29.8.03

Óneitanlega finnst mér ég vera hræðilega gömul í kringum alla þessa súru busalinga..! Ég og Hildur erum sjálfskipaðir aldursforsetar heimavistarinnar og lögðumst þar af leiðandi í viðeigandi þunglyndi seint í gærkvöldi....vorum komnar undir sæng fyrir miðnætti...! Ekki man ég til þess að það hafi nokkurn tíma gerst á allri minni búsetu hérna á heimavistinni...!

Vika búin af skólanum og ég finn hvernig ég er byrjuð að rotna smátt og smátt...! Ó, Guðrún Tryggva var yndi áðan og hleypti okkur út meira en hálftíma fyrr....eftir að hafa rætt um staðalform í c.a 20 mínútur og þar af leiðandi hraðað rotnun minni til muna...! óóóóó...

Guðrún Veiga
rotnandi gamlingi

28.8.03

Ég held það sé ekki seinna vænna en að útnefna konu ársins....! Eftir atburði dagsins...eða kvöldsins réttara sagt kemur ekki nema ein til greina..! Ég og Hildur sóttum hana á flugvöllinn áðan og þegar út í bíl var komið tilkynnir hún að hún sé með gjafir handa okkur..! Hildur hélt strax að það væri eitthvað sem tengdist Allan (veit ekki af hverju..?!)...en þetta var hvorki meira né minna en 12" subway... hvílík gleði og hamingja að fá "sub" með beinu flugi frá Reykjavík! Þannig að mér þykir líklegt að Inga Hrefna a.k.a Undanstingur Newman hljóti titilinn kona ársins 2003... allavegana hefur aldrei nokkur önnur manneskja verið svo hugulsöm að koma með subway handa mér alla leið frá Reykjavík...og 12" þar að auki..! come to think of it...þá hefur ekki einu sinni einn né neinn verið svo hugulsamur að færa mér subway frá Akureyri...!!

Búin að vera alveg rosalega busy skedjúl hjá mér í dag...skóli til 10 í morgun....svaf frá 10 til hálf 2....fór í þýsku í 10 mínútur....lá upp í rúmi, borðaði vínber og horfði á tærnar á mér í 20 mínútur....talaði (mér til mikillar gleði) við Silju mína í síma í 20 mínútur....rúntaði með Hildi í 2 tíma....sat ein í bílnum hjá Þórunni í c.a hálftíma..!
Gvööð hvað er erfitt að vera til!

Guðrún Veiga
ótrúlega bissí
Það er alveg óneitanlega mannskemmandi að þurfa að mæta í sálfræði klukkan 8 á morgnana...svo mannskemmandi að ég neyddist til að fara að sofa klukkan 10 og reis ekki á fætur á ný fyrr en klukkan að verða hálf 2....án þess þó að skrópa í neinu tek ég fram..! Fór svo í þýsku SATANS...ohhh...ég hata þýsku og ég sakna *humm* Ronalds! Hverjum datt í hug að setja mig hjá Sigrúnu Árna...hvílík mistök! En mér til mikillar gleði átti ég að mæta hjá Þorbirni klukkan 14:00....sagði Sigrúnu að ég ætti að fara 13:50 því ég var gjörsamlega að steindeyja þarna inni...! Hún leyfði mér að fara með því skilyrði að ég kæmi aftur þegar ég væri búin...jahh....sem ég gerði auðvitað...ekki!...2 dagar búnir af skólanum og strax farið að bera á gríðalegum námsleiða...boðar ekki gott! Ég endurtek sífellt í hausnum á mér ..."bara þessi önn og ein í viðbót"..."bara þessi önn og ein í viðbót"

Það small allt alveg geysilega vel saman þegar ég fór til Þorbjarnar í dag að tilkynna mig sem útskrifarnemanda...ég átti nú ekki von á öðru en hann segði mér að ég yrði að klára á 3 og 1/2 því hjá mér gengur venjulega ALDREI neitt upp...en neinei...eininganar smellpössuðu og nú er bara að ná öllum 25 einingunum á þessari önn og ekki "nema" 27 á þeirri næstu og þá fæ ég húfuna góðu næsta vor...! Og þá ég ætla sko ekki að stíga aftur inn í neina menntastofnun fyrr en í fyrsta lagi haustið 2005...

