30.5.03

Til hvers í andskotanum á fólk páfagauka? Við eigum eitt stykki og ég lít ekki á hann sem eitthvað gæludýr eða skraut...reyndar þegar ég lít á hann er það eina sem mér langar er að murka úr honum lífið...helvítið af honum! Get engan veginn séð nytsemina í þessu helvítis gerpi þarna sem gerir ekkert annað en að fara úr fjöðrum og henda niður matarboxinu sínum þannig að ég neyðist til að ryksuga allt herbergið eftir fíflið! Mér hefur svosem ekki ósjaldan ekki komið í hug bara að "set him free" einhvern tíma þegar fjölskyldan er ekki heima....og helvítis lætin alltaf í honum...hann byrjar klukkan 8 á morgnana og hættir ekki fyrr en ljósin eru slökkt á kvöldin....það eru sko engin venjuleg páfagaukslæti í honum heldur vælir hann eins og hýena í dauðateygjunum! Svo drullar hann greinilega eins og hann fái borgað fyrir það allavegana alltaf þegar ég lít inn í búrið eru heilu skítahaugarnir á botninum...þakka bara Guði fyrir að ég þurfi ekki að hugsa um þennan afturkreisting...ég hata hann!

Guðrún Veiga
Dýravinur
Litli bróðir minn sem b.t.w. er 6 ára sagði við mig í gær í fyllstu einlægni..."Guðrún, ég held að þú ættir að hætta að drekka gos þá hættir þú að vera svona bólótt..." dddjjjí thanks! Ekkert verið að skafa af því...ég reyndi nú samt að koma honum í skilning um að ég væri ekki bólótt þá öskraði hann á mig að ég væri pempía alveg eins og honum væri borgað fyrir það...ég spurði hvort hann vissi hvað það væri og þá tilkynnti hann mér að það væru 2 konur sem giftust...held að hann hafi verið að meina lesbía...ég lét sem sagt 6 ára krakkarassgat komast upp með að kalla mig bólótta lesbíu..

Byrja að vinna eftir akkúrat viku...veit ekki alveg hvort ég hlakka til...held að þetta sé meira svona tilhlökkunarblendin kvíði ef að það er til...hef svosem ekki miklar áhyggjur af þessu svo lengi sem að ég fæ útborgað þá er ég sátt...

28.5.03

Nú er ég bitur....ég þurfti að fara til tannlæknisins aftur í dag af því að konutannlæknirinn þorði ekki að gera neitt fyrr en karlatannlæknirinn myndi kíkja á þetta....kúguð....ég átti sem sagt að mæta klukkan hálf tólf en konan á tannlæknastofunni hringdi í mig klukkan 10:42 og spurði hvort ég gæti ekki mætt strax, ég nottla bara “jújú”...var samt eiginlega sofandi en lét mig hafa það að mæta drullumygluð og greip nú með mér eitt kex, svo áttaði ég mig á því þegar ég var alveg að koma þangað að ég væri að fara til tannlæknis og hefði ekki burstað í mér tennurnar og tennurnar á mér voru baðaðar í einhverri kexupplausn og það var sko kex oní öllum tönnunum á mér....ég gat víst ekki mikið gert í því þannig að ég lét mig hafa það. Svo kem ég og hann bankar eitthvað í tannpínutönnina ...”uuu...já...við verðum bara að fylgjast með henni”... ég bara svona “ætluru ekkert að gera við hana?”... þá tilkynnir hann mér að ætti nú að skreppa til sérfræðings fyrir sunnan og láta líta á þetta....jájá félagi ég flýg bara suður í fyrramálið....uuuu...nei og svo kostar líka svona c.a 15000 að opna munninn framan í einhvern sérfræðing! Svo gaf hann mér heimasímann ef ég “skyldi fá verk einhverntíma að kvöldi til”...HALLÓ...ég finn til núna! Djöfull ætla ég að hringja í hann klukkan 3 í nótt hágrenjandi og gera endalaus símaöt hjá honum og leggja krakkann hans í einelti! Svo bauð hann mér tíma 8.júní svona til að athuga með tönnina....ég verð dauð 8.júní félagi.....úr verkjatöfluáti! Ég var allavegana alveg komin að því að segja honum að bíta í punginn á sér....og ég vona að ég hafi verið ógeðslega andfúl og andað fullt framan í hann og að hann hafi ekki séð í tennurnar á mér fyrir kexi! Vona að ég sé líka með einhvern sjúkdóm sem ég hef smitað hann af í leiðinni...

