30.3.03

Ég hef tekið gleði mína á ný og meira en það....ég ákvað að skella mér bara til Reykjavíkur fyrst að ég missti af þessari skítaskítamenningarferð! Stefnan er til RVK þann 11.apríl kl:09:25 eða um leið og mitt langþráða páskafrí byrjar.....og 10.apríl er útborgunardagur og já ég mun ganga berseksgang um búðir borgarinnar....ægilega hlakka ég til...

Guðrún Veiga
Glaður sveitamaður

29.3.03

Já biturleikinn er að fara með mig núna....allir á Akureyri nema ég...nema ég...aumingjans greyið ég...! Ég er búin að gera lítið annað en velta mér upp úr sjálfsvorkunn í allan dag....en þó gladdi Hildur Karen mitt litla hjarta alveg óendanlega mikið þegar hún lagði það á sig að senda mér sms til að segja mér að mín yrði sárt saknað...takk Hildur mín...þú varst eini ljósi punkturinn í lífi mínu í dag...:o) Biturleikinn er enn í hámarki....blóm og kransar afþakkaðir en einhverjar gjafir frá Akureyri eru vel þegnar....

Guðrún Veiga
Bitrari en allt sem biturt er

28.3.03

Ég er veik heima hjá mér......lítur allt út fyrir að ég missi af þessari skítaskítamenningarferð....ég gæti mjög auðveldlega farið að grenja...!

Guðrún Veiga
Bitur as hell

25.3.03

Þetta styðja Íslendingar eða réttara sagt Halldór og Davíð.....djöfulsins fáráðar!
Ætlaði að vera rosalegur mótmælandi áðan og mætti á þessi svokölluðu mótmæli gegn stríði í Írak.... en neinei....þetta byrjaði klukkan 20:00...við komum svona nokkurm mínútum of seint en neinei...allt bara búið...bara búbú...! Og ég fékk ekkert að mótmæla...pifff....ótrúlega fáir samt sem mættu sýndist mér, trúi samt ekki að fólk sé bara sátt við afstöðu Íslands í þessu máli...ha...en já...ég beilaði illa á sjálfri mér í gær og fór að sofa fyrir miðnætti ég hreinlega man ekki hvenær það skeði síðast og það mun ekki eiga sér stað neitt aftur á næstunni...ég er allavegana búin að ná upp nægum svefni til að geta leikið á alls oddi í menningarferðinni...var samt að heyra að Helgi Ómar skólameistari og Sigrún myndu eitthvað vera á vappinu á Akureyri þessa sömu helgi...ógurlega týpískt og ég óttast Helga Ómar eins og heitan eldinn eftir að hann böstaði mig með vatnsbyssuna sem var næstum janfstór og ég á síðustu önn...kannski að maður reyni þá aðeins að hafa hemil á sér...efast þó um að það takist...

Guðrún Veiga
Stríðshrjáður mótmælandi

24.3.03

Svo virðist sem fimmtudagskvöld ætli að verða endalaus pína...næsta fimmtudag byrjar "The Bachelorette"...sem sagt ein kona umkringd 25 mönnum andstætt við Bachelor...hmmm...en ég veit hver vinnur og tilkynnti það við mikinn fögnuð viðstaddra í mötuneytinu í hádeginu! Ég veit ekki hvað er að koma yfir mig....ég held að ég sé bara hreinlega byrjuð að geispa fyrir miðnætti...fjúff...þetta er sko ekki daglegur viðburður þar sem að ég þarf venjulega að liggja andvaka til svona 3 því herbergisfélagar mínir gefa bara skít í mig og snúa baki við mér þegar ég reyna að brydda upp á smá spjalli á kvöldin enda er ég lítið vinsæl hjá þeim svona rétt fyrir svefnin og ligg þess vegna bara, horfi upp í loft og blaðra við sjálfa mig um daginn og veginn! Einu sinni hélt ég einmitt að ég og Sara værum á fínu spjallróli en þá sneri stelpan sér bara við og tilkynnti mér að ég væri búin að tala non-stop í klukkutíma og bað mig sem allra vinsamlegast að halda kjafti....síðustu dagar hafa einmitt farið í það að sannfæra þær um að ég sé "The Queen of the Night" enda neyddist ég til að segja mér eitthvað til málsbóta þegar Sonja var farin að eyða nóttunum inni í Valaskjálf bara til að hún gæti farið snemma að sofa...ég held að það hafi gert útslagið þegar ég og Sara sátum niðri að syngja langt fram eftir nóttu...það var dropinn sem fyllti mælinn þykir mér líklegt....en mér er alveg sama...ef mér liggur eitthvað á hjarta þá nenni ég ekkert að geyma það þangað til daginn eftir og ef enginn nennir að hlusta á mig þá spjalla ég bara við sjála mig....allt er víst hey í harðindum...:)

