30.10.03

Ég sit hérna fyrir framan salinn að horfa með öðru auganu á OZ...fólkið í kringum mig...djísús..! Ein stelpan hrópar og kallar á sjálfa sig og skammast við persónurnar í sjónvarpinu...einn strákurinn situr hérna vafinn inn í teppi, nei...hann er ekki með teppið bara yfir sér heldur situr hann hérna eins og pulsa...þriðji og síðasti situr með hendurnar svoleiðis á kafi ofan í buxunum hjá sér að það verður örugglega ekkert eftir þarna niðri þegar hann klárar að gramsa...!!...við skulum samt hafa það á hreinu að ég er ekki á hæli...! Eina sem allavegana lítur út fyrir að vera eðlileg er Lísa Maren...en ég veit sjást minnst um það...!!

Ég fann gamalt fréttablað áðan á milli rúmanna á ruslahaugunum (a.k.a herbergið okkar) hjá okkur Hildi....var þá ekki viðtal við Sverri Kára...a.k.a Herra Ísland! Það var eitthvað verið að spyrja hvort 2.sætið í herra skandinavíu hafi komið honum á óvart...?!!

"Þetta kom ekkert svakalega á óvart. Ég var langvinsælasti gaurinn"

Halló pabbi og góðan daginn....!! Taktu hausinn út úr rassgatinu mr. tjökkolat boj!!
Ég missti úr 2-3 slög þegar ég fór í glerbúlluna til Stjönu beibí áðan til að sækja lykla af lesstofunni....úúúúú...hver var þar annar en Simmi tilvonandi eiginmaður minn....ótrúlega fagur yfirlitum að vanda...!! Ahhhh....
Hildur var nú samt búin að hringja í mig til þess að segja mér hver væri á staðnum...annars hefði kannski liðið yfir mig þegar ég sá hann...
Hildur:
úúú...veistu hver er að labba fyrir framan mig...?
Moi:
uuuu...nei..!
Hildur:
Goðið þitt og sonur stærfræðikennarans þíns....
Moi:
(eftir þó nokkarar mínútur af geðveiki og andardrætti...) SIMMMMMMIIII!!!!
Hildur:
Jebb....bless....!

Tíkin gat ekki einu sinni sagt mér hvar maðurinn var staðsettur...en ég dó ekki bjargarlaus og fann hann bara sjálf...!!


29.10.03

Jedúddamía...! Enskukennarinn hann Middleton er alveg fúll of sörpræses...! Kaldhæðnin gjörsamlega skín af honum þegar ég, Hildur og Valdís eigum í hlut! Í dag fengum við að fara úr tímanum til þess að gera ritgerð...en þurftum samt að koma í endann á tímanum að segja "gúdd bæ" eins maðurinn orðaði það! Jæja...við fórum bara upp í herbergi og nýttum tímann í að ræða hvað gæti mögulega verið boðið upp á í hádegismatinn (sem er töluvert mikilvægara mál en þessi ritgerð)...! Svo droppuðum við við hjá Rikka á leið okkar í næsta tíma til þess að segja "gúdd bæ"....hvað segir maðurinn þá..."oh yes... and how was your sigarette-break?" Ég veit ekkert hvurn andskotann maðurinn var að meina...! Hvort hann var bara að ýja að því að við hefðum ekki verið að gera neitt eða hvort hann hafi haldi að við reykjum....? Sem hlýtur þá að gera okkur eitthvað reykingalegar...því allavegana hefur laxi ekki séð okkur reykja svo mikið er víst...(kannski sökum þess að við reykjum ekki)...! Ég get heldur ekki þolað hvernig hann tönglast á nafninu mínu...."Guððððððrún" (nota bene: hann ber það fram með c.a 6 ðum) og ef ég er í tölvunni í tímum..."Guðððððrún what´s so interesting in your computer"...mér væri skapeinast að segja " Well it´s just PORN Richard....just pjúra POOOORRNN". Svo gekk hann nú einum of langt í kaldhæðninni um daginn þegar við 3 vorum að gera eitthvað hópverkefni....svo þegar allir áttu að flytja það þá sagði hann "weeeeeeell, let´s here from the 3 masterminds in the corner"....a.k.a ég, Hildur og Valdís...! Eins og gefur að líta erum við ekki í uppáhaldi hjá Mr. Richard Middleton....jafnvel á ég alla sök á því fyrir ritstuld minn sem hann virðist ei ætla að fyrirgefa mér...en það er önnur saga...!!

