29.4.03

Fjúff…..ég er búin að vera svo dugleg í kvöld að það rýkur úr rassinum á mér…nei ekki alveg í bókstaflegri merkingu sko!! En ég var að enda við að klára 10 blaðsíðna ritgerð…ég endurtek 10 BLAÐSÍÐUR….um Alzheimer í sálfræði 223! Þetta er sko ekki búin að vera “mæ lökkí day” frekar en venjulega….fór í þýskupróf í dag og fannst mér ganga bara alveg svona nokkuð vel….kemur svo ekki gerpið hann Ronald til mín þegar ég er í frönskustoðtíma og spyr mig hvað ég hafi eiginlega verið að gera á þýskuprófinu í dag og sagðist ekki kunna við að segja mér einkunnina mína, ég yrði bara að sjá hana sjálf….lítur ekki út fyrir að ég sleppi við lokaprófið í þýsku þetta árið!?! Svo droppaði ég nú í stoðtíma til Bryndísar Ford af því ég er nú í P í náttúrufræði og ætlaði að fá lesefni fyrir lokaprófið og svollis….en nei….hendir hún í mig öllum verkefnum sem gerð hafa verið í áfanganum í vetur og tilkynnir að ég eigi eftir að gera þau öll….c.a 10-12 talsins eða svo og síðasti skiladagur er á MORGUN...annars er ég fallin….ég sem stóð alltaf í þeirri trú að ég tæki 80% lokapróf og þyrfti ekki að skila neinum verkefnum….ég á langa langa laaaaaaanga nótt fyrir höndum og ætla fara að dæla í mig kaffi….magic…vodkablöndu eða eitthvað…

Guðrún Veiga
Námsmaðurinn "stórkostlegi"

28.4.03

ahahaha....

Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:

Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið

Hann er svosum fínn kall.....en ég set X við F eða kannski U...maður veit aldrei! Allavegana ekki D-avíð...!
Við lentum í alveg ægilegu ævintýri á Fagradalnum áðan.....vorum rétt komnar frá Reyðarfirði, ég Sara og Tinna á Volvonum auðvitað, þegar dekkið byrjar að gefa frá sér einhver stórundarleg hljóð....Tinna var voða bjartsýn "þetta er bara vatn eða snjór eða eitthvað" og við keyrðum bara áfram en hljóðið hvarf ekkert þannig við stoppuðum og Tinna gekk hringinn í kringum bílinn til að athuga málið..."neinei það er ekkert að" svo opna ég hurðina hjá mér og fæ bara þvílíkan reyk framan í mig....er þá ekki dekkið svona nett sprungið á miðjum Fagradalnum og pissandi rigning og kuldi úti!?! Tinna var svosem ekki lengi að húkka einhvern flutningabílskarl frá Bólholti og hann var svo vænn að hjálpa okkur að skipta um dekk...sem var nú ekkert lamb að leika sér við því skrúfurnar í sprungna dekkinu voru svo helvíti vel hertar að felgulykilinn beyglaðist bara en karlinn var alveg ægilega vel búin verkfærum og náði að laga þetta á einhverjum hálftíma....á meðan var ég nottla nærri dauða en lífi úr kulda og ég er ekki frá því að ég sé komin með væg einkenni af asíulungnabólunni....

Guðrún Veiga
Ævintýramanneskja með asíulungnabólu

26.4.03

Munnurinn á mér er svona allur að koma til eftir ferðina til tannsa sem var b.t.w klukkan fokkings fjögur....og hvað eru margir klukkutímar síðan? Haldið þið að karlinn hafi ekki bara hætt við að taka endajaxlinn og fór bara að rótfylla eitthvað í staðinn....ohhh...hann boraði svo langt niður að ég fékk verk í rassinn! Og núna er ég svona nett dópuð af verkjatöflum því ég finn svo agalega til...sko í tönninni, ekki rassinum! Svo þurfti hann að setja einhvern svona plastdúk þvert yfir andlitið á mér og hann spurði hvort ég vildi grænan eða fjólubláan....var mér ekki bara alveg drullusama hvernig þessi helv.."dúkur" var á litinn?!? Valdi nú samt fjólubláan svona fyrst ég fékk að velja... Svo var hann eitthvað ægilega bara að spjalla meðan ég var með fullan túlann af drasli...."ertu í Menntaskólanum á Egilsstöðum?" ég svona reyndi að koma einhverju "aha" hljóði út úr mér það gekk ekki betur en það að þessi svokallaði dúkur þarna losnaði og smelltist alveg illilega í eyrað á mér...(fann sem betur fer lítið fyrir því af því hann deyfði mig svo heiftarlega....alveg upp í eyrnarsnepla), hann lét það nú ekki á sig fá og festi hann aftur og þá fór hann að spyrja hvernig gengi að lesa undir prófin....hann var ekkert alveg að ná að það er ekkert hægt að vera að spjalla lamaður í hálfu andlitinu af deyfingu, með sogtækið þarna í munninum og þennan líka huggulega dúk yfir andlitinu....