En burtséð frá þessu þá las ég í einhverri bók í gær að til að öðlast innri frið ætti maður að vakna klukkan 4-5 á morgnana (nóttunni samkvæmt minni klukku) og fá sér göngu....ég stillti klukkuna auðvitað á 04:30 og þó ótrúlega ótrúlega ótrúlegt sé reif ég mig upp á rassgatinu klukkan 10 mínútur í 5 og dreif mig af stað! Var að spá í að hringja í Söru og reyna að draga hana með en þá hefði vinskapur okkar sjálfsagt endað hér og nú þannig að sú hugsun var kæfð í fæðingu! Ég veit ekki alveg hvort ég öðlaðist innri frið en ef svo er hefur tannfíflalækninum tekist að eyðileggja hann! En það var samt ótrúlega friðsælt og nærandi að fá sér svona göngu og fara svo beint aftur upp í rúm að sofa...ummm...þar er minn innri friður, í rúminu....sko sofandi í rúminu...

27.5.03

Ég vaknaði með þýska júróvisijónlagið á heilanum í morgun..."let´s be happy and let´s be gay"....uuu nei takk...ekki fallegt...

Guðrún Veiga
Happy en ekki gay...
Mér tókst hið ómulega í morgun...sem sagt að sofa ekki fram að hádegi, átti nebbla að mæta í húðhreinsun inn á Reyðarfirði í morgun....pældu´íðí að vinna við að kreista bólur á bara einhverjum...! Nópe...held að það sé ekki mín deild sko, hvað ef það myndi t.d. spýtast gröfur úr viðkomandi framan í mann...ég meina allt getur gerst! Fengi kannski gröft í augað eða upp í sig eða eitthvað...hmmm....en ég lít allavegana út eins og ég sé með einhverja sárasótt eða eitthvað í andlitinu, hef tapað megninu af mínum náttúrulegu og sjarmerandi bólum og fengið sár í staðinn sem verða örugglega orðin að bólum aftur í kvöld eða eitthvað....væri allavegana alveg eftir minni heppni! En yesyes...er á leiðinni til tannlæknisins, ef hún hendir mér þar að segja ekki út vegna sárasóttar....ég er viss um að ég held tannlæknastofunni hérna gangandi og allt út af einni tönn, ég er allavegana á leiðinni í fimmta tímann út af sömu tönninni sem var gert við árið 2000 eða eitthvað...svo fékk ég tannpínu um verslunarmannahelgina og þurfti að fara í einhvern neyðartíma...fékk aftur tannpínu í hana um páskana og það var gert við hana í svona c.a þriðja tímanum eða eitthvað og svo fékk ég tannpínu aftur á síðasta fimmtudag og þá voru báðir fokkings tannlæknarnir í Reykjavík og ég fékk ekki tíma fyrr en í dag....var mikið að spá í að fara aftur í svona neyðartíma á Egs en ég var svo hrædd um að tannlæknirinn héldi að ég væri algjört fífl ef að ég kæmi aftur með sömu helvítis tönnina þannig að ég óverdózaði bara af verkjatöflum og var í alveg fínum fíling...ég held að ég sé óheppin að eðlisfari...það hlýtur að vera eina útskýringin...