Guðrún Veiga
"The Queen of the Night"

23.3.03

Já...letin er búin að vera að fara með mig þessa helgina þess vegna hef ég ekki nennt að gerast svo kræf að kveikja á tölvunni....Sara var svo væn að bjóða upp á smá krús á föstudagskvöldið og við uppgvötuðum alveg upp á nýtt hvað Páll Óskar er geggjaður söngvari! Tinna ákvað nú að skreppa heim og sækja alla diskana sína því að hún...já...var einu sinni með Pál Óskar nett á heilanum ef svo má að orði komast..! Og mitt forgangsverk núna er að fara að grafa upp alla gömlu diskana mína...já...því ég var víst líka einu sinni með hann nett á heilanum...hmmm...og minnist þess meira að segja að hafa fengið tár í augun þegar hann skíttapaði í júróvisjón...

20.3.03

Djöfull er ég viðurstyggilega bitur núna....helvítis fífl er þessi Aaron bachelorhelvíti! Hvað er hann að velja þessa skræku, sígjammandi uppgerðarbelju....! Ohhhh...ógeðslega er ég grautfúl...Brooke sem var svo ægilega sæt og góð og miklu meiri fengur en hin tussan þarna watsherneim...þó að hún hafi nú verið ansi falleg....en piffff....hann á ekkert gott skilið þessi djöfulsins hommatittur! En ég hugga mig við að þau er víst hætt saman nú í dag....HAHAHA! "I just look forward to spend my life with Helene.." blablabla...það tókst víst ekki svo vel drullulegi skítalabbinn þinn...! En ég er samt drullubitur og það glitti í nokkur tár hjá mér en Sandra Rut greip þau fimlega...helvítið af henni!
BAAACCCHHHEEELLLOOORRRTTTEEIITTIII í kvöld....íha....:) Þó að tíkin hún Sara hafi engan sjálfsaga og hafi kíkt á það hver vinnur enda er henni ekki boðið en geri þó fastlega ráð fyrir því að hún verði boðflenna! Kannski verður maður ekkert enn á meðal vor þegar Bachelorteitið hefst...Guð einn veit hvað yfirgengilega hrokafulla hálvitanum honum Bush dettur í hug...kannski bombar hann bara Ísland svona í leiðinni...hmmm... samkvæmt alþjóðalögum má land ekkert fara í stríð nema í sjálfsvörn eða þegar annað land ógnar heimsfriðinum eina landið sem er að gera það núna er ekki Írak heldur Bandaríkin....helvítis fáráðar....Saddam er bara snarbilaður valdafíkill sem gerir ekki annað en að heilaþvo Íraka og Bush er fífl sem þolir ekki Saddam þannig að þá skellir hann bara heiminum í stríð....óþarfi að vera að blanda fólki í þennan tippaslag!