Guðrún Veiga
Lömuð í eyrnasneplunum

25.4.03

Ahahaha...þetta er alveg endalaust fyndin kall sem er hægt að hlæja alveg endalaust mikið af ef maður nennir að fylgjast aðeins með honum...þetta er bara fyrir þig Sara mín!....aðeins 2 tímar í endajaxlatöku! Þetta gætu verið mín hinstu orð sem ei lömuð kona....


Guðrún Veiga
Ekki lömuð ennþá
Jesús, María, Jósep og allir hinir....ég er að fara í endajaxlatöku í dag Sonja hughreysti mig samt þó nokkuð í morgun þegar hún tilkynnti mér að maður gæti lamast öðru megin í andlitinu....það er ekki hægt að segja að ég eigi ekki góða vini...ha! En andskotinn hafi það ég verð þá bara með lafandi auga og skakkt bros ef ég lifi þetta af þar að segja...guð veri með mér!
Elskan mín hún Sandra Rut á afmæli í dag....hér er hún ásamt ástmanni sínum til margra ára...til hamingju Sandra mín:*:*

24.4.03

Ég er búin að vera alveg hættulega dugleg að læra í dag....tók mig nú til og rispaði af einu stykki félagsfræðiritgerð sem ég átti nú reyndar að skila 19. mars síðastliðin....en betra seint en aldrei ekki satt?! Svo held ég að Sara hafi dottið illa á hausinn í dag því hún hringdi í mig í dag af því henni langaði svo agalega út að hlaupa....ég endurtek þetta var Sara sem hringdi....já...allt getur gerst! Ég tek það fram að ég fór auðvitað ekki með henni...en ég er að fara að halla mér á annað augað því Egilsstaðir bíða mín klukkan 8 í fyrramálið...því miður..!
Það lítur út fyrir að draumur minn hafi ræst eftir allt saman...ég er svona eiginlega flutt af vistinni, ætla allavegana aldrei að sofa þar aftur...á þessari önn...og þó ótrúlegt sé miðað við nýliðna atburði ætla mínir ástkæru foreldrar að treysta mér fyrir kagganum til að keyra á milli í prófunum....ekki amalegt það! Mig dreymdi alveg rosalegan draum í nótt....mig dreymdi að ég væri á náttfötunum og í úlpunni hennar mömmu í kringlunni...svo var ég á tánum í þokkabót líka svo reyndi ég að komast heim en mér var ekki hleypt upp í strætóinn og bílstjórinn tuggaðist endalaust á því að hann mætti ekki hleypa inn fólki á línuskautum...ég var ekkert á neinum djöfulsins línuskautum þannig ég neyddist til að vappa um Reykjarvíkurborg á náttfötunum og á tánum .....en stórfurðulegur draumur samt sem áður! Svo ætlaði ég að vakna klukkan níu til að fara að læra...en ég vaknaði ekki fyrr en nokkrum klukkutímum seinna og núna er ég ennþá á náttfötunum og ekki búin að líta í bók!

Í gærkvöldi horfði ég á Steingrím J. Sigfússon bbbaaakkkkaaaa hálvitann hann Halldór Ásgrímsson í kastljósinu svo bauð Sara mér á smá "krús" eins og hún orðaði það...sem var nú bara stórfínt í alla staði....en ég verð að fara að koma mér í föt og fara að læra! Sendi að lokum baráttukveðjur til vinstri grænna...!