27.8.03

Þórey Birna....djöfulstíkin þín!!....ég vitna beint í þín orð "ef Guðrún Veiga getur þetta þá hlýt ég að geta það...hehehe...=)"...þarna duttu mér sko allar dauðar lýs úr höfði og mundu svo að þú ætlar að selja mér sálfræðibókina þína...; )
Eitthvað hefur borið á bloggleysi sökum skólabyrjunar...en nú er ég komin á gamla góða staðinn minn í tölvuveri Menntaskólans á Egilsstöðum...nánar tiltekið mitt annað heimili á síðustu önn! Hérna átti ég nú margar misgóðar stundir...og dró Söru alltaf hingað með mér gegn vilja sínum...hvert einasta skipti! Alveg þangað til að hún sagði að ég væri álíka oft hérna og Greig en þá fækkaði komum mínum hingað til muna... Mér þykir nú ekki líklegt að stundir mínar eigi eftir að vera margar hérna þessa önnina sökum fallegu fartölvunnar minnar sem ég mun nota til að húka á netinu í hverri eiiinnnustu kennslustund...alveg þangað til að ég verð búin að skoða netið út á enda...eins og Sara gerði nú svo eftirminnilega í eitt skiptið sem við plöntuðum okkur hérna í þessu ágæta tölvuveri..

Sambúð mín og Hildar hófst sem sagt á mánudag....eitthvað skynjaði ég samt örlítinn biturleika hjá sambýlingnum vegna þess að ég lét hana raða í herbergið og færa til húsgögn en hún tók ekki þá afsökun gilda að ég væri föst bak við öll náttborðin sem við vorum búin að berjast við að stela af ganginum! En ég bjó nú um rúmið mitt sjálf og þegar ég tók upp sængina mína vissi ég ekki hvert Hildur ætlaði...hún dó úr hlátri og öskraði MMMEELLLUUURÚMFÖT!!...jahh...svo ég lýsi þeim aðeins nánar þá eru þetta svona eldrauðbleik silkirúmföt...eða satín eins og Eyja og Stefán vilja meina! Og í hvert skipti sem einhver heimsækir okkur er það fyrsta sem Hildur segir..."Guðrún á þetta rúm" og bendir á mellurúmið góða...þar að segja ef fólk er ekki á undan henni að benda og segja "hver er að fara að tæla??.." Ég get bara alls ekki skilið þetta....ég ætlaði reyndar að kaupa svört en þetta var það eina sem var eftir þannig að ég keypti þetta bara og stóð í þeirri meiningu að þetta væri flott... Mér sýnist satínið nú samt vera að tæla...allavegana nýtir Eyja hvert tækifæri til að troða sér undir það...Stefán hefur ekki enn gegnið svo langt því hann er svo hræddur um að rispa það.....

Well....fyrsti alvöru skóladagurinn í dag...! Fullt af nýjum, súrum og ljótum busum sem mun vera endalaust gaman að busa í næstu viku..... allir hinir alveg eins og þeir voru....allir kennararnir nákvæmlega eins...engir nýjir nema enskukennarinn held ég..! Ég sem ætlaði að vera utanskóla í ensku en mætti svo í einn tíma og heillaðist svo innilega af breska hreimnum hans að fyrr mun ég dauð liggja en svo mikið sem að skrópa í þessum tímum...

STAY TUNED!

