lóðum í örugglega svona hálftíma fyrir framan spegilinn og bolurinn lyftist alltaf upp að brjóstum í hvert skipti sem hann lyfti...ojojoj...skemmtilega vel æðaslitin bumba og læti! en hann horfði bara með aðdáunarglampa í augunum á sjálfan sig og lyfti eins og hann ætti lífið að leysa í magabolnum sínum...;)

en já...afmæliskveðju dagsins fær hún Inga mín Hrefna!! henni á ég margt að þakka...!! til dæmis það að vera ekki á kleppi núna...hún hélt föstu taki á mér á Akureyri forðum daga þegar ég ætlaði ótrauð upp á svið til hans Jónsa míns og segja að ég væri gæs svo hann myndi syngja fyrir mig..;)


þetta hlýtur bara að vera djók...
...maður getur ekki í alvöru verið að fara að taka þátt í herra ísland?!
jesús...maður spyr sig!

17.11.03

jesús...eru þið búin að skoða keppendurna í herra ísland? Þetta grey virðist hafa verið með slæmt tilfelli af hálsbólgu þegar á myndatökum stóð;) Jesús...ég veit bara ekki hvað ég get sagt um þennan einu sinni..?!?! ætli maðurinn haldi í alvörunni að hann sé sætur?? Greinilegt að við höldum með þessum...með eindæmum fagur miðað við hina keppendurna og virðist vera sprækur sem lækur! eru bara engir sætir strákar á Íslandi?...

13.11.03

ooohhh...
...það sem á mig er ekki lagt! ég og Sonja skelltum okkur í snæðing í hinum margrómaða söluskála áðan! og úff...
...ég pantaði mér ostabrauðstangir, öðru nafni mozarellaostastangir! djöfulsins helvítis kjaftæði...mozarella mitt feita rassgat sko...!! í fyrsta lagi glitti ekki í þessar blessuðu stangir fyrr en eftir 6 tíma eða svo og svo voru þær bara fullar af einhverjum andskotans kaupfélagsosti...!! óóóó nei...þetta er ekki búið...!! þessar drulluklebruðu stangir voru svo bara ekkert andskotans bakaðar...þegar betur var að gáð og ef maður sleikti kaupfélagsostinn úr þeim þá var hægt að hnoða brauðið aftur saman í deig...
...og ég er ennþá svöng!
ó hver hefur loft allt lævi blandið?
enn á ný hefur Richard Middelton fullnægt sjálfum sér með sinni skemmtilegu kaldhæðni í garð okkar....í gær kallaði hann okkur "the part-timers"...mín kenning er sú að það sé vegna óvenju margra óútskýranlegra fjarvista af okkar hálfu...! Og í dag sló hann sjálfum sér við og kallaði okkur "the terrible trio"...

...hann hefur ekki enn fyrirgefið mér ritstuldinn forðum daga, asskoti langrækinn helvítið af honum!
ætli sumt fólk finni í alvörunni ekki skítalyktina af sjálfum sér? Ég og Lísa sitjum hérna hlið við hlið í tölvuverinu og eigum bágt með að láta ekki lífið úr skítalykt af ákveðnum aðlia hérna í nánd við okkur...

Svarthvíta hetjan says:
ómægat
Svarthvíta hetjan says:
do you smell something?
Lísa!! says:
ojjj....=/
Svarthvíta hetjan says:
hólímólí...
Svarthvíta hetjan says:
þetta er suddalegasta svitafýla sem ég hef á ævinni fundið!
Svarthvíta hetjan says:
mér liggur beinast við köfnun..!!
Lísa!! says:
sammála...ég útnefni þig til að benda honum á þetta
Svarthvíta hetjan says:
greinilegt að einhver verður að taka það að sér..!! djöfull hann andar ógeðslega hátt og með opinn munninn...!! og til að bæta gráu ofan á þá allra svörtustu svitalykt sem ég hef fundið þá er hann hættulega andfúll í þokkabót..!!
Lísa!! says:
já veistu ég held að ég sé í alvörunni að farað æla ...
Lísa!! says:
er hann að tala við þig á msn?=)
Svarthvíta hetjan says:
HVERNIG HELDUR ÞÚ AÐ MÉR LÍÐI...??..ég er við hliðina á svitakjammanum...!! og já við erum að tala um hvað er ógeðslega lykt af þér..
Lísa!! says:
hehehehehh
Svarthvíta hetjan says:
ég finn hvernig þessi lykt er smátt og smátt að sjúga úr mér viljann til að lifa..
Lísa!! says:
ok , bara vera viss...en já vá shit..það eru bara enginn orð til að lýsa þessu þetta er hræðilegt ástand, jaðrar bara hreint og beint við ástandið þegar svarti dauði var og hét....
Svarthvíta hetjan says:
svarti dauði er ekkert í samanburði við það sem ég er að ganga í gegnum þessar síðustu mínútur lífs míns...
Lísa!! says:
er e-ð sem u vilt að ég komi til skila til fjölskyldu þinnar?? e-r lokaorð??

guð sé lof að ég sé gædd þeim hæfileikum að finna af mér lyktina þegar hún er sem verst...