Guðrún Veiga
ekki á línuskautum

23.4.03

Þá er sumarvinnunni loksins reddað...lítur allt út fyrir að ég flytjist búferlum til ömmu og afa á Seyðisfirði í sumar....ekki amalegt það Svo varð ég nú loksins 18 ára mánudaginn sem leið...fékk skítfáar afmæliskveðjur en Urður tók sig nú til og hringdi í mig klukkan örugglega 9 um morguninn til að spyrja hvort það væri ekki ææææððððiiisssllleeegggttt að vera orðin 18...nei ég þoli ekki þegar fólk hringir í mig á "nóttunni"... En henni er auðvitað fyrirgefið því að ég get víst ekki verið vinalaus á Seyðisfirði í sumar...Sara óskaði mér ekki til hamingju með afmælið, heldur til hamingju með að vera orðin lögr**a...helvítis pervertinn! En hún mundi þó eftir því...það er meira en hægt er að segja um suma ...ha... En fyrir þá sem vilja tek ég enn við peningaframlögum...!

Ég gæti grenjað úr mér augun út af því að páskafríið er búið... Ég hata þennan helvítis skóla og ég hata þessa djöfuflsins heimavist...ég vil fara heim!

Guðrún Veiga
*grát*

18.4.03

Ægileg ferming hérna í húsinu í gær....dagurinn byrjaði með eindæmum vel þegar ég ætlaði að skreppa aðeins á sjoppuna og kaupa mér nælonsokkabuxur en það var ekki búið að opna þannig að ég keyrði alveg upp að henni til að sjá hvenær myndi eiginlega opna og svo keyrði ég bara af stað eins og fín manneskja með augun ennþá á auglýsingunni með þeim afleiðingum að ég keyrði á einhverja járntunnu sem er fyrir utan sjoppuna.....braut framljósið....beyglaði húddið og rústaði stuðaranum...var b.t.w á bíl foreldra minna....!! Svo þegar ég var að renna að húsinu til að fara og gleðja mömmu og pabba með þessum fréttum sá ég hvar amma og afi nálguðust í hinum enda götunnar....þannig ég hljóp upp og öskraði "ég klessti bílinn" og í þeim töluðu orðum gengu ættingjar mínir inn og björgðu mér frá afhausun...! ....Svo var ég búin að ákveða að láta mig bara hverfa með síðustu gestunum en gamla settið tók þessu nú með mestu ró og fékk ég sáralitlar skammir miðað við það sem ég hafði ímyndað mér...og eins og má sjá er ég enn á lífi þó undarlegt megi virðast!

En burtséð frá því var ég nokkuð sátt með úrslitin í Ungfrú Reykjavík...fannst þessi sem vann ekki nógu sæt! ...ef helvítis garmurinn hún systir mín hefði ekki verið að fermast hefði ég farið á keppnina því Tinna var meira að segja búin að gefa mér miða og ég var búin að gera heiðarlega tilraun til að gera Þórdísi að votta jehóa en það gekk ekki sem skyldi! Já...ég er búin að vera asskoti löt að skrifa undanfarið...fór nottla til Reykjavíkur síðustu helgi og kom til baka með stórt samviskubit...ég og Tinna fórum nefinlega nokkrum sinnum út að borða...eða bara allan tímann sem ég var þarna....og á meðan ég var að borða hamborgara, pizzu eða brauðstangir fékk hún sér svona c.a 3 salatblöð og hálfan tómat eða eitthvað....svo þegar við fórum í bíó hakkaði hún bara í sig tyggjó eins og geðsjúklingur á meða ég fékk mér popp, kók og ýmislegt annað góðgæti....fjúfff...já samviskubitið nagar mig ennþá ef svo má að orði komast....en fín ferð samt sem áður....eyddi alltof miklum pening og borðaði alltof mikið af óhollustu.....!! En já...ég ætla að fara að fá mér tertu eða eitthvað....svo er ég hætt að borða þegar fermingarafgangarnir eru búnir.....!!!!

10.4.03

Já...long time no see sko....ég er að verða búin að næla mér í stórt magasár sökum áhyggja vegna útborgunar sem ekki hefur enn skilað sér...og það er Reykjavík klukkan 09:25 í fyrramálið og ekki mæti ég þangað með tómt debetkortið mitt sem inniheldur 62 íslenskar krónur þessa stundina! Já ég er um það bil að fara yfir um...ef ég er þá ekki bara farin yfir um...ég er allavegana á barmi hjartaáfalls og taugaáfalls...

