Djöfull er ég bitur núna....andskotans beljan hún Tinna var að sýna 10.bekk frá
Alabama skólann í morgun og tók þá ákvörðun að sýna þeim herbergið okkar...auðvitað án nokkurs samráðs við íbúana..!! Góði Guð sko...herbergið leit út eins og 5 feitir karlar hefðu búið þar á brókinni í einhverja mánuði og ég stóð bara þarna eins og illa skreytt jólatré, skítmygluð ennþá í náttfötunum og greip svo það örþrifaráð að læsa mig bara inn á klósti og heyrði svo Tinnu tilkynna að því miður gætu þau ekki fengið að sjá klóstið því Guðrún Veiga væri
á því!!!...og efast ég ekkert um hvað þau hafa haldið að ég væri að gera þar....