18.3.03

Ég var sölumaður dauðans í kvöld og náði að pranga 12 áskriftum inn á blásaklausa vitleysinga...12 þúsund kall...ekki amalegt það fyrir eitt kvöld, svona sirka það sama og ég fékk á viku í þessum svokallaða umhverfishóp í sumar enda var ég líka fátækust í heiminum eftir sumarið! Þoli samt ekki þegar maður hringir og fólk fer að væla um hvað það er fátækt og buddan leyfi ekki svona munað...hvað á ég eiginlega að gera í því? Kaupa áskriftina handa því eða senda því pening eða??...mér er bara alveg drullusama, fólk getur bara sagt að það hafi ekki áhuga eða eitthvað...*pirr*....ein kerling fór eitthvað að væla um sóun á regnskógunum...en ég brást skjótt við að venju og skellti á hana..! Hlakka mikið til að mæta í menninguna á Akureyri eftir c.a eina og hálfa viku...gistum í einhverju gömlu hænsnabúi og flottheit...

17.3.03

ég sakna þess að pissa úti....

OhhhHHHhhh....mig langar svo að vera lítill krakki aftur...geta bara farið út í leiki þegar maður vill og pissað áhyggjulaus úti og læti...lifað í vellystingum heima hjá sér...geta farið að sofa klukkan 10 án þess að vera félagsskítur og missa af einhverju....ohhh...ég vill vera lítill krakkaskratti aftur....! Ohh...svo gat maður gert at hjá öllum í götunni og vakið allt grautfúla gamla fólkið...setja hurðasprengjur út um allt og fara í löggubófa.....en grátlegt að vera að verða 18 ára...piffff...jújú en burtséð frá horfinni æsku minni þá gerði helvíts tíkin hún Sandra Rut sogblett á hálsinn á mér sem er á stærð við Danmörku....djöfull er ég bitur.... svo var Sara í sturtu og hún opnaði bara þar inn og gerði sig heimakomna, sast bara á klóstið og byrjaði að spjalla...hreinsaði á sér eyrun og fékk sér svitaeyði og svollis....mánudagsveikin hjá mér hefur farið batnandi eftir að ég fór að koma hingað alltaf bara á mánudagsmorgnum í staðinn fyrir sunnudagskvöld...gvöð ég er svo heimakær að það er orðið sjúklegt...ég bókstaflega elska það að vera heima hjá mér og efast um að ég eigi nokkurn tíma eftir að flytja af heiman....fyrr en allavegana um fertugt...

16.3.03

Ég er búin að slá sjálfri mér við með duglegheitum í dag..fjúff....ég kláraði að lesa Brave New helvíts World sem er um það bil það allra leiðinlegasta sem ég hef nokkurn tíma lesið...kláraði svo eitt stykki sálfræðiverkefni sem var ekkert lamb að leika sér við...já þá er duglegheitunum eiginlega lokið...hmmm..og jafnvel komin tími til að fara úr náttfötunum sem ég er búin að væbblast um á í allan dag...annars mjög svo viðburðarsnauð helgi...ég gerðist ekki einu sinni svo kræf að fara inn á Reyðafjörð í gær enda lítinn áhuga á því...kveð að sinni því ég ætla að fara að horfa á heimildamynd um félaga mína, rónana á Hlemmi á RÚV...

14.3.03

Ég á Arnari Snæ mikið að þakka....það er eiginlega alltaf undir honum komið hvort ég sofna í íslenskutímum eða ekki! En nú virðist horið vera búið og þó stóð hann sig með prýði í morgun og eyddi ég tímanum í að fylgjast með honum skafa skítinn undan nöglunum á sér með penna...stórkostlegt sjóv í alla staði enda Arnar Snær öllum blökkumönnum til sóma með svona vel hirtar neglur! Já...annars er lítið um biturleika í dag...eyði helginni væntanlega í sófanum eins og venjulega...var einmitt að horfa á Disneymynd á RÚV frá 1963 litla bróður mínum til samlætis...mjög stórbrotin söguþráður...fjallaði um kött sem þýddi ekkert að drepa því hann kom bara alltaf aftur....ég er aumkunarverð...ég veit...