7.4.03

Ég verð venjulega aldrei veik...7-9-13...en núna er ég orðin eins og einhver veirusleikja....ég hreinlega næli mér í allt sem er að ganga! Nú er ég allavegana komin með flensu og guð má vita hvað verður næst....pifff..

Guðrún Veiga
Veirusleikjan ógurlega

5.4.03

Ég ætlaði nú aldeilis að hafa það náðugt og skrópa í fyrsta tíma í morgun þannig ég gæti sofið fram að hádegi...en nei...rétt fyrir 10....ég endurtek 10!!!! Birtist Hildur Karen í dyrunum og ég heyrði svona með öðru eyranu og "undirmeðvitundinni" að Sara sagði henni að ég væri sofandi...en nei...Hildur skellti sér þá bara upp, lagðist við hliðina á mér, hóstaði eitthvað og ræskti sig þannig að ég myndi örugglega vakna og hélt mér svo á snakki til korter yfir 11 og þá tók sig nú ekkert að fara að sofa aftur...!! Og þakka ég henni með nettan pirring í hjarta fyrir þessa morgunstund sem átti sér stað einum of snemma samkvæmt minni klukku...Jesús, María og Jósep...aðeins 17 dagar þangað til ég á afmæli og verður Ormurinn minn fyrsti áfangastaður þegar klukkan sleikir miðnætti...og ég býst við að Hildur Karen fylgi í kjölfarið og jafnvel Sandra Rut líka...

4.4.03

Það datt eiginlega allt út og allt í fokki...ég gæti blótað endalaust og nenni ekki að laga þetta betur fyrr en á morgun....

2.4.03

Eftir að hafa horft svona c.a 10 sinnum á "Stebba Jak" með fíflinu henni Söru er ég ekki frá því að hann hafi barasta átt að vinna keppnina...ég er allavegana á þeirri skálminni að hann hafi átt að vera í sæti! Hann var 1000 sinnum flottari en gufan sem var í 3ja sæti...og svo spillti fegurð hans nottla ekki fyrir og gítarleikarinn sem var með honum...*slef* Allavegana er engin spurning að ég mæti á næsta ball með "Douglas Wilson"...og Sara örugglega líka...
9 dagar í Reykjarvíkurferð og páskafrí og einungis 8 dagar í útborgun...þetta styttist óðum..! Ekki nema 2 vikur eftir af kennsludögum og ég drulluféll á mætingartímabilinu sem var að enda en ég náði að bjarga mér fimlega frá 77% upp í 91%...geri aðrir betur...

1.4.03

Það er búið að vera eitthvað að þessu djös bloggerdrasli þannig að ég hef lítið sem ekkert komist til þess að gleðja landann...já sorglegt en nó vorrís æm bakk...! Já aðeins 10 dagar í Reykjarvíkurferð og 9 dagar í útborgun og lítill sem enginn biturleiki út í menn eða dýr....gerist lífið betra..?!?! Held ekki...! Langar þó alveg agalega að skella mér á Ungfrú Austurland um helgina en nei....þá verður maður bara að gjöra svo vel að kaupa allan pakkan á 5300 - mat, keppnina og helvítis ballið...! Ég myndi sko aldeilis fyrr dauð liggja en að láta sjá mig á balli með Ber....fyrr kólnar í helvíti...ullabjakk! En annars bjó ég veik í sófanum um helgina hefði verið alveg fínasta fínt ef faðir minn hefði hætt að tuggast á því af hverju ég hefði ekki bara skellt mér til Akureyrar og lét mér líða ennþá verr og svo þegar fagnaðarlætin sem brutust út þegar Magga Dagga steig á svið spurði hann hvort að ég væri sú eina sem hefði ekki farið og gerði mig enn bitrari...ágætis kall samt sem áður sko...:) En ég virðist vera sú eina sem er eitthvað sátt með þetta sigurlag...lagið kannski ekkert sérstakt en stelpan söng alveg sjúklega vel...og þessi HommaFlosi þarna...fjúff...dónt get mí started sko....! En Magga var flott og Andri nokkuð flottur líka...hefði samt verið flottara hjá honum...ef að já...nó komment...ohhh..það er svo ógeðslega lykt allstaðar fyrst að helvítis bændadurgarnir hérna eru að bera skít á túnin...lyktin er svo sterk og viðbjóðsleg að það er eins og maður liggi á þörmunum á beljunni...!

Guðrún Veiga
Lítið sem ekkert bitur