28.10.03

óóó....mig langar svooo að segja frá svolitlu en ég á það á hættu að Hildur steindrepi mig ef ég geri það...!?! Well....that´s a risk we´ll have to take...won´t we?...;) Sökum þess hvað ég er hrikalegt barn í mér ennþá og þar af leiðandi ekki enn komin yfir það hvað kúkur og piss getur verið fyndið þá leyfi ég mér að segja frá þessu....! En !VARÚÐ! ekki fyrir viðkvæmar sálir....né þá sem þekkja mig ekki....!!;)

Jæja...þannig er mál með vexti að í gærkvöldi var ég í sakleysi mínu, eins og svo oft áður að fara að tæma þvagblöðruna fyrir svefninn,....svo opnaði ég klóstið og hóóóóóóóóólímóóóóóólí....mætir mér ekki þessi suddalegi drullustynkur og þegar ég náði að opna augun aftur er þá ekki þessi hjúúúúúds kúkahnullungur svamlandi um í klósettinu mínu....MÍNU! (nota bene....ég legg það ekki í vana minn að kíkja ofan í klóstið þetta var augljóslega eitthvað sem kallast getur lán í óláni)...ég ákvað að vera sterk og þrykkti klósettlokinu aftur á og sturtaði niður! Dúllaði mér svo við að tannbursta mig og svona á meðan ég beið eftir að óskundinn myndi hverfa í saltan sjó! Í sakleysi mínu lyfti ég lokinu lafhægt aftur upp....sýndist allt vera í lagi þannig að ég rykkti því bara upp en óóó nei! félaginn var sko ekkert horfinn!! Í örvæntingu minni stökk ég fram og barðist við að æla ekki lifur og lungum....gargaði á Hildi til að redda málunum...! Hildur fór inn á klósett á meðan ég reyndi að loka mig inni í fataskáp....en það fór ekki betur en svo að Hildur lítur ofan í klósettið og byrjar bara að æla....jesús minn...ég vissi ekki hvað var um að vera vegna þess að ég þorði ekki að horfa! En eftir mikið hóst og læti inni á baði ákveð ég að opna augun....stendur Hildur greyið ekki og ælir og ælir og ég eins óneitanlega góð vinkona og ég er fer bara að hlæja og hlæ sko og hlæ og hlæ...Hildur tók svo skref aftur á bak frá klóstinu og hrynur þá eiginlega inn í sturtuna....æjæjæj...þetta var alltof fyndið...! Bendi góðfúslega á að Hildi var ekki hlátur í huga...;) En til að gera langa sögu sutta var Hildur hetjan í herberginu því henni tókst þrátt fyrir mikla ógleði að losa okkur við hnullunginn ógurlega....!! Þetta er algjört had tú bí ther móment...!

Restinni af kvöldinu eyddi ég svo í að sannfæra Hildi um að viðkomandi sem skeit félaganum hefði greinilega ekki skeint sér því enginn pappír var í klósettinu....! Hildur bar óneitanlega mikið hatur í brjósti til mín þegar hún festi svefn.....og það mun væntanlega færast eitthvað í aukana þegar hún kemst að því að ég birti þetta á hinu víðfræga interneti....;)

Ég er ógeð ...ég veit...

Sweet dreams....!;)

27.10.03

Helgin var afkastamikil að venju...! Á föstudaginn gerði ég ekki neitt nema éta nammi og horfa á Ædolið..! Laugardagur...jahhh...það var nú eiginlega komið kvöld þegar ég vaknaði...þá horfði ég á Crossroads...(eins low og það kann að hljóma)...og borðaði meira nammi..! Sunnudagur....huh....vaknaði á ókristilegum tíma, hefði átt að vera að læra en sló því öllu saman upp í kæruleysi og gerði...já....akkúrat ekki neitt...!

Það hefur bæst nýr diskur við óskalistann...! Krákan með Eivöru Páls...! Þið hafið þetta á bak við eyrað kids....;)

Æj...ég á alveg óneitanlega hugulsama vini! Fimmtudaginn síðastliðin var ég með Söndru Rut inni í Bónus...þá tekur hún sig til og rífur myndina af Jónsa mínum af draumakassa...;) Í dag kemur svo Sigfríð færandi hendi með svona "stand" með Jónsa mínum á...! Og svo toppaði Hildur þetta allt saman með því að birtast hérna með þetta líka risa plaggat af ástmanni mínum....! Ég vona bara að heimsóknum inn í herbergið okkar fari fækkandi sökum vaxandi Jónsageðveiki minnar....er ekki frá því að mennirnir í hvítu sloppunum kæmu ef þeir sæju veggina hjá mér núna...!!
Andleysið ætlar mig gjörsamlega alla að gleypa....! ...og letin virðist vera að yfirbuga mig...! æj *geisp*...ég blogga á eftir...;)
óóóóó....forvitnin gjörsamlega yfirbugaði mig! Ég hef enga sjálfsstjórn what so ever.....!! já...ég kíkti hver vinnur Bachelor....ææææ...!