Guðrún Veiga
Þokkalega köttuð á kantinum

26.5.03Svoldið súrir á svip á leiðinni í tukthúsið greyin....greinilegt að það getur hver sem er verið ótínt glæpahyski! Mér finnst Árni sko ekkert svo myndalegur lengur....skil samt ekki hvernig Maríkó (eða hvað sem hún heitir) og Dóra Takafffúussaa geta látið sjá sig út á götu, ég meina þær hljóta nú að hafa vitað af þessu....ekki héldu þær að þeir drulluðu bara peningum..! Jahh...kannski...lítur nú út fyrir að þetta sé allt frekar tómt lið! Ohhh....norska lagið er í útvarpinu..."Cos æm in loveee with a bjútifúl girl..." Hann Jósteinn bræðir mig bara alveg karlinn..!
Var að lesa júróvisjónbloggið hjá Gísla Marteini og Loga....hefði viljað uppgvöta það fyrr...því Logi þúst er sexý : ) Ég var að fá eitthvað bréf frá Vildarklúbb Flugleiða þar sem að ég er bara kölluð ágæti félagi og boðin velkomin í klúbbinn, ég minnist þess ekki að hafa skráð mig í þetta...ekki skráist maður í þetta sjálfur....þetta kostar örugglega eitthvað milljón eða eitthvað, svo fæ ég sent eitthvað Saga Bonus kort sem að ég á að safna puntktum á í hvert skipti sem ég flýg eitthvað....ég sem flýg nebbla svo "mikið"....og þegar ég er komin með eitthvað milljón punkta eða eitthvað þá fá ég frítt flug...örugglega svona um sextugt eða eitthvað...

Guðrún Veiga
Félagi í Vildarklúbbi Flugleiða

25.5.03

Ég lofa að fara að vera duglegri að skrifa....ef það les þetta þar að segja einhver ennþá...
Já...ég er búin að vera löt, ég veit! En líf mitt er svo viðburðarsnautt þessa daganna að það tekur sig ekki að eyða orðum í það... ástæðan fyrir letinni getur líka verið nýja fallega fallega fartölvan mín sem ég get ekki látið frá mér....lét hana þó frá mér meðan ég horfði á Júróvisjón, og hvað var málið? Belgía..? Þetta var allra ömurlegasta lagið í keppninni....einhver karl með sekkjapípu og í nælonsokkabuxum og einhverjar kerlingar sem litu út eins og ógreiddar tíkallamellur...! Þetta lag skiptist á að vera í fyrsta og öðru sæti allan tímann en endaði svo í þriðja, guði sé lof! Mér fannst nú Birgitta ívið flottari en þetta Belgíska pakk! En ég er samt sátt við að gervilessurnar í t.a.t.u hafi ekki unnið....lagið var ekki einu sinni flott og þær höfðu nákvæmlega ekkert að sýna fyrst að þær þurftu að sleppa þessum lespóstælum...! Lagið sem vann var nú svosem ágætis drulla þó að kerlingin sem söng það hafi litið út eins og vampíra og lagið hljómað eins og Kiss Kiss með Holly Valance, en mér fannst lagið frá Króatíu mun flottara og svo hélt maður nottla með Gittu....en hún stóð sig nú bara helvíti vel....var reyndar bara ógeðslega flott og átti nú betra skilið en 9. sæti þó að það sé nottla ekki slæmt..., lagðist allavegana ekki svo lágt að vera hálfnakin eins og 90% af söngkonunum þarna og fyrir það fær hún alla mína virðingu! En ég vonaði samt að norski leikskólakennarinn hann Jósteinn myndi rúlla þessu upp...: ) Yesyes....annars frekar leiðinleg keppni þetta árið, kannski af því að við vorum fyrst í röðinni og þá hefur maður ekkert til að bíða eftir restina af keppninni....

Horfði auðvitað á Ungfrú Ísland á föstudaginn, allar voða stinnar og fínar: )....hefði svo sem alveg getað verið þarna ef ég væri ekki fátækasti námsmaður í heiminum..:) En ég var sátt með úrslitin og ætla að leggja inn beiðni hjá Mrs.Alavis um að fá að máta kórónuna við fyrsta tækifæri.....hef sterkan grun um að ég taki mig helvíti vel út með hana...hehe:) Mér fannst fulltrúar Austurlands standa sig alveg eins og hetjur....komust allavegana báðar í “úrslitin”....fannst samt Soffía Tinna frekar eiga vera í sæti þó að Æsa sé mjög glæsileg sko....og sjúklegur kjóllinn sem að Soffía var í....og sem Tinna var í líka.....gvöð, spáðí tækifærunum sem þessar stelpur fá sem unnu keppnina til t.d. að ferðast...t.d. er Tinna bara á leiðinni til Tókýó eins og fín manneskja í júlí að keppa í einhverju sem ég man ekki hvað heitir....já...það er svona nánast því eini kosturinn við að vinna svona keppni og auðvitað nottla öll verðlaunin sem að maður fær...! Annars er þetta örugglega bara living hell...! Þó að ég viti nottla minnst um það...

