En ég vil byrja á að benda öllum á sem að Inga Hrefna sagði að ég væri hlandblaut að svo var ekki...ég sast bara aðeins í blautt gras, þó svo að fleiri hafi viljað trúa því að ég væri hlandblaut! En föstudagskvöldið var annars bara alveg frábært! Ég ásamt gestum hélt uppi karíókístemmingu á hótelinu...eftir 14 lagið sem ég söng (og þar af fimm sinnum Like a Virgin...) var ég beðin um að leyfa öðrum að komast að og þegar ég neitaði því var ég nú bara beðin um að fara út! En ég tek það fram að ég held að ég hafi nú aldrei verið alveg ein að syngja...Hildur var ægilegur söngvari...tók nokkrar laglínur og dó svo úr hlátri! Ég held að Erla Ólafs og einhver kona sem heitir Arna...sú sem vinnur í Kiss og var einu sinni í Hagkaupslistanum...hafi verið dyggir stuðningsmenn mínir þarna...þær kláruðu allavegana heilt lag með mér annað en sumir!! Svo hittum ég og Hildur hann Guðmund Árna alþingismann....sleikjan hún Hildur sagði “uhh..ég dáist að þér en ég kaus samt Sjálfstæðisflokkinn”...ég sagði honum nú auðvitað að ég hefði kosið Samfylkinguna og hann var svo ægilega glaður og faðmaði mig í bak og fyrir að ég var hálf óttaslegin á tímabili...en hann var ekki á þeirri skálminni að taka Like a Virgin með mér þannig að við vitum hvern við kjósum ekki næst....Stefán Sveinn var búin að lofa að syngja Jingle Bells með mér en stóð ekki við það...helvítið af honum!! En Matchmeikör kvöldsins er defenantlí ég sjálf...ég fann þennan fína mann handa Ingu Hrefnu...sem var t.d. einn af þeim sem að hún sagði að ég væri hlandblaut en hún hryggbraut aumingjans manngreyið því að Geisli og Dóra áttu hug hennar allan! Brandari kvöldins var alveg móst definantlí brandarinn um leysiGeisla...lélegur en klassískur!! Titilinn fulla manneskja kvöldsins skulum við láta liggja milli hluta!! Svikari og lygari kvöldins er enginn annar en þú Stefán Sveinn...þetta með Jingle Bells verður seint fyrirgefið og þú getur örugglega aldrei bætt mér þetta upp því að mér verður aldrei hleypt nálægt þessu karíókítæki aftur...!! Pervertar kvöldins eru þeir félagar Viktor og Cecil því Inga var viss um að þeir væru að fylgjast með okkur pissa...þannig að hann Cecil prestur er nú ekki allur þar sem hann er séður!!...: ) Lag kvöldins ég held að það komi nú ekkert annað til greina en Like a Virgin...!!
Ég kom svo heim klukkan eitthvað að verða 6 og mætti svo eins og fín manneskja í vinnuna klukkan 8...geri aðrir betur! Inga og Hildur fá allar mínar þakkir...þó að Inga Hrefna megi vera þakklát fyrir að ég tali við hana en ég bendi enn og aftur á að ég tyllti mér bara rétt aðeins í blautt gras...ég pissaði ekki í mig!!
Biturleikinn út í Birgittu var svo mikill að maður lét sko ekki sjá sig á Norðfirði í gær heldur fór ég á Láruna til þeirra Sveinbjarnadætra og þess má til gamans geta að leysiGeisli heiðraði okkur með nærveru sinni...Ingu auðvitað til mikillar gleði og greddu!! : ) Ég fór ekki að sofa fyrr en að verða 5 og vaknaði ekki fyrr en fyrir svona c.a 2 tímum...akkúrat daginn sem enginn rigning er heldur 23 stiga hiti! En ég er í fríi á morgun þannig að það er eins gott að það verði aftur sól!...