26.10.03

óóóóó....ár síðan ég byrjaði að blogga...!! ;)23.10.03

Hörður Torfa kom hingað áðan í leðurhönskum...til þess að röfla við mig um að það væru of mikil læti fyrir framan salinn...! Svo kom hann aftur til að spyrja hvort þetta væri félagsheimili hérna.....nahhh...ég sagði honum nú að þetta væri víst heimavist...enn var Höddi hommi í leðurhönskum...! Honum krossbrá greinilega að salurinn sem hann hafði fengið til tónleikahalds væri á heimavist..! En svo kom hann enn og aftur og sagðist vona að ég væri ekki orðin leið á sér....nei kids ég sagði honum ekki sannleikann....og bað mig að gefa sér volgt vatnsglas...! Og þess má geta að enn var laxi í leðrinu..!
Æj...það sem á mann er lagt;)
Jæja kids...
hvað skal segja...? Urður situr hérna við hliðina á mér í móðursýkiskasti vegna þess að Hörður Torfa gekk hérna framhjá...! Eina sem mér datt í hug þegar ég sá hann var FFFAAAAAAAGGGG....;) Fordómar...? Já ég heyri ekki betur..! Æj manngarmurinn má svosem alveg vera saurþjappa í friði en hann er endalaust í Séð&Heyrt að röfla um að hann sé gengin í hjónaband og hvað hann er ástfanginn....plís kíp this tú jorself Mr.Torfason...! Mér finnst óneitanlega lítið til hans koma sem tónlistarmanns og þess vegna er hann ekki mikið merkilegri en hver annar sem gengur framhjá manni...!

Það kom ædol auglýsing áðan og ég fór eitthvað að segja við Urði hvað ein gellan þar væri ömurleg....syngi illa og væri alltaf eins og ótínd vændiskona til fara....neinei er þá ekki fokking manneskjan gift bróður pabba hennar...!!! En ekki hvað??

22.10.03

Ef þið finnið ykkur knúin til þess að gefa mér gjafir á næstunni þá eru þessir hlutir efst á óskalistanum:

- 1000 kossa nótt með Bubba
- Hjartagull með 200.000 naglbítum
- Nýi diskurinn með BangGang

Ég bíð spennt...

Eitt atriði sem vefst örlítið fyrir mér....! Idolið á að vera í beinni útsendingu á föstudag, right?....ég meina það er símakosning og alles...! Dómararnir eiga samt að vera þarna til að kommenta....en á sama tíma og Idolið er í loftinu á Bubbi að vera með tónleika á Eskifirði...?!?! Guðrún ekki skilja núna...
Jöminn....Týslan var að segja mér að það hefði verið vitnað í mig á X-inu áðan..! Asskot að geta ekki heyrt þetta...! En gaman að þessu samt sem áður...;)

Það vildi svo skemmtilega til að ég leit í spegilinn áðan...klukkan var svona c.a 11 og mér fannst ég líta eitthvað hálf skringilega út...já meira en venjulega! Við nánari sjálfsskoðun áttaði ég mig á því að ég var í bolnum öfugum...með miðann utan á hálsmálinu..! Svona var ég búin að vera síðan 8 í morgun og ekki nokkur einasti maður virðist hafa haft rænu á því að segja mér þetta...! Gott að vita hvað maður á góða vini....;)

Later kids..
Jæja...ég er orðin sátt við lífið og tilveruna aftur...! Þetta "útlit" var ekkert að gera sig..! En nó vorrís kids, ég mun halda ótrauð áfram í leit minni að hinu fulkomna "blogskini" eins og þetta heitir víst á fagmálinu! Er samt að vonast eftir hjálp frá ákveðinni manneskju...en við sjáum til hvernig þetta fer allt saman!

21.10.03

Já...ég er ekki frá því að gamla lúkkið verði sett upp "first thing tomorrow"....ég get ekki tjáð mig í þessari væmnu og innanpíkulegu veröld...!
Þangað til þá...
Ég veit ekki alveg hver skoðun mín á þessu nýja útliti er....! Það er einhver hálfgerður væmnisbragur yfir því...! Rétt upp hönd sem vilja fá gamla aftur...;)

20.10.03

Æj mig auma, mig hlakkar svooo til jólanna;)....Ég sat alein inni í herbergi í gær að hlusta á Last Christmas með þeirri ágætu hljómsveit WHAM!.... efast ekki um að foreldrar mínir haldi að ég sé mígandi geðveik...! Kannski koma menn í hvítum sloppum og taka mig fljótlega, loka mig inni og gramsa í heilanum á mér...komast svo að því að ég er stórhættuleg hinum sótsvarta almúga og ég verð lokuð inni forever...!

Hver veit, hver veit....

Muss gehen...bara einfaldlega verð að líta í bók fyrir hið ágæta þýskupróf á morgun!