21.5.03

wild kyleYour Guy is Wild Kyle!


The guy for you is Wild Kyle.

He is a spontaneous, crazy guy who always has surprises up his sleeve.

He is always up for anything and isn't afraid of your kinky ways.

With a man like Wild Kyle, you will always have someone to go on an adventure with.What Guy is Perfect for *You*?

More Great Quizzes from Quiz Diva

20.5.03

Já....eignast langþráðu fartölvuna mína líklega á morgun....og hún er með skrifara sem einnig er mjög svo langþráður! Var búin að reyna að sannfæra bróðir minn fyrir síðustu jól að biðja mömmu og pabba að gefa sér svoleiðis í jólagjöf en neiii....gekk ekki...en hann hafði þó vit til að biðja þau um P2 þannig að ég "eignaðist" DVD spilara....ohh...ég hlakka svo til, ég ætla að skrifa diska eins og meiníak....ég er samt sem áður að bilast á þessu aðgerðarleysi....í gær hringdi Sara í mig og spurði hvað ég hefði verið að gera í dag...mér fannst ég hafa verið að gera heilmikið þangað til ég fór að telja það upp fyrir hana....ég vaknaði klukkan 10, horfði á Bridget Jones´s Diary...fékk mér að borða þegar hún var búin og horfði á Head over Heels....skrapp aðeins í bankann...fór heim og horfði á Leiðarljós, fleira held ég að ég hafi ekki gert! Nema að ég fór á bókasafnið...ohhh...ég elska bókasöfn....þá kemur nördið í mér upp...ég vildi að ég gæti búið á bókasafni! En allavegana þá tók ég bókina hennar Betu Rokk "vaknað í Brussel" og ég las hana í gær...og hvílík gargandi snilld! Er samt ekki alveg frá því að hún ætti kannski að fara í meðferð en góð bók engu að síður! Svo tók ég líka nýju Bridget Jones bókina, reyndar búin að lesa hana en hún er svo drullugóð að ég verð að lesa hana aftur...ohhh...ég elska Bridget Jones...bækurnar og myndina! Napóleonsskjölin eftir Arnald Indriðason varð einnig fyrir barðinu á mér og ég ætla að byrja á henni á eftir....Núna er forgangsverk mitt að kljást við gerpið hann litla bróðir minn sem liggur í forstofunni hágrenjandi því hann þorir ekki á fótboltaæfingu því að það er kónguló á sólpallinum....áðan var það geitungur....ekki mér að kenna að hann sé snarbilaður, ekki á ég hann...!!

Guðrún Veiga
NÖRD!!

18.5.03

Ég er að verða eitthvað snarbiluð í hausnum...þetta aðgerðarleysi er að ganga frá mér! Í dag fékk ég mér brauð með kotasælu, skinku og appelsínugulri papriku...hvað er það?...ég sem borða ekki einu sinni kotasælu! Ég finn hvernig heilasellurnar drepast hver á fætur annarri....og á meðan ég borðaði þessi herlegheit horfði ég á Pretty Woman og grét alveg óvenjulega mikið yfir henni...! Og síðan hvenær eru til appelsínugular paprikur..?..þetta hefur örugglega verið eitthvað stökkbreytt kvikindi...mér líst ekki á blikuna..!