13.3.03

Biturfokkingsleikinn hefur náð hámarki núna...!!!!! DAUÐI OG DJÖFULSINS DJÖFULL...skjár1 var búin að auglýsa að í kvöld væri lokaþátturinn af The Bachelor og auðvitað var spenningurinn óbærilegur....ég, Sandra Rut og Sara löbbuðum út á sjoppu klukkan 7 til að byrgja okkur upp af óhollustu fyrir kvöldið og sátum svo bara aðgerðarlausar frá 20-22 að bíða eftir Bachelor....við vorum líka búnar að bjóða glás af fólki í Bachelorteiti..........en NNNNNEEEEEEEIIII fokkings ógeðslegi skjárhelvítis1 hafði skipt þættinum í tvennt og það verður ekki sýnt hverja hann velur fyrr en á næsta drullufimmtudag.....!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Andskotans djöfulsins helvíti ooooooooooooohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh......ég gæti ekki verið neitt bitrari og er örugglega búin að tapa þeim fáu grömmum sem eftir voru af geðheilsu minni.......ég hata skjá1 og ætla aldrei að horfa á hann aftur nema næsta fimmtudag....þetta gjörsamlega rústaði öllu bara...allt farið til fjandans...Sara er búin að hengja sig upp í herbergi og allt í tómu tjóni bara út af þessum skítaþætti og skítaskítaskítaskítaskjá1!
vúhú....svaðalegt Bachelorteiti í kvöld...(og ef Brooke vinnur ekki fer ég örugglega að grenja).....heim til Alabama eftir minna en sólahring.....ætur matur í mötuneytinu á morgun...alveg glás sem ég hef til að gleðjast yfir og hlakka til!...og það er sko ekki daglegur viðburður og þar af leiðandi er biturleikinn frekar lítill í dag held ég....já...þarf víst að vera að taka til, herbergisfélögum mínum til samlætis...ekki það að ég geri eitthvað gagn sko...

12.3.03

Djöfull er ég bitur núna....andskotans beljan hún Tinna var að sýna 10.bekk frá Alabama skólann í morgun og tók þá ákvörðun að sýna þeim herbergið okkar...auðvitað án nokkurs samráðs við íbúana..!! Góði Guð sko...herbergið leit út eins og 5 feitir karlar hefðu búið þar á brókinni í einhverja mánuði og ég stóð bara þarna eins og illa skreytt jólatré, skítmygluð ennþá í náttfötunum og greip svo það örþrifaráð að læsa mig bara inn á klósti og heyrði svo Tinnu tilkynna að því miður gætu þau ekki fengið að sjá klóstið því Guðrún Veiga væri á því!!!...og efast ég ekkert um hvað þau hafa haldið að ég væri að gera þar....

11.3.03

Ég endurnýjaði kynni mín við tímaritasölu Fróða í kvöld....gekk nokkuð vel sko, náði að pranga 10 áskriftum inn á blásaklaust fólk sem átti sér einskis ills von...og sumt reyndar bláfátækt....ég vildi óska þess að ég kynni að skíta peningum!! Ekki klinki reyndar vill bara seðla! Eftir að hafa verið ótrúlega stjórnmálaleg í dag komst ég að því að Davíð okkar Oddsson er bara kjúlli í samanburði við valdagráðuga helvítið hann Aríel Sjaron...ha....við ættum kannski bara að vera þakklát fyrir hann Dabba eftir allt saman?!?
Ég er ótrúlegur gáfumaður....er búin að eyða dýrmætum tíma í að kynna mér stefnur stjórnmálaflokkana.....ógeðslega hlýt ég að vera svöl!!....
Maður á aldrei að fara að sofa með blautt hárið!! Það sýndi sig sko í morgun...ég tók nefnilega þá afdrifaríku ákvörðun í gær að fara í sturtu svona rétt fyrir svefninn í gærkvöldi og jesús, maría og jósep!! BAD HAIR FROM HELL í morgun....fjúfff....það var eins og ég hefði lent með hausinn í slátturorfi og svo stungið því í rotþró eða eitthvað...og þar af leiðandi "neyddist" ég til að skrópa í íslensku annars hefði ég átt hættu á því að vera rekin úr skóla fyrir sjónmengun...!! Það er sko ekkert grín að þurfa að skrópa út af hárinu á sér en það hefur ekki ósjaldan leikið mig grátt um tíðina og ég er ekki frá því að þetta flokkist hreinlega undir fæðingargalla....!! Og kannski get ég jafnvel fengið lækinisvottorð út á þetta og þá þarf ég aldrei að mæta í skólann þegar hárið á mér beilar...!