12.11.03

ég er að stíga fyrstu skrefin í átt að heimsfrægð...

...sumir ganga jafnvel svo langt að segja að ég sé á barmi heimsfrægðar!

KVÖLD UNGA FÓLKSINS Í HERÐUBREIÐ Á SEYÐISFIRÐI ÞANN 20. DESEMBER NÆSTKOMANDI!...
...þar sem ég og Hildur verðum kynnar!

...þetta er auðvitað ekki mont - bara hlutlaus fréttaflutningur!

í ensku á að skila inn smásögu...sem gildir 20% af lokaeinkunn...hún á að vera maaaargar blaðsíður...ég og Hildur skiluðum okkar í morgun...

hún hljóðar svo:

The story takes place in space. A place called spaceplace. There is a lot of space in that place. The place is full of space, that surrounds the place, with space. The space, that is the place has a lot of space, that in fact is a place, a place called spaceplace.

hún er mun fyndnari þegar ég leikles hana...


11.11.03

þeir eru mjöööög fyndnir og fá því link...
jesús, maría og jósep...
enn á ný tekst Icy Spicy Leoncie að gera mig orðlausa...

10.11.03

óóóó...ég var að skoða gamalt blogg og fann fyrstu ummerki um ást mína á Jónsa....

"Ég varð einmitt mjög mjög svo ástfangin af Jónsa þetta kvöldið! Hingað til hef ég ekki þolað karakterinn Jónsa en líkaminn Jónsi er allt annað mál! Allavegana þegar ég horfði á hann fara úr bolnum hélt ég að ég væri að sjá Guð, ljósið og allt saman!! Fjúffff....ég stóð nú vart í lappirnar sko enda eðalgrúppía!! Ummmm....."

þetta var skrifað 20-og eitthvað júlí...

sjúkleikinn er orðinn svoooo miklu miklu miklu meiri...

kannski er ég hjálparþurfi...;)
bingó lingó...

viðburðarlaus helgi að venju...en ekki hvað?;)... horfði auðvitað á Idol á föstudag og vissi hreinlega ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta þegar þessi svarthærða...æj...Gunnhildur eða eitthvað söng Proud Mary...ég hef allavegana aldrei elskað Bubba eins mikið og þegar hann sagði að hún hefði stungið sér út í djúpu laugina...en það hefði bara ekki verið neitt vatn í henni....!! ég var svo brjáluð þegar hún var að syngja...gargaði á sjónvarpið og kallaði hana öllum illum nöfnum! Á tímabili talaði ég tungum...pabbi hélt allavegana að ég þyrfti róandi og fannst hún bara alveg "allt í lagi"...sem gerði mig nottla ennþá reiðari! Reyndar tekur Idol áhorf með föður mínum alveg hrikalega á taugarnar því hann heldur með öllum sem ég hata og það fer svoooo fyrir brjóstið á honum hvað ég get verið orðljót..! Oft hefur jafnvel legið við slagsmálum...

Kannski komin tími til að svara hinni margrómuðu spurningu sem virðist brenna á ansi mörgum þessa dagana...!
Af hverju blogga ég aldrei um helgar?
huh...engin sérstök ástæða...! andinn kemur bara ekki yfir mig um helgar...! ég blogga samt alveg stundum um helgar...það er engin sérstök regla hjá mér að gera það ekki sko... og jú við eigum tölvu og jú við erum með netið..!
þá ætti það að vera á hreinu!

eeeeeen ég fékk óneitanlega gleðilegt símtal frá mrs.united states um helgina...! reyndar slitnaði í miðju samtali og fíflið ég reyndi að hringja til baka...en eitthvað gleymdi ég víst að setja 00 fyrir framan...!! en það þykir víst nauðsynlegt fyrir svona símtöl...;) en gleðilegt var þetta engu að síður...held það hafi aldrei verið hringt í mig frá útlöndum áður...eins sorglegt og það kann að hljóma..!! fyrir utan ættingja þar að segja...

well...