Fór með mömmu upp í Egilsstaði í dag og við neyddumst nú til að keyra í gegnum Reyðarfjörð þar sem var verið að opna BYKO verslun....fullt af opnunartilboðum og læti og auðvtiað trooooðfullt að fólki. Það er eins og það springi einhverjar æðar í hausnum á fólki þegar það heyrir orðið tilboð...eða afsláttur...og fólk mætir bara til að kaupa eitthvað af því að það var á tilboði....svo sprakk nú örugglega stór æð í hausnum á mömmu á leiðinni uppeftir því að hún stakk upp á því að ég myndi kaupa mér fartölvu...ég sló höndinni auðvitað ekki á móti því og verð örugglega orðin stoltur fartölvueigandi í þarnæstu viku...: )

17.5.03

BlakeGuiding
Blake Thorpe: Thu ert illgjorn kona sem svifst
einskis til ad koma ser a framfaeri, baedi i
atvinnu og astum! Pabbi thinn er rikur og
voldugur og thu notar sambond hans oft til ad
koma ther a framfaeri. Nuverandi elskhugi thinn
er fyrrverandi elskhugi modur thinnar og
erkiovinur pabba thins! En thad stodvar thig
ekkert!


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla

Ég hef lagst svo lágt undanfarna daga að horfa á Leiðarljós...og rakst svo á þetta fína próf í volæði mínu! Vill nú samt koma því á framfæri að núverandi elskhugi minn ( sem er nú enginn...nema auðvitað Jóhann) er ekki fyrrverandi elskhugi móður minnar..!! Og pabbi er nú ekkert voðalega voldugur...nema hann sé að leyna mig einhverju kallinn..?!?

Ja man...ball á Egilsstöðum og ég er obvíouslí ekki þar og er nú bara svona drottins drullusama! Á ekki fagrar minningar frá síðasta "Maze" balli og ákvað því bara að vera róleg í þetta skiptið! Fór á vorskemmtunina áðan...það var alveg endalaust fyndið að horfa á krakkana í 1.bekk kynna sig og segja hvað þau ætluðu að verða þegar þau yrðu stór....sum voru eins og þau hefðu skellt í sig 7-8 glösum áður en þau stigu á svið! Svo kom yndislega jússíbollan hann bróðir minn sem var búin að ákveða að segjast ætla að verða "eiturmaður" (hans útskýring á því var að það væri maður sem kynni að búa til eitur..) þegar hann yrði stór...en ég fékk hann nú til að breyta og segja vísindamaður í staðinn...svo stígur hann á svið, kynnir sig með stæl og tilkynnir svo salnum að hann ætli að vera "beinagrindarfræðingur" þegar hann verður stór...held að hann hafi ímyndunaraflið frá mér...:)

Guðrún Veiga
Ógeðslegasti félagsskítur í heiminum...

16.5.03

Letin hefur yfirbugað mig...var búin að gleyma hversu viðburðarsnautt líf manns verður þegar maður er í fríi...ekki það ég hafi eitthvað á móti því að sofa fram að hádegi og bora svo bara í nefið fram á kvöld...! Reyndar hefur Sara nú reynt að halda í mér lífinu...fórum á rúntinn um daginn og ákváðum nú að skella okkur að vaða í heita vatninu inni í sveit. Jóhann var nú eitthvað var við ferðir okkar í sveitinni og sneri sig næstum úr hálsliðnum þegar hann var að reyna að sjá hvert við værum að fara! Svo svona um miðnætti vorum við orðnar einar í bænum og hringdum þá í Jóhann og báðum hann að koma í feluleik...og þó ótrúlega ótrúlegt sé þá var Jóhann til í það! En það var allavegana alveg ógeðslega gaman...Sara var í einhverju adrenalínssjokki og keyrði um allan bæinn á 100-120, gargandi og með slökkt ljósin svo að Jóhann sæi okkur ekki....auðvitað unnum við leikinn því að við fundum hann alltaf því honum fannst svo hallærislegt að vera einn að keyra um með slökkt ljósin..! Svo eitt skiptið þegar Jóhann gat bara ekki fundið okkur sáum við glitta í bílljós í Bleiksárhlíðinni...þá var félaginn bara búin að gefast upp og fór bara heim...en við lokkuðum hann í leikinn aftur enda kynþokkafullar með meiru : )

Býst við því að vera föður mínum til halds og trausts á vorskemmtun grunnskólans í kvöld....já leiðinlegt en ég er tilneydd...3 yngri systkini og mamma sem er kennari...ég kæmist ekki undan þó ég myndi skjóta mig! Ég á nú þónokkrar vorskemmtanir að baki....eftirminnilegast er nú þegar ég missti út úr mér "haltu kjafti helvítis tussan þín" við Tinnu Alavis upp á sviði og áhorfendur köfnuðu næstum því...tölum ekki meira um það...