Later kids..;)
Guð hvað ég er fegin að vera á lífi!...Rútubílstjórinn í morgun kom því næstum til leiðar að allir farþegarnir myndu kveðja þennan heim og annan..! Ég gat ekki betur séð en helvítis mannfjandinn væri með einhverskonar hópslátrun í huga...! Til þess að færa rök fyrir máli mínu vorum við lögð af stað frá Eskjó klukkan 20 mínútur yfir 8 að staðartíma....og komin korter í fokking 9 hingað upp í Egilsstaði...! Eðlilegt?...óóóó nei! Halló pabbi og góðan daginn.... ekki einu sinni ég tek Fagradalinn á minna en hálftíma...!

En hvað er til í því að Hirgitta Baukdal sé að stela ástmanni mínum honum Þorvaldi Bjarna?...

17.10.03

Almáttugur...pabbi gerði í alvörunni heiðarlega tilraun til þess að sannfæra mig um að Herbert Guðmundsson væri "góður" söngvari..! Á dauða mínum átti ég nú von en ekki þessu...ég reyndi að sannfæra hann á móti að hann væri hommi..(sko Herbert..)..;) en hann brást bara hinn versti við þannig að umræðuefnið var fellt niður...!

Mér fannst rétt að láta ykkur vita af því að Hemmi Gunn er útskrifaður en hann segir að hjartaáfallið hafi næstum riðið sér að fullu....og einnig er laxi hættur að reykja...! Jújú...þetta las maður í Fréttablaðinu síðan í gær...! Þar kennir nú einmitt ýmissa grasa...t.d. eru Portúgalarnir "okkar" góðu á leið í verkfall því þeir fá ekki borgað og hafa ekki enn fengið hlífðarfatnaðinn sem greyjunum var lofað..! Djöfulsins meðferð á fólki og misnotkun á vinnuafli...! Og þeir hafa ekki einu sinni fengið útborgað...!?!....Hvern andskotann á þetta að þýða?? Jæja nenni ekki að ræða þetta mál núna...!

Ég hélt nú samt hreinlega að ég myndi látast úr hlátri áðan þegar Margeir hækjumaður fór að grenja í Ædolinu....og í þokkabót á öxl Simma..! Æjæjæj...ef þetta fólk hefði nú bara snefil af sjálfsvirðingu! Og feiti skuplustrákurinn að syngja SEXBOMB....aldrei hefur eitt lag átt eins illa við og þá...

jæja ég ætla fara að tjékka á hvort foreldranir séu enn í góðu lagi....þau sitja nefninlega límd yfir Hebba Guðmunds...ég heyrði meira segja pabba segja áðan "já..ég hef alltaf fílað hann.."....jesús, maría og jósep..!

16.10.03hahahaha...þetta fann ég á netinu...! Sjálfsmyndir síðan í fyrsta bekk..! Hvílík snilld..! Og mér finnst einstaklega skemmtilegt að ég skuli haldið að ég væri handalaus en er þó nokkuð stolt að ég virðist hafa verið mjög meðvituð um rassastærð mína strax sem barn...!
Jesús, María og Jósep..! Ég rúllaði nú svona aldeilis upp munnlegu prófi í þýsku áðan...! Sagan sem prófið var úr var um einhver draugasaga og karlinn í henni hét Anton og hann var í leikhúsi í London á Richard II eftir Shakespeare....ég ruglaði öllu svo illa saman að þegar ég var að segja frá hét maðurinn Richard...en ég sagði reyndar sie þannig að ég kvenkynaði manninn og sagði að hann hefði verið á Antoni II eftir Shakespeare...! Æjæjæj....Sigrúnu leist nú ekkert á blikuna þannig að hún bað mig bara frá því að halda áfram og vildi að ég æfði mig yfir helgina og tæki þetta á mánudaginn...!
Ég kenni því um að ég drakk örugglega svona 2 lítra af meiki í morgun....ég var að setja tagl í hárið á mér og hélt á meiktúpunni í höndinni....og í staðinn fyrir að láta hana frá mér setti ég hana upp í mig (og setti einmitt stútinn á því upp í mig þar að auki) svo reif ég óvart í hárið á mér og beit þar af leiðandi ógeðslega fast í meikið og það frussaðist svona líka upp í mig...mér til mikillar ánægju og yndisauka svona í morgunsárið...! En ég held að slæmt gengi mitt á þessu munnlega prófi hafi orsakast af þessu....er ekki frá því að meikið hafi farið eitthvað illa í mig...!

14.10.03

Jæja..neyðist ég ekki til að gera þennan 100 lista sem virðist vera að tröllríða bloggheimum...! Ég geri þetta einungis vegna fjölda áskoranna...svo er þetta örlítið freistandi..! Greyin kommentið þið svo eitthvað...! en jæja here goes...