10.3.03

Ég hef komist að því að ég er mjög oft alveg ægilega bitur....og það er mjög sjaldan sem ég er alveg laus við allan biturleika! En djöfull er ég samt bitur í dag út í helvítis gleðikonutíkina hana Leoncie eða hvað sem þessi aumkunarverða drusla heitir....don´t get me started sko.....ohh...hún er sko með sílíkon alveg upp í augu og kallar sig indverska prinsessu! INDVERSK PRINSESSA MINN RASS!!!!! Þessi tippasegull kann ekki einu sinni að syngja! Svo kallar þessi hórulega kvensnift íslensku þjóðina pakk og rasista út af því að fólk kaupir ekki diskinn hennar og mætir ekki á tónleikana hennar...get a grip sko...mér væri skapeinast að fá mér eitt stykki flugtilboð á netinu, taka með mér eitt stykki haglara og slátra þessari belju...ég færi ekki í fangelsi...ég yrði þjóðhetja....dýrkuð og dáð að eilífu fyrir að fjarlægja þennan skítablett af íslensku samfélagi....bara svona hugdetta! Annars bara fínt skap í gangi en helvítis tíkarlega píkan hún Leoncie skal bara passa sig...!
Ég var alveg ótrúlega aumkunarverð á laugardaginn og horfði á K-19 með Ingvari E. Sigurðssyni í "aðalhlutverki" ásamt foreldrum mínum...og þau er svo sjúklega miklir Íslendingar að í hvert skipti sem að glitti í Ingvar þá var spólað til baka svo að öll familían hefði örugglega náð því....en djöfull er ég samt bitur út í ríkissjónvarpið...textavarpið og ríkisstjórnina líka...pifff....í gær ætlaði ég nú aldeilis að hreiðara um mig fyrir framan sjónvarpið og ákvað að kíkja aðeins á textavarpið svona rétt áður en formúlan byrjaði en nei....hvað stendur þá stórum stöfum á aðalsíðunni..."Glæsilegur sigur hjá Coulthard í nótt..." oooooohhhhh....það munaði engu að ég hefði bara tapað því litla sem eftir er af geðheilsu minni!

8.3.03

Kannski rétt að koma því á framfæri að ást mín á Jóhanni er frekar lítil sko....það sem ég skrifa um hann er nú meira grín en alvara...hmmm...sýnist á röflinu hérna einhversstaðar fyrir neðan að fólk sé farið að trúa þessu....mér var meira að segja bent góðfúslega á Jóhann væri mjög líklega of lítill fyrir mig.....hahahaha....en ég kem því á framfæri hér og nú að ég er ekki "hrifin" af Jóhanni og kynferðislegur áhugi minn á honum er frekar fátæklegur en hann er samt leynilegur ástmaður minn þó hann vilji ekki viðurkenna það...!

6.3.03

Sko nú hef ég áhyggjur....hvar er Jóahnn?...ég hef ekki séð glitta í fésið á honum síðan á mánudaginn!! AAAAAAHHHH.....Bachelorteiti eftir nákvæmlega 79 mínútur þó að litla helvítið hún Tinna Árna hafi stungið okkur af til Reykjavíkur....andskotans gerpið! Ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir Bachelor og læra fyrir frönskupróf þó það eigi sjálfsagt eftir að mæta afgangi því ég þarf allavegana klukkutíma til að undirbúa mig andlega og líkamlega fyrir Bachelor og svo þarf ég c.a hálftíma eftir þáttinn til að jafna mig....en já...ég sakna Jóhanns....