12.5.03

Ég tapaði loksins geðheilsunni í hádeginu í dag...ég var að keyra upp í Egilsstaði og þegar ég var komin á Reyðarfjörð lenti ég á eftir einhverjum gámaflutningabíl sem var bara með lögreglufylgd og læti...og hann keyrði á fokkings 50 og ég lufsaðist á svipuðum hraða fyrir aftan hann ALLA LEIÐINA UPP Í HELVÍTIS EGILSSTAÐI...og aumingja ég sem keyri ekki einu sinni svo hægt innanbæjar! Svo var ógeðsleg drulla á veginum og ég var alveg í rassgatinu á honum og þá svettist þessi þvílíka klessa á framrúðuna og ég sé bara ekki baun...gríp í það örþrifaráð að nota rúðupissið en nei...auðvitað ekki..rúðupissið búið og ég var að gjöra svo vel að stoppa og þurrka framan af rúðunni!?! MEÐ BERUM HÖNDUM...tek ég fram...: ) Svo þegar ég kemst loksins upp á dalinn þá er svo bjart að ég hélt að ég væri bara að sjá ljósið og guð og allt saman....svo á endanum sá ég nú bara varla neitt nema auðvitað flutningabílinn svo að ég neyddist til að setja upp bláu speisgleraugun hans pabba...og þá er það nú venjulega orðið slæmt þegar ég bregð á það ráð að setja þau upp...en ég komst nú víst svona næstum klakklaust upp í Egilsstaði þrátt fyrir að vera hálf veik á geði eftir þessa ferð! Greinilega ekki mæ lökkí dæ frekar en venjulega....

ég þurfti að skutla mömmu í vinnuna klukkan 8 og ákvað að taka sjénsinn og fara bara á náttfötunum því ég ætlaði sko aftur að sofa...svo kem ég heim og ég tók ekkert eftir því að Hemmi, minn ágæti nágranni sat inni í bíl hjá sér, Hildur hinn ágæti nágranni minn var á svölunum hjá sér og svo keyrði bræðslubílinn framhjá...með væntanlega flesta bræðslukarla bæjarins innanborðs og þykir mér meira en líklegt að þau hafi séð glitta í mig hlaupandi upp töppurnar í hundanáttfötunum mínum og "spariskónum" (nennti ekki að reima hina..)...halda örugglega öll að ég sé eitthvað snarbiluð..."hvaðan ætli hún sé að koma klukkan 8 á morgnana á náttfötunum?"..viss um að það verður brottflutningur úr Bleiksárhlíðinni á næstu dögum...

Guðrún Veiga
Geðveikur ökumaður á náttfötunum
Fari það í feitasta rassgat....er að fara í þýskupróf og veit lítið...já lítið sem ekki neitt! Ætlaði að vakna klukkan 8 í morgun og vera ægilega dugleg...en viti menn ég svaf nokkrum klukkutímum lengur og skellti mér svo í sturtu í örugglega meira en klukkutíma þannig að það var lítið úr lærdómnum....

Guðrún Veiga
Fífl með meiru..