7.11.03

Von er á móður á hverri stundu...konan þykist ætla að draga mig búð úr búð því hún ÆTLAR að kaupa handa mér úlpu sem ég Á að ganga í! Pabba varð víst eitthvað um og ó þegar ég hélt fótgangandi af stað í rútuna....á mínum mælikvarða var ég alveg helvíti vel klædd, í þykkri prjónapeysu og læti....en nei....manninum lá beinast við hjartaáfalli þegar hann sá "útganginn" á mér eins og hann kallaði það! "HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA EF ÞIÐ LENDIÐ ÚT AF?" gjall í honum...ég reyndi nú að sannfæra hann um það að ég gerði sjaldan ráð fyrir því að lenda út af en þakkaði honum um leið fyrir að koma þeirri hugmynd inn í hausinn á mér...!! Jæja...svo var ég búin að sannfæra hann að það væri svo stutt að labba þetta og að mér væri aldrei kalt...ókei...hann var sáttur! Svo var ég að segja bless og vaaaaaar að fara út úr dyrunum þegar laxi kemur auga á að ég er berfætt í skónum....og holímóli..."ERTU BERTFÆTT Í SKÓNUM BARN?"...óneitanlega skemmtilegt hvernig hann talar við mig eins og ég sé ennþá 8 ára...ég nennti ekki að hlusta á hann...sagði að ég myndi örugglega lifa þetta af, sagði bless og fór...!! Neinei....klagar ekki manni í mömmu...!! Hún hringdi í mig þegar ég var búin í skólanum og sagði að pabbi hefði einfaldlega ekki átt orð yfir "útganginn" á mér...útganginn??...ég hlýt að hafa minnt hann einna helst á róna eða förumann...!! Og af hverju í ósköpunum ég klæddi mig ekki eins og manneskja?!?!..."ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA VEIK?"...enn á ný voru 10 ár dregin frá aldri mínum!...ég skyldi sko bara gjöra svo vel að kaupa mér úlpu...! ég harðneitaði...bláfátækur námsmaður á vonarvöl eyðir ekki peningunum sínum í úlpu...og auðvitað náði ég að tæla hana til þess að kaupa hana handa mér en ég geri þetta einungis til að halda blóðþrýsting föður míns í lágmarki....!;)

6.11.03

30 einingar á næstu önn eru staðreynd...og fall í svo litlu sem einni einingu þýðir lítið annað en gúdd bæ gradjúeisjon...ég verð væntanlega orðin mígandi geðveik og hinn vænasti hælismatur áður en ég kemst í gegnum þetta allt saman!

en að öðru....það var strák/manni vísað úr Idolinu....ojæja hann var hvort eð er ljótur..! ég myndi allavegana seint hengja upp plaggat af honum...!

hérna er svo viðtalið sem orsakaði það að honum var vísað úr keppninni... ein fleyg setning úr því:

Hver væri þín mesta martröð?
Að detta út í þessari keppni, þetta hefur verið draumur minn síðan það fréttist að Idolið væri að koma til Íslands.


hahahahahaha...! well kallinn minn...lúkks læk að þín versta martröð hafi orðið að veruleika!

hahahahahahaha....!

úúúú....gleymdi alveg að minnast á hápunkt vikunnar..!! DJÚPA LAUGIN!...ég plantaði mér fyrir framan sjónvarpið, andaði með nefinu og reyndi að halda kúlinu..!! guð...Jónsi birtist á skjánum og ég hélt vart þvagi! kúlið fauk út um veður og vind og ég varð að hafa mig alla við að kafna ekki! Birgitta sýndi enn á ný fram á þroskastöðnun sína en Guðjón eða hvað hann hét sem var að keppa var endalaust fyndin og ef að Jónsi hefð ekki verið þarna hefði hann brætt hjarta mitt á nó tæm! en Jónsi átti alla mína athygli og slefið var meira en góðu hófi gegnir! stelpurnar sem voru að keppa voru allar asnalegar nema Margrét Eir...ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar þær voru spurðar í hvaða ráðuneyti þær vildu helst starfa....ein vissi ekki hvað ráðuneyti var og hin vildi planta sér í "forsetaráðuneytið"....hvar sem það er nú til húsa...!! en Jónsi....óóóóó...need i say more?...

5.11.03

andlaus í dag...en hildur hóra hefur ýmislegt um mig að segja...!

4.11.03...ég á einfaldlega erfitt með að hemja mig þegar þessi manneskja á í hlut...!
ég bendi ykkur góðfúslega á þessa grein...

og svo ég vitni beint í stjórstjörnuna sjálfa...a.k.a Leoncie:

"Ég er að fara á nýja staði í tónlistinni. Heitasta poppleyndarmál Íslands, Leoncie, er í þann mund að springa!"

æjæjæjæj....
Elsku elsku krúsídúllurúsínurassinn minn...TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!! Ég sakna þín alveg óóóóógeðslega mikið...;(

3.11.03

Ohhh....æj mig auma...!! Eina sem mig langar til þess að gera akkúrat núna er að liggja undir sæng, horfa á einhverja "bitter-sweet" bíómynd og éta tons and tons af súkkulaði...!! en óóóóóó nei....það kemst sko aldeilis ekki inn í dagskrána...ekki víst hvort ég einu sinni nái að troða því inn á 5 ára planið sökum lærdóms...!!

En annað....mál málanna...!! Á ég að fara í útskriftarferð eður ei...?
Nýja lagið með Leoncie.....alfarið það fyndnasta sem ég hef á ævinni heyrt....!!

Ást á pöbbnum :
Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Chorus

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna (tú er rekinn!!!)
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.

Nota bene...þetta er sungið VIHIHIHIHIIÐ komum bæði frá Kópavogi....!!

Ég veit ekki betur en það sé mikil þörf fyrir þetta góða merki hérna.....læt ekki bjóða mér að einhverjir loðnir feministar séu að væla yfir fallegu fallegu auglýsingunni með Jónsa mínum í....!! Hver kippir sér upp við nokkur brjóst og rassa?....;) halló halló....nekt selur...!! Maður tekur ekki einu sinni eftir þessum allsberu sóðapjöllum maður er svo upptekin að halda þvagi yfir Jónsa....;)