100 hlutir um mig...!

1. Ég fæddist þann 21.apríl 1985, korter í 2 um nótt, seinna sama dag var einhversstaðar í heiminum (man ekki alveg hvar) hrikalegt kjarnorkuslys og fjöldi manns biðu bana.

2. Ég hef búið í 18 og 1/2 ár á Eskifirði og bý þar enn.

3. Ég er sjúklega heimkær.

4. Mér fannst ég alltaf vera útundan í grunnskóla.

5. Ég gekk í sitthvorum skónum í mánuð bara til að fara í taugarnar á stelpunum í bekknum mínum.

6. Einn skórinn var rauður og hinn appelsínugulur.

7. Þessir appelsínugulu voru uppáhalds skórnir mínir í öllum heiminum og ég gekk í þeim þangað til að hælinn á mér var kominn í gegnum þá, þeir þóttu ógeðslega ljótir.

8. Mér fannst þeir flottastir í heimi og myndi ekki hika við að kaupa mér svoleiðis aftur ef ég bara gæti fundið þá.

9. Mér finnst gaman að vera öðruvísi.

10. ...ég kaupi mér ekki föt "eins og allir eiga".

11. Jahh...nema kannski stundum en það eru örfá tilfelli og þá þarf mér að finnast fötin alveg hrikalega flott.

12. Ég er ógeðslega skapstór.

13. Og jafnvel hættuleg þegar ég er í vondu skapi.

14. Ég get látið allt fara í taugarnar á mér.

15. Þegar ég fer í fýlu læt ég það bitna á öllum í kringum mig.

16. Ég er athyglissjúkari en góðu hófi gegnir.

17. Ég trúi á Guð.

18. Þegar ég var í 10. bekk og eitthvað af fólkinu í kringum mig var byrjað að smakka áfengi ætlaði ég ALDREI að drekka.

19. Ég tók fyrsta sopann á busaballinu mínu á fyrsta ári.

20. Ég hef bankað upp á hjá bæjarstjóranum á Seyðisfirði og boðið honum út á djammið.

21. Honum fannst ég fyndin.

22. Nei mamma... ég var ekki edrú.

23. Ég lenti einu sinni næstum því í slagsmálum við vinkonu mína eftir að hafa málað hana sem Lilla Klifurmús þegar hún
var sofandi.

24. Ég hef komist ókeypis inn á ball með í svörtum fötum með því að segjast vera systir hljómborðsleikarans.

25. Mér þykir óendanlega vænt um vini mína þó ég segi þeim það aldrei.

26. Minn stærsti ótti er að eitthvað komi fyrir fjölskylduna mína.

27. Þau þurfa ekki nema að fara inn á Reyðarfjörð þá er ég hrædd um að þau lendi í slysi.

28. Þegar litli bróðir minn varð hættulega veikur þá grét ég samfleytt í næstum heila viku.

29. Ég er hrædd við að deyja.

30. Ég get verið ógeðslegur letihaugur...

31. ...en líka óstöðvandi orkubolti.

32. Lagið Iris með Goo Goo Dolls er uppáhalds lagið mitt..

33. Ég fer alltaf seint að sofa.

34. Mér finnst lífið of stutt til að fara snemma að sofa.

35. Ég er of sjálfstæð og sjálfselsk til að eiga kærasta.

36. ...samt langar mig voða oft í einn slíkan.

37. Nei ég er ekki lessa og ég er með lesbíufóbíu.

38. Ég þoli ekki þegar ættingjar mínir spyrja "ertu eitthvað að slá þér upp?"

39. Það eru einu skiptin sem mér þykir ekki vænt um ættingja mína.

40. Ég hef ætlað að verða lögfræðingur síðan ég var 8 ára.

41. Núna finn ég fyrir þrýstingi úr öllum áttum um að ég eigi að verða lögfræðingur.

42. Og þá finnst mér það ekki spennandi lengur.

43. Ég er óstjórnlega frek.

44. Ég fæ oftast það sem ég vil.

45. Ég eignaðist ekki mína bestu vini fyrr en ég fór í menntaskóla.

46. Ég eignaðist frábæra vini í sumar.

47. Mér finnst gaman að kynnast nýju fólki.

48. En ef mér líkar ekki við þig fyrst þegar ég hitti þig áttu lítinn möguleika á því að breyta því.

49. Ég hata alltof marga.

50. ...og hugsa ljótar hugsanir um suma oft á dag.

51. Ég er alltof fljót að fyrirgefa.

52. ...og ennþá fljótari að gleyma.

53. Ég ætla mér stóra hluti í lífinu.

54. Mér er alveg sama hvað öðrum finnst um mig.

55. Ég þoli ekki fólk sem reynir að draga úr manni og tek ekki mark á því.

56. Ég græt skuggalega mikið yfir sjónvarpi.