5.3.03

Hvar ertu Jóhann?!?!....Hjarta mitt grætur...!!! En þrátt fyrir fjarveru Jóhanns er ég búin að vera ótrúlega dugleg í dag!! Ég tók til dæmis til á skrifborðinu mínu og vaskaði upp jógúrtskál sem var búin að standa þarna síðan um miðja síðustu öld og ég er ekki frá því að það hafi verið eitthvað lifandi að gerjast í henni...Sonja var búin að líta hornauga á þessa skál í þónokkrar vikur og benda mér á svona við og við að hún væri þarna þannig að þessi duglegheit í mér urðu Sonju til mikillar gleði....þetta er ekki búið enn...ég tók mig til og hespaði af einu stykki félagsfræðiverkefni sem ég átti reyndar að skila um miðjan janúar...en sóvat...betra seint en aldrei ekki satt?? Svo tók ég til í skrifborðsskúffunni minni og það er ekki svo fráleitt að eitthvað lifandi hafi verið að gerjast þar líka.....hmm...allavegana nóg af gömlum tyggjópökkum, hálfur kexpakki sem var næstum því lifandi, fullt af fimmköllum og þónokkrar einakrónur...það fór reyndar allt í menningarferðarsjóðinn minn og framlög í hann eru vel þegin....þarna leyndist einnig frönskuverkefni sem ég gerði dauðaleit af fyrir svona c.a mánuði síðan og ýmislegt annað skemmtilegt....! Að lokum tók ég síðan þá ákvörðun að hreinsa upp föt í minni eigu sem lágu á víð og dreif um herbergið og raða þeim inni í fataskáp...(voru alveg hrein sko...:) ég tók meira að segja svoldið til í fataskápnum en ekki alveg samt þrátt fyrir það er ég alveg óendanlega dugleg svona once in a while...
Teljarinn er eitthvað að leika mig grátt þessa dagana.....það er ekki á það bætandi og enn lætur gerpitrýnið hann Jóhann ekki sjá sig...! Tók mig samt til og gerði nýja könnun...

4.3.03

híhí...


Shit hvað ég er búin að vera löt að skrifa...!! Annars er líf mitt búið að vera sorglega viðburðarsnautt þessa dagana....Jóhann stakk af heim til Alabama í gær og hefur ekki látið sjá sig síðan....ekki skrýtið þó ég sé á hraðri leið í þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar...!! Hundar eru sko ekki hættulausir og hananú...andskotans morðóð snarbiluð kvikindi....! Ég og Sara brugðum okkur á bæjarleið áðan....og áttum okkur einskis ills von...við urðum næstum því fyrir barðinu á einhverjum hundi sem var á stærð við hest...og það eru sko engar ýkjur....en svo kom í ljós að hann var bundinn en hann gelti alveg voða mikið og gerði okkur alveg voða voða hræddar...ég sem hélt að ég væri seif undir verndarvæng Söru en það kom víst á daginn að hún er ekkert nema helvítis aumingi.....eins og ég reyndar líka;( Ég held að stjórnvöld ættu að grípa í taumana og slátra þessum helvítum...þetta er ekki mönnum bjóðandi svona á lausagangi...!! Ohh...mig langar ótrúlega mikið til útlanda en ætla að láta mér nægja að fara í "menningar"ferð til Akureyrar....það er útland á sinn hátt í augum okkar sveitamannanna og svo ætla ég líka að fá mér gat í tunguna...kant hardlí veit..!! haha...bara endalaust fyndið hvað fólk er heimskt...!

3.3.03

2.3.03

Þetta er ótrúlegt en satt....Jóhann (ástmaður) dansaði við mig á ballinu....þetta er ótrúlegt miðað við að ég hef þekkt Jóhann í 12 ár og hef aldrei séð hann dansa!! Alveg stórkostleg upplifun þarna á ferðinni...þó hún hafi ekki varað lengi...held þetta hafi bara verið eitt lag eða svo! Já...varð bara að koma þessu á framfæri...er annars ekki í stóra stuðinu til að skrifa eitthvað skemmtilegt...hvað þá áhugavert....