22.8.03

Eg helt eg myndi deyja ur hlatri þegar Sandra Rut hringdi i mig alveg snælduvitlaus i dag og blotaði mer i sand og ösku fyrir að hafa skrað sig i islenska IDOLIÐ....eg veit ekki alveg hvernig hun komst að þvi að það var eg sem var a bak við odæðið en allavegana hafði hun fengið bref og verið boðuð i aheyranarprufu þann 30.agust næstkomandi a Hotel Loftleiðum....ekki nema c.a 2 timum seinna hringir Urður ekki minna brjaluð þvi hun hafði einnig verið boðuð i aheyrnarprufuna goðu....mer fannst þetta nottla alveg ogeðslega fyndið þvi eg bjost alls ekkert við að þær yrðu boðaðar....en eins og eg sagði ykkur i upphafi stelpur minar þa hefni eg min alltaf 3falt...!!

Reykjarvikurferð er senn a enda...en brottför er nanar tiltekið klukkan 13:15 a sunnudag...og holifokkingmoli svo byrjar skolinn a þriðjudag..!! jahh....lika mikið að hlakka til....utskrift...utskriftarferð....ARSFRI fra skolabokum..og svona mætti lengi telja!!

En Reykjarvikurferðin er buin að vera ansi skemmtileg...!! Gærkvöldið for aðallega i að runta...gelta a folk a Laugarveginum og svona...svo nottla bio! Eg er samtals buin að fara þrisvar i bio i þessari ferð...Bruce Almighty, sem var ekkert nema djöfulsins snilld og fær 6 stjörnur af 5 mögulegum...svo Legally Blonde 2, hun fjallaði aðallega um hund og kynmoður hans og fær faar stjörnur...en hommarnir sem satu fyrir aftan okkur Söndru og attu hug okkar allan fa alveg allavegana 4 stjörnur! Svo nottla Hollywood Homicide, Josh Hartnett...need I say more?!?

Langar voða að eyða siðasta deginum herna með Mrs. Newman ...a.k.a Ingu Hrefnu en veit ekki hvort það fer forgörðum vegna þess að eg er besta frænka i heimi og tok að mer pössun friðasta barns i viðri veröld a morgun sökum þess að foreldrarnir starfa baðir a Vegas og er vinnutiminn þar ekki eins og best verður a kosið...: )

Mikið er samt gott að eg bui ekki i Reykjavik....eg mundi aldrei eiga grænan aur með gati a...!!
Eg bendi a að þetta er eitthvað illa gallað lyklaborð....

Eg naði lægsta plani sjukleika mins i gær....eg er meira að segja farin að viðurkenna að þetta se sjukleiki! En allavegana þa naði eg narra Bjössa og Söndru til að koma með mer inn i Hafnarfjörð i gærkvöldi til að sja hvar Jonsi a heima....eftir þo nokkuð LANGA leit fundum við það loksins....ahhhhh...!! Sandra sat aftur i og helt þvi statt og stöðugt fram að eg þyrfti a hjalp að halda en Bjössi stoð með mer og leitaði otrauður þangað til husið var fundið...! Eg er sjuk...enginn vafi...

Svo i dag toku örlögin nu aldeilis i taumanna...uffff....þegar eg gekk inn a Stjörnutorgið i Kringlunni hver stendur þarna ljoslifandi!!!.... Hjartað i mer hoppaði svona c.a 30 aukaslög þegar Þordis systir benti mer a hver stæði við Boozt barinn....uff...enginn annar en Jonsi..; ) Eg las einhverntima i einhverju viðtali við hann að hann þoldi ekki þegar folk glapti a sig i Kringlunni....eg let það komment um lönd og leið i dag og slefaði alveg þangað til hann for...og helvitis konan hans lika...hehehehe; ) Fullt af celerbritium i das Kringel i dag...t.d Svikari Laukdal...a.k.a Birgitta Haukdal...KK og fleiri goðir..;) En efstur a blaði er auðvitað Jonsi..!!; ) ufff....