57. Í gærkvöldi þegar ég var komin með tárin í augun yfir auglýsingu frá Samlíf áttaði ég mig á að þetta er
túmötsj.

58. Mér finnst best að gera hlutina ein.

59. Ég er ekki hrædd við að eldast.

60. Mig langar að ættleiða öll lítil börn í heiminum.

61. Ég fæ tár í augun þegar ég fæ sendan söfnunarbauk frá Rauða Krossinum...

62. ...vegna þess ég veit ég get ekkert gert.

63. Mér finnst ógeðslega gaman í flugvélum.

64. Ég finn sjaldan sem aldrei til bílhræðslu nema með Jóhanni forðum daga.

65. Ég var hrikalega uppreisnargjörn í grunnskóla..

66. ...neikvæð og alltaf á móti öllu.

67. Ég var ekki ósjaldan sú óvinsælasta...

68. ...einu sinni kom ég og ég ein í veg fyrir bekkjarferð í bíó, bara af því að mig langaði ekki að sjá myndina.

69. Ég held ég hafi þroskast síðan þá.

70. Ég er óstjórnlega óþolinmóð.

71. Ég þoli ekki óstundvísi.

72. Ég gifti mig örugglega ekki fyrr en ég verð þrítug.

73. ...það er svo margt sem mig langar að gera án þess að vera með eiginmann í rassgatinu.

74. Aldrei mun ég láta neinn karl sjá fyrir mér...

75. ...og aldrei sætti ég mig við neitt sem kallað er "frúarbíll"...ef hann ætlar að keyra um á jeppa þá fæ ég jeppa líka.

76. Mig langar að ferðast út um allan heim...

77. ...ég elska að ferðast þó ég hafi ekki gert mikið af því enda ekki ýkja gömul.

78. Ég ætla í Interrail næsta sumar þó ég þurfi að fara ein.

79. Það þarf alveg voða lítið til að gleðja mig.

80. Somewhere over the Rainbow með Judy Garland lætur mér líða ólýsanlega vel...

81. ...það minnir mig á eitthvað síðan ég var lítil sem ég kem ekki fyrir mig.

82. Ég get hlustað endalaust á Frank Sinatra.

83. Reyndar er ég nýbúin að uppgötva hversu veik ég er fyrir gamalli tónlist.

84. Ég er líka skuggalegur FM-hnakki.

85. Mér finnst pabbi minn duglegasti maður í öllum heiminum.

86. Mér finnst allur mexíkóskur matur ólýsanlega góður.

87. Ég kaus Samfylkinguna.

88. ...ég er vinstri sinnuð.

89. Ætlaði í langan tíma að kjósa vinstri græna en hætti svo við.

90. Ég mun aldrei aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

91. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að tala við fólk um stjórnmál...

92. ...en ég hef samt áhuga á þeim.

93. Ég get gleymt mér í dagdraumum klukkutímum saman.

94. Ég borða paprikur eins og eðlilegt fólk borðar epli.

95. Mér finnst gaman að læra.

96. Ég get lesið alveg út í það endalausa.

97. Mér finnst stundum eins og ég finni innri frið þegar ég er á bókasöfnum eða í bókabúðum.

98. Ég er tölvunörd.

99. Ég elska að hlusta á fólk með breskan eða ástralskan hreim tala.

100. Ég er hættulega morgunfúl og er vissara að yrða ekki á mig fyrr en um 10 leytið.

101. Ég get sofið út í það endalausa.
13.10.03

guð almáttugur hjálpi mér....draumaprinsinn er fundinn...
Til hvers þarf maður að verða 19 ára?...það er ekkert gaman að verða 19..! Eins og þegar maður verður 16 ára fær maður æfingaakstur og er löglegur á 16 ára böll...17 ára fær maður bílpróf og finnst maður vera hrikalega stór...18 ára er maður sjálfráða, má fara á bari og er löglegur á 18 ára böll..(og löglegur í ýmsar aðrar athafnir) og manni finnst maður vera ógeðððslega fullorðin...19 ára ekkert skeður...20 ára...ÁTVR..halló pabbi og góðan daginn!!!...Útkoman er sú að það alfarið tilgangslaust að verða 19 ára...

11.10.03

djöfull er djúpa laugin glataður þáttur..
ég neita að ræða um gærkvöldið! þeir sem vita hvað þeim er hollast er líka ráðlagt að reyna ekki að ræða það við mig...