11.5.03

Það féllu næstum tár í morgun þegar ég reis á fætur og hljóp beint fram í stofu....beint á textavarpið...hvílík vonbrigði að Ingibjörg Sólrún hafi ekki komist inn....Ég tók þá ákvörðun í gær að kjósa Samfylkinguna í staðinn fyrir X-U...var eitthvað búin að heyra að þetta væru bara stælar í mér með X-U en svona fólk getur bara hoppað upp í óæðri endann á sér...:o) En ég vildi helst sjá ríkisstjórnina falla....er orðin leið á fælnissjúklingnum honum Davíði og hirðfíflinu hans Halldóri....en já ég fæ víst engu breytt....samt ánægð með að sjá að Dagný hafi fengið sæti, hefði örugglega kosið Framsókn ef ekki væri fyrir djöfulsins fáráðinn hann Halldór...en annars eru Ingibjörg og elskan mín hann Steingrímur í mestu uppáhaldi hjá mér og ég ætlaði mér að kjósa vinstri græna, skipti eiginlega ekki um skoðun fyrr en í kjörklefanum....eftir miklar fortölur foreldra minna, þó var pabbi sáttur með að ég ætlaði að kjósa einhvern flokk í stjórnarandstöðunni og hótaði að bjóða allri fjölskyldunni til Kanaríeyja ef ríkisstjórnin myndi falla...helvítis...: ).....en það er svosum alveg satt að stefna X-U á sumum sviðum er nokkuð öfgakennd....en sjálfstæðisflokkinn mun ég aldrei kjósa og Framsókn kemur ekki til greina fyrr en Halldór fer undir græna torfu! En já...ég get svosem sætt mig við að Samfylkingin vann stóran sigur þó að Ingibjörg hafi ekki náð inn...bætti við sig í öllum kjördæmum og fylgi X-Davíð dalaði þvílíkt sem er ekkert nema gott...en já...fleiri skoðunum um stjórnmál ætla ég bara að halda fyrir sjálfan mig...og nei þetta er ekki bara í nösunum á mér...

Þýskupróf á morgun....fjúff...veit lítið sem ekki neitt...náttúrufræðipróf á þriðjudaginn....veit alls ekki neitt og svo er ég búin...og þá tekur við næstum mánuður sem ég ætla bara að nota til að liggja eins og aumingi með hor, byrja nebbla ekki að vinna fyrr en 5.júni..

8.5.03

4 búin og bara þrjú eftir.....ahhhhh.....franska, þýska og náttúrufræði eftir...! Reyndar eitt munnlegt próf sem ég á að mæta í hjá Jóa Ragga fyrir 3 mínútum...mig dreymdi í nótt að ég væri með þessa bráðarlungabólgu...það getur ekki boðað gott...

4.5.03

....var að rifja upp áðan að það er rúmlega ár síðan ég fékk bílpróf....hmmm...einungis 3 atriði sem standa upp úr á þessu ári sem ég gerðist ökumaður....t.d. þegar ég keyrði út í skurð með stæl í sumar og að venju á bíl foreldra minna...já það þurfti að draga bílinn upp en þó ótrúlegt megi virðast var hann í heilu lagi þannig að ég lifði þann dag af með naumindum....svo kláraði ég nú dæmið nú á dögunum með því að keyra á einhvern járnkassa fyrir utan sjoppuna og gerði foreldra mína nokkuð mörgum þúsundköllum fátækari...eyðilagði nebbla stuðarann, húddið og ljósið.....flott á því að venju...löggan hefur aðeins einu sinni komið við sögu á þessu ári og það var um jólin á Norðfirði þegar ég var tekin á 3 sumardekkjum í ffffllljjjúuugaaannndddii hálku og að þessu sinni ekki á bíl foreldra minna þó undarlegt megi virðaast....jamm...þá er það upp talið held ég....

Ég er viss um að heilinn á mér velli út um eyrun á mér ef ég læri eitthvað meira...2 próf búin og heil 5 eftir....fór í íslenskupróf í gær sem var nú bara svona næstum létt...miðað við að Stefanía Ósk kennir áfangann! Svo sálfræðipróf á þriðjudaginn en tek það bara í skólanum hérna og er svona að halda í vonina að mamma fái að sitja yfir mér...sem er nottla ekki sjéns í helvíti....en það sakar ekki að vona geri ég ráð fyrir...

1.5.03

Ég var að taka próf á afstaða.net þar sem á að koma í ljós hvaða stjórnmálaflokk maður styður ef maður svarar einhverjum 15 krossaspurningum...niðurstöðurnar mínar voru eftirfarandi...
62% Frjálslyndi flokkurinn
54% Vinstri grænir
46% Samfylkingin
38% Framsóknarflokkurinn
31% Sjálfstæðisflokkurinn

Held að X-F sé bara málið...eða X-U jafnvel...

Síðasti skóladagurinn búinn....ég kvaddi Egilsstaði með litla sorg í hjarta í dag....vildi óska þess að ég þyrfti aldrei að stíga mínum fína fæti inn í þennan skóla aftur....bara 2 annir eftir af þessari vítiskvöl!! Tvísýnt hvort ég haldi það út..?!?!