Annars for eg i bio i gær a Hollywood Homicide...nanar tiltekið 2ja tima slef yfir Josh Hartnett fyrrum astmanni minum...! Þetta var svosum agætis ræma fær alveg *** af 5 mögulegum sko....

en jæja eg hata þetta lyklaborð þannig að eg nenni ekki meir...

19.8.03

Það eru búin að vera alveg endalaus myndbönd með í svörtum fötum á PoppTíví í dag....ég held að þetta sé eitthvað tákn...!! Ég myndi gefa af mér annan handlegginn til að fá að sjá Jónsa bregða fyrir einhversstaðar hérna í borg óttans....meira þyrfti ekki til að gleðja mig..!! Ég mundi auðvitað elta hann...en það er annað mál..!! Satan hafi Borgarleikhúsið og miðasöluna þar!!...allt uppselt á Grease fram í október eða eitthvað...!! Ég sem hélt að ég væri V.I.P...; )
Ég nennti ekkert að blogga vegna þess að lyklaborðið var eitthvað hættulega gallað...það var ekki hægt að gera í,á,ú,ó...osfrv..; ) En allavegana...það er komið í lag núna! Já...ég er sem sagt búin að vera að gera þetta venjulega...Kringlan, Smárinn, Laugavegurinn....blaablaa..!!; ) Og einnig búin að eyða langt um efni fram eins og ég geri á hverju ári..! Svo fór ég í bíó í gær á Bruce Almighty...! Og guð minn góður...ég skil ekki hvað fólk er að rugla um að hún sé leiðinleg!! Ég hef bara aldrei á ævinni helgið svona mikið yfir bíómynd...og hvað þá grenjað!! Konan fyrir neðan mig bauðst til að ná í vatnsglas fyrir mig og svo var hún orðin pirruð og baust til að sækja öndurgrímu..!! Sem ég auðvitað þáði með þökkum;) Ég hef ekki helgið svona mikið síðan Hildur var Lilli Klifurmús um verslunarmannahelgina...!! En já...geggjuð mynd; )

Well...ég veit ekki hvað ég get sagt...! Hey jú..ég er ekki frá því að Jón Ásgeir sé nágranni minn...!! Hmm...ekki amalegt að koma sér í mjúkinn þar á bæ..!! Ætti ekki að vera mikið mál að stinga undan henni Ingibjörgu eða Lilju Pálma...man aldrei hvor það er..!; ) Enda ég auðvitað með eindæmum bjútífúl og ætti að sæma mér vel á snekkju Bónusfeðga..!

Ég fór á Sólon á sunnudagskvöldið...og ég held að það séu alveg hreinar línur að ég er ekki þessi manneskja sem getur bara setið róleg við eitthvað borð, horft á annað fólk og sötrað kaffi...eða kakó í mínu tilfelli...! Ég þarf eitthvað action..; )

En já...ég ætla að halda áfram að eyða peningum..!!

P.S...veit einhver hvar Jónsi á heima?

17.8.03

Komin in the city of fear...endalaus gleði þegar ég sá að það var þessi fína tölva í anddyrinu...ef hún verður ekki misnotuð þá veit ég ekki hvað...!
Bold and the bjútífúl eru alveg sjúklega spennó núna...úff...barnið hennar Amber fæddist andvana en ég veit ekki hvort það var svart?...mundi meta það mikils ef einhver gæti upplýst mig..! Haldið þið að tíkin hafi ekki bara nælt sér í annað barn og sé á leiðinni heim til Ricks...og ætlar ekki að segja honum sannleikann heldur láta hann halda að það sé hans eigið!!....Helvítis hjólhýsapakk...!!
Voða er erfitt að vera til núna...síðasta vaktin mín var í dag....ég hélt það myndi gleðja mig óneitanlega að vera að hætta í vinnunni eeeennn....ég yfirgaf fjörðinn fagra með mikla sorg í hjarta og er ekki frá því að mér hafi jafnvel vöknað örlítið um augun; )!! Enda ekki nema besta sumar ever í lífi undirritaðar....á enda...; ( Það lofaði ekki góðu í byrjun...ó nei...sérstaklega þegar ég var ein heima og um það bil drukknaði í eigin skít og volæði...!! En svo var maður tekin inn í "slæman" félagsskap Sveinbjarnardætra (a.k.a Lilli Klifurmús og Inga undanstingur Newman) og eiga þær stærstan þátt í að gera sumarið svona eftirminnilegt.....yes...en allt endar víst því miður einhverntíma en ég mæti galvösk á sjúkrahúsið á næsta ári...þó að ég fái ekki vinnu, ég mæti bara í vinnuna þangað til ég verð ráðin eða lögð inn...!! a man with a plan..!!