10.10.03

best að ég haldi mig bara á miðju dansgólfinu...þá sé ég hann ekkert of vel...! En það vantar Bylgju til að vera geðveik með mér..!
ég veit ekki hvort ég höndla þetta, það vantar Ingu til að halda mér frá sviðinu...! ég held að það sé best að malt sé það eina sem fer inn fyrir mínar varir túnæt...! Ég verð ansi hömlulaus þegar ég er of nálægt ákveðnum aðila í þessari hljómsveit...! guð einn veit hvað getur gerst...
ég get ekkert sagt af viti núna....þið getið ekki einu sinni ímyndað ykkar 1/4 af gleðinni sem býr í hjarta mínu núna....ég er í sæluvímu....svíf á bleiku skýi....í svörtum fötum í kvöld....úff....ég held vart vatni svo ekki sé meira sagt...!!

Nú vantar bara ástkonuna...

8.10.03

Samkvæmt því sem ég er búin að vera að lesa í sálfræði í kvöld um streitu og heftingu...eru 98% líkur á því að ég verði dáin úr hjartaáfalli svona c.a þrítug...! 2 helstu afleiðingar streitu eru magasár og hjartasjúkdómar...huh...ég er 18 ára og nú þegar búin að fá magasár...þannig að þetta lofar ekki góðu...!

jarðaförin mun fara fram í kyrrþey...

blóm og kransar afþakkaðir...


Arnold beibí bara orðinn ríkisstjóri...það er greinilega ekki sama hvað maður heitir í svona kosningum....!

7.10.03

Hemmi Gunn er á batavegi, hann segir í fréttablaðinu "ekkert stress, hann er hress og ekki tilbúin að segja bless..."

Hver er ekki glaður að heyra þessa frétt...;)
Þangað til ég varð svona 8-9 ára þá notaði ég alltaf gangbrautir....undantekningalaust...! Af því að ég hélt að reglurnar væru þannig að ef maður færi yfir götuna án þess að nota þær þá mætti fólk keyra yfir mann....áðan ákvað ég svo að nýta mér eina...en nei...þá var ég næstum straujuð...af krakka í ökukennslu þar að auki...!! Veit ekki hvert heimurinn er að fara....allir að reyna að drepa mig...fiðrildi, fiskiflugur..(ein sem var c.a hálft tonn sem elti mig á röndum í herberginu áðan)...páfagaukurinn gerir heiðarlega tiraun til að ganga frá mér á hverjum degi sem ég dvel heima hjá mér, Hannes læknir reynir að strauja mig í hvert skipti sem ég geng framhjá húsinu hans á leið minni í sjoppuna...(sem sagt ansi oft)...hundurinn hans er með í plottinu...eltir mig ekki ósjaldan heim og reynir að rífa mig á hol...mamma og pabbi myndu drepa mig ef ég myndi klessa bílinn enn einu sinni...Hildur nauðgar mér á hverju kvöldi, þær athafnir murka úr mér lífið smátt og smátt...tónlistarsmekkur Hildar lætur mér líða eins og ég sé stödd í eigin jarðaför á hverjum degi...og bara sú staðreynd að setjast sjálf undir stýri gerir það að verkum að það eru 90% að ég endi undir grænni torfu...

Lífslíkur mínar eru slim to nothing...

6.10.03

Ég lenti í alveg geysilegum lífsháska í nótt...! Eins og svo oft áður gat ég ekki sofnað á kristilegum tíma og horfði því á sex and the city til svona 3...fór svo inn í herbergi og var eitthvað að dunda mér við að taka til í fataskápnum og fann þá árbókina mína...plantaði mér fljótlega upp í rúm með hana en svo lít ég fyrir slysni upp í loft og sé eitthvað ógurlegt svart ferlíki þar og tók eitt af mínum víðfrægum móðursýkisköstum...! Fyrst fór ég og vakti systur mína til að sýna henni þetta en hún sagði mér að "vera ekki svona barnaleg og fara aftur að sofa..." ...hún er nota bene 14 ára...! Þá fór ég fram og kveikti ljós á ganginum til að reyna að fæla þetta út...en nei...faðir varð eitthvað pirraður og þar af leiðandi vaknaði móðir líka...! Þau héldu bæði að þarna væri litli bróðir minn á ferð og kölluðu bæði á hann að koma upp í...en nei...ég kom í dyragættina hjá þeim og sagði í einhverjum vælutón "þetta er ég.."...í þeirri von um að faðir yrði nú hetja og dræpi ferlíkið...! En nei...ég fór aftur inn í herbergi og hólísjitt...þá var það ekki lengur á sama stað...og kom þá í ljós að þetta var risssssa fiðrildi sem nú flögraði eins og brjálæðingur um allt herbergi..!! Aftur leitaði ég á náðir foreldra minna en þau virtust ekki skilja af hverju 18 ára manneskja stæði út á gólfi um miðja nótt með tárin í augunum út af fiðrildi og sögðu mér að berja það með bók!! Djöfullinn hafi það...ég náði í bók en það er ekkert hægt að berja fiðrildi á flugi með bók!! Þannig að ég var c.a hálftíma að telja í mig kjark til að fara fram og sækja ryksuguna og taka áhættuna á að vekja enn fleiri fjölskyldumeðlimi.....loksins drullaðist ég fram og setti ryksuguna í gang og fór fífldjörf með hana inn í herbergi...heimilismönnum til mikillar gleði...! En nei...þá fann ég ekki fokking fiðrildið! Eftir mikla leit...tár, svita og blóð fann ég það og réðst á það...svo stóð ég í c.a korter með ryksuguna í gangi og hélt stútnum á henni upp í loft...svo það myndi örugglega ekki koma út úr henni aftur...!!;)

Það segir sig sjálft að ég er ekki í uppáhaldi hjá neinum í dag....meira að segja homminn hann páfagaukurinn hatar mig!...

2.10.03

æj...ég er algjört ógeð! Klukkan svona 6 í dag sat ég hérna niðri í lesstofu og var í mestu makindum að lesa undir uppeldisfræðipróf...svo svona c.a korter yfir sjö er ýtt í öxlina á mér.."er ekki allt í lagi vinan?" Þá hafði ég sofnað oná borðið...var með hausinn oní bókinni og góða slummu af slefi á kinninni...og það var bæ ðö vei ræstingarkonan sem hafði verið svo væn að ýta við mér...! Ég lá sem sagt þarna sofandi í góðan klukkutíma og hver veit hverjir hafa gert sér leið fram hjá mér á meðan ég var í þessu ástandi?...
Hahaha...ég vissi eitt sem þau vissu ekki...! Hverjir unnu júróvisjón árið 1995...? hahaha...Noregur...loooosers...;) já...ég veit ekkert hvernig ég veit þetta só dónt ask væ!

Almáttugur...ég er í lesstofunni á bókasafninu og haldið´ði að það sé ekki gettu betur-æfing hérna í herberginu við hliðina á mér...! Og þau eru með einhverjar bjöllur og læti og öskra öll hvort oní annað og rífast svo um svörin eins og ekta nöttkeisar....snarbilað lið! Nú eru þau að spyrja hvort annað harðaspurninga...hahahahaha....neeeeeerds!;)
Ohh....Inga er að reyna að tæla mig til Reykjavíkur um helgina....ohhh...ohhh..ooooooohhhhhh!

1.10.03

Djöfull get ég ekki þolað svona "ekkertmál-fólk"...alveg sama hvað maður biður viðkomandi um að gera það er allt bara ekkert mál eða alveg sjálfsagt....það er ekkert bara ekkert mál....hvað þá sjálfsagt...djöfulsins fólk...æj ég er svo þreytt að það fer allt í taugarnar á mér núna og ég á eftir að læra svooo mikið...sé ekki fram á að komast í hlýjan faðm rúmsins míns fyrr en í fyrstalagi um 2 leytið...

Ohh...blow some sunshine up my ass sko....
Ég veit ekki alveg hvort ég er lifandi eða steindauð ég er svo sjúúúklega þreytt!...hallast þó að seinni möguleikanum..! Ég sofnaði ekki fyrr en hálf sex Í MORGUN...ég endurtek HÁLF 6...! Samt sem áður var ég komin upp í rúm um miðnætti...bauð reyndar Urði í sleepover og við vorum ægilega mikið að spjalla til svona 2...þess má geta að Urður sofnaði einmitt á meðan ég var ennþá að tala...! Jæja...þannig að ég lá bara eitthvað þarna...boraði í nefið, klóraði mér í rassinum og horfði upp í loftið...og hálftíma seinna ekki enn sofnuð! Þannig að ég ákvað að taka mig til og skipuleggja skúffurnar mínar aðeins...sem gekk nú bara svona ljómandi vel...reyndi svo að sofna eftir það...en NEI...þá ákvað ég að skipulegga möppuna mína...það tók nú sléttan klukkutíma og eftir það var nú farið að síga aðeins á mína þannig að ég skreið upp í aftur...og á því augnabliki sem ég var að festa svefn hringir ógeðslegi ógeðslegi síminn hennar Urðar...og klukkan fokking 4! Fíflið gat nottla ekki haft á silent heldur var eins og það væri sinfóníuhljómsveit stödd upp í hjá okkur...og hún var svo ógeðslega lengi að svara...fyrst þurfti ég að þrykkja í öxlina á henni þá settist hún upp og horfði bara í kringum sig á meðan sinfónían var að gera mig snarbilaða...eftir að hafa íhugað um stund að kyrkja hana ákvað ég að garga létt á hana þá áttaði hún sig loksins og eftir það fór ég að taka til í fataskápnum mínum...svo lagðist ég upp í klukkan hálf 6 og sofnaði í snarhasti..! Þess ber einnig að geta að ég mætti keik í sálfræði klukkan 8!