Haldið verður til borgar óttans klukkan 8 í fyrramálið...að staðartíma; ) Ásamt föður og systkinum...sé ekki fram á mikið fjör, heldur hártoganir, öskur, barsmíðar, rifrildi um hvar á að stoppa og hver þarf mest að pissa.... og ýmislegt annað sem getur átt sér stað þegar ég eyði 8 tímum samfleytt með geðsjúklingum á borð við systkini mín...! Koma í borgina er áætluð um 4 jafnvel 5...mér hefur aldrei á ævinni langað svona lítið til Reykjavíkur...!! Ég er ansi hrædd um að ég sé eitthvað að þroskast...!! Ég reyndi samt mikið að fá föður til að leggja af stað í dag...en hann gat bara ekki skilið hvað væri svona merkilegt við þessa "menningarhátíð"...eins og hann orðaði það...

15.8.03

Djöfull er Guiding Light spennó núna...fjúff..Maureen dáin og Melinda is baaaacckk!!..

14.8.03

Ég fór til læknisins í dag...just mæ lökk að verða eitthvað veik um leið og læknaneminn er horfinn úr bænum..; ) En allavegana...ég fór af því að mér verður alltaf svo ógeðslega illt í maganum þegar ég er búin að borða...sem orsakar reyndar það að ég reyni að komast hjá því að borða sem er ekkert nema gott....en ég ákvað nú samt að láta tjékka á þessu! Jæja..hann potar eitthvað í mig og segir svo að ég sé örugglega með einhverjar bólgur í maganum!; ( Svo spyr hann "heldur þú að það geti nokkuð verið að þú sért með átröskun.." HAHAHAHA...ég með átröskun...ég hélt að það myndi líða yfir mig úr hlátri og ég spurði hvort að hann sæi mig ekki alveg örugglega?!?!...og kleip svona aðeins í bumbuna góðu til að sanna fyrir honum að ég væri sú síðasta á þessari jörð til að þjást af átröskun...honum var ekki skemmt!! Þá tók hann nú upp á því að fara að spyrja hvort hægðirnar hjá mér væru nokkuð skrýtnar...ég hélt að þetta væri mitt síðasta...enda alltaf verið óvenju veik fyrir *kúkaogpiss* húmor þrátt fyrir háan aldur!! Ég varð alveg orðlaus en spurði hann svo hvort hann vissi ekki að stelpur kúkuðu ekki...?!..enn og aftur var honum ekki skemmt!! Þannig að hann henti í mig lyfseðli og sagði að ef þetta lagaðist ekki yrði ég að fara í magaspeglun...ég endurtek magaspeglun!!..Ekki í þessu lífi félagi!!..Læt ekki troða neinu drasli í mín göt takk fyrir!!...Frekar lifi ég með bólgnum maga og sári á skeifugörn fffoorrevver...!!

Guðrún Veiga
-með átröskun á háu stigi..-

12.8.03

Guð hvað verður erfitt að gösslast á fætur klukkan 8 í fyrramálið...


...æjæjæj...mig verkjar í hjartað...!!

Sko svona eru þeir að spila á næstunni..:
Föstudagur 22.ágúst Sjallinn, Akureyri
Laugardagur 23. ágúst Vesturland
Föstudagur 29. ágúst FSU Busaball
Laugardagur 30. ágúst Gaukurinn


Hver vill koma með í smá ferðalag...við getum byrjað á Akureyri og svo bara elt þá til Reykjavíkur..!! Það væri gott ef sá hinn sami hefði einnig bifreið til umráða...!
Guð minn góður...ég er að vinna frá 8 í fyrramálið til miðnættis...þetta er nottla ekkert nema ávísun á geðveiki!...En ég hlýt að harka þetta af mér! : )
Hörkukvendið G.Guðmundsdóttir kveður að sinni..
Ég tók próf á femin sem heitir getur þú staðist freistingar? Þetta var niðurstaðan...

Þú ert rosalega góð við sjálfa þig!

Eins og barn í sjoppu, þá lætur þú eftir öllum freistingum. Þú ert örugglega mjög skemmtileg og það er gaman að lifa, en þetta agaleysi getur líka komið þér í vandræði. Þú vilt umbun strax án þess að hugsa um afleiðingarnar. Það að láta hlutina eftir sér í hvert skipti sem þú stendur frammi fyrir freistingum getur hindrað að þú náir langtíma markmiðum þínum. Næst þegar þú stendur frammi fyrir freistingu skalt þú telja upp á 20 og spyrja sjálfa þig hvað sjálfsagaða vinkona þín myndi gera í þínum sporum eða sannfærðu sjálfa þig um að þú þurfir 10 mínútur til að hugsa þig um.


Þetta er svo innilega satt...móðir góð hefur ekki ósjaldan bent á það að ég kaupi allt sem mig langar í..! Einu sinni var eitthvað próf í einhverju blaði sem hét ertu kaupsjúk? og fyrir ofan prófið var mynd af allskonar hlutum, einhverjum hlutum sem bara kaupsjúkt fólk kaupir..! Viti menn..ég átti næstum allt sem var á þessum myndum..og allt sem var á þeim var tómt drasl...! Enda ekki skrýtið þó ég sé alltaf bláfátæk nema á sumrin!

En djöfulsins hælsæri er ég með...Hildur dró mig gegn vilja mínum á einhverja 12 kílómetra göngu lengst inn í sveit...ég var að vonast til að sjá beljuhóp því Hildur er svo voða hrædd við þær og þá hefðum við pottþétt snúið við... en nei..engar beljur..bara hælsæri og c.a 3 tær að detta af mér og vinstri fóturinn líka! Já ég er aumingi og mér er alveg slétt sama!

10.8.03

Ég hafði á réttu að standa um "kalkúnaáleggið" í gær...ábyggilega eitthvað stórhættulegt, ég finn allavegana ekki Gæðafæði í símaskránni....falsað álegg...er það til?!
Í meðferð hjá Dr. Guðrúnu V. Newman þessa dagana er Hildur Karen a.k.a Lilli klifurmús (þetta gælunafn verður útskýrt seinna við gott tækifæri)...en meðferðin gengur út á það að gera hana afhuga Stefáni Jakobssyni a.k.a Stebba Jak! Í henni felst að þrykkja þéttingsfast í öxl Hildar í hvert skipti sem hún minnist á Stebba! Einnig er hún látin hoppa upp og niður og hrista sig alla á meðan hún öskar hátt og skýrt sjálfsblekking er óholl! (En Hildur hefur lengi haldið því fram að Stefán sé barnsfaðir hennar....sem sýnir bara hversu langt hún er leidd í sjúkleikanum!) Samkvæmt mínum bókum gegnur meðferðin alls ekki nógu vel...og er ég ansi hrædd um að Stefán hafi fengið eitt símatal eða svo um helgina, þar sem sást til Hildar undir áhrifum áfengis og þá er voðinn ekkert nema vís!! Ég sé ekki fram á neitt annað en tímabundna innlögn hingað á Árstíginn...þar sem ég get sinnt aumingjanum 24-7 og hjálpað henni í gegnum þessa geðveilu! Það skal taka fram að svona meðferð er ekki á færi hvers sem er...enda kostnaðurinn gífurlegur...en Hildur mín þetta er handa þér:

mývatnssveitin er æði
allan sólarhringinn
þar er stórkostlegt svæði
fyrir þennan eða hinn

mývatnssveitin er æði
einstakt náttúrufar
við förum þangað við bæði
eyðum tímanum þar
(stolið af lubbi.blogspot.com)


Það skal auðvitað tekið fram að Stefán er úr Mývatnssveit...

Kalkúnaálegg?!...eina áleggið sem ég finn hérna er kalkúnaálegg..!!..ég hef heyrt um kalkúnaskinku og eitthvað þess háttar...en ekki eitthvað sem heitir kalkúnaálegg!! Hljómar ekki nógu vel í mínum eyrum og það er frá fyrirtæki sem heitir Gæðafæði...!!! Eitthvað segir mér að treysta ekki því merki....hmm...kalkúnaálegg...ég legg ekki í það!! Annars er ég að lesa Lifandi Vísindi og rétt í þessu komst ég að því að kyrkislöngur eru mjög veikar fyrir hókynlífi...ég þekki nú fleiri svoleiðis...nefni engin nöfn samt sem áður Hildur mín....svo losna líka af okkur 600.000 húðagnir á klukkustund!! Eða meira en hálft kíló á ári...!! Merkilegt nok..
Það væri voða vel metið ef einhver þarna úti gæti séð sér fært að hlaupa hingað upp á sjúkrahús með einn Homblestpakka eða svo...
Mér er eitthvað farið að förlast....ég þarf hjálp við að segja frá helginni góðu sem átti sér stað fyrir viku..mér er alveg sama þó það sé vika síðan, ég ætla að segja frá henni...og bið þess vegna um örlitla hjálp frá Ingu Newman eða Hildi Jak....nokkrar línur um helgina eru vel þegnar á drusla85@yahoo.co.uk!! Mig vantar líka meiri hjálp, mig langar í svona flotta síðu eins og Bylga eða Maggý...eitthvað hef ég heyrt beikonið mitt að þú sért voða fær í þessu og leyfi ég mér að treysta á að þú sendir mér einnig nokkrar línur á sama e-mail..!!

Hildur mín....þessi er handa þér..!! Þetta er allt saman partur af programmet...!!Já...bæ ðe vei...ég er hætt við að hætta að blogga..!! Mér er bara alveg sama hvað öðrum finnst...!!

9.8.03

Það er ekkert nema tóm mannvonska að láta fólk vinna á næturvöktum....ef ég mætti ráða væri bara dælt í liðið sterkum svefnlyfjum um miðnætti og þá þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þeim fyrr en eftir hádegi næsta dag! Kem þessu í verk þegar ég verð heilbrigðisráðherra...

7.8.03

Enn hef ég mig ekki í að blogga um helgina góðu....kannski blogga ég bara ekki mikið meir...það var drullað svo illilega yfir mig í commentunum hérna að neðan, ég henti því reyndar út en það er sama...það var sagt að þetta væri leiðinlegt blogg og ég ætti leiðinlega vini, ég ætti bara að drulla mér frá Seyðisfirði og finna mér fyndna vini og þá myndi ég kannski meika það sem bloggari!!...ég er skuggalega sár og framtíð mín sem bloggari er í lífshættu...

6.8.03

Ég segi frá helginni á morgun...hef ekki orku í það núna enda alltof margt að segja frá! Henni var eytt á Akureyri ásamt Ingu og Lilla klifurmús...hún var geeððveik í alla staði!! Allt um